Handbolti

Ásgeir skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk en Logi Geirsson ekkert þegar Lemgo og Nordhorn skildu jöfn, 26-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Á sama tímam lagði Flensburg lið Magdeburg af velli, 35-28, en bæði lið eru í baráttu um þriðja sæti deildarinnar.

Þriðja sætið er það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu að ári en með sigrinum í dag er Flensburg nú komið með 49 stig í 3. sæti, tveimur stigum meira en Nordhorn. Lemgo er í 7. sæti deildarinnar og á lítinn möguleika á að komast ofar en það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×