Fleiri fréttir New Orleans - Dallas í beinni á miðnætti Leikur New Orleans Hornets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar og hefur árangur liðsins í deildarkeppninni í vetur verið einstakur. Liðið getur í kvöld unnið sjötta útileikinn í röð á keppnisferðalagi sínu og leitast einnig við að vinna 21. leikinn í röð á Hornets. Dallas tapaði síðast fyrir Hornets árið 1999 þegar liðið var í Charlotte. 27.3.2007 17:30 Landsliðið skólaust Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf að kaupa nýja fótboltaskó eftir að 19 af töskum liðsins týndust í för þess til Mallorca. 14 af töskur komu í síðar í leitirnar, en farangurinn var óvart sendur til Kanaríeyja. Reuters fréttastofan greindi frá þessu í dag. Íslenska liðið mætir Spánverjum í undankeppni EM annað kvöld. 27.3.2007 14:43 Arsenal og Chelsea sektuð Arsenal og Chelsea voru í dag sektuð um 100,000 pund hvort vegna ólátanna sem urðu á úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum á dögunum. Bæði félög fengu líka aðvörun frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins, en uppúr sauð undir lok leiksins og setti það dökkan blett á annars ágætan leik. 27.3.2007 14:27 Úrslitaleikurinn verður á Wembley Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag formlega að úrslitaleikurinn í enska bikarnum í vor færi fram á nýja Wembley leikvangnum í London þann 19. maí. Afhending mannvirkisins hefur tafist mikið og farið langt fram úr fjárhagsáætlun, en nú er útlit fyrir að enskir þurfi ekki lengur að halda úrslitaleiki sína í Cardiff eins og verið hefur. 27.3.2007 14:22 Yfirtakan í Liverpool formlega komin í gegn Fyrirtæki Bandaríkjamannanna George Gillett og Tom Hicks hefur nú formlega klárað yfirtökuna í enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Félagið heitir Kop Football Limited og á nú 98,6% hlut í Liverpool. 27.3.2007 14:19 McClaren mætti ekki á blaðamannafund Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga á yfir höfði sér refsingu frá Knattspyrnusabandi Evrópu eftir að hann mætti ekki á blaðamannafund sem haldinn var í dag fyrir leik Andorra og Englands í undankeppni EM. McClaren hefur verið milli tanna ensku pressunnar undanfarið vegna lélegs gengis enska liðsins. 27.3.2007 14:08 Boozer fór á kostum í sigri Utah Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. 27.3.2007 04:53 Wallace tryggði framlengingu með skoti frá miðju Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. 27.3.2007 04:28 Jafnt í hálfleik í Stykkishólmi Staðan í leik Snæfells og KR í Stykkishólmi er jöfn 41-41 þegar flautað hefur verið til leikhlés í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Snæfell hafði yfir 21-11 eftir fyrsta leikhluta, en gestirnir tóku 10-0 rispu í upphafi þess næsta og hafa verið betri aðilinn síðan. 27.3.2007 20:40 Snæfell yfir eftir fyrsta leikhluta Snæfell hefur yfir 21-11 gegn KR þegar fyrsta leikhluta er lokið í annari viðureign liðanna í Stykkishólmi. KR hefur yfir 1-0 í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 27.3.2007 20:18 Snæfell - KR í beinni á Sýn í kvöld Snæfell og KR mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. KR vann fyrsta leikinn naumlega á heimavelli eftir æsilegar lokamínútur. Þá verða einnig á dagskrá tveir leikir í undanúrslitum kvenna þar sem Keflavík tekur á móti Grindavík og Haukar mæta ÍS. Staðan í báðum rimmum er 1-1, en kvennaleikirnir hefjast klukkan 19:15. 27.3.2007 16:50 Grindavík jafnaði metin gegn Njarðvík Grindavík náði að jafna metin gegn Njarðvík í rimmu liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla með því að sigra, 88-81, í viðureign liðanna í kvöld. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en Njarðvíkingar komust býsna nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik en minnstur varð munurinn þrjú stig. 26.3.2007 21:30 Grindvíkingar að niðurlægja Íslandsmeistarana Grindavík hefur haldið Íslandsmeisturum Njarðvíkur í 26 stigum í fyrri hálfleik í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Á sama tíma hafa Grindvíkingar skorað 56 stig og hafa því 30 stiga forystu í hálfleik. Hreint ótrúlegar tölur í Grindavík, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 26.3.2007 20:33 Artest að gefast upp? Ron Artest, hinn skrautlegri framherji Sacramento í NBA-deildinni, er sagður vera að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna að loknu núverandi tímabili. Ástæðan, að því er fjölmiðlar í Bandaríkjunum halda fram, er sú að hann vill eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. 26.3.2007 20:00 Foster ætlaði að hætta Ben Foster, markvörður Man. Utd. og enska landsliðsins, segist hafa íhugað alvarlega að leggja hanskana á hilluna skömmu áður en Sir Alex Ferguson ákvað að kaupa sig. Foster, sem hefur staðið sig frábærlega sem lánsmaður hjá Watford í vetur, var á mála hjá Stoke áður þar sem hann fékk engin tækifæri. 26.3.2007 19:45 Healy ætlar að halda áfram að skora Hinn sjóðheiti sóknarmaður Norður-Íra, David Healy, vonast til þess að hann haldi áfram að skora fyrir þjóð sína þegar Svíar koma í heimsókn á Windsor Park á miðvikudag. Healy hefur farið á kostum í undankeppninni til þessa og skorað alls sex mörk. Ef Norður-Írar leggja Svía af velli komast þeir á toppinn í F-riðli undankeppninnar. 26.3.2007 19:30 Parker vill að Lampard verði fórnað Paul Parker, fyrrum landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu, telur að Steve McLaren eigi að fórna Frank Lampard úr byrjunarliði enska liðsins til þess að geta spilað Steven Gerrard við hlið Owen Hargreaves á miðri miðjunni. Parker segir augljóst að Lampard og Gerrard geti ekki verið báðir inni á vellinum á sama tíma. 26.3.2007 18:30 Skoraði fjögur mörk gegn Rússum Kolbeinn Sigþórsson, 17 ára knattspyrnumaður í HK, skoraði 4 mörk gegn Evrópumeisturum Rússa um helgina, þegar drengjalandsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar. En Rússar sátu eftir í milliriðlinum með sárt ennið og komust ekki í úrslit. 26.3.2007 18:30 Indianapolis Supercross úrslit. Það var mikil spenna sem myndaðist þegar einn af fremstu supercross ökumönnum heims í dag byrjaði síðastur eftir hræðilegt start. Enginn Ricky Carmichael einkenndi þó keppnina og mun supercrossið örugglega ekki vera það sama og þegar sú hetja er farinn. 26.3.2007 18:03 Makaay segr Bayern þurfa kraftaverk Hollenski framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ætli það sér að verja meistaratitil sinn í Þýskalandi frá því í fyrra. Níu stigum munar á Bayern og toppliðinu Schalke þegar aðeins átta leikir eru eftir og telur Makaay að það sé einfaldlega of lítið. 26.3.2007 18:00 Alonso hefur trú á Liverpool Xabi Alonso, hinn spænski miðjumaður Liverpool, hefur fulla trú á að liðið getið endurtekið leikinn frá árinu 2005 og farið alla leið í Meistaradeild Evrópu á þessum tímabili. Alonso segir leikmenn liðsins spila af miklu sjálfstrausti í Meistaradeildinni. 26.3.2007 17:00 Ronaldo: Ég er einn af þeim bestu Cristiano Ronaldo leiðist ekki að tala um eigið ágæti sem knattspyrnumaður þessa dagana. Ekki er langt síðan hann titlaði sjálfan sig sem “of góðan” og eftir að hafa skorað tvö mörk fyrir Portúgal gegn Belgum um helgina sagði Ronaldo við portúgalska fjölmiðla að hann væri einn af besti leikmönnum í heimi. 26.3.2007 15:30 Tímabilið búið hjá Ray Allen Ray Allen mun ekki spila meira með liði sínu Seattle Supersonics í NBA-deildinni á tímabilinu en leikmaðurinn hefur ákveðið að bíða ekki lengur með að gangast undir óumflýjanlega aðgerð á ökkla. Allen hefur spilað sárþjáður í síðustu leikjum liðsins. 26.3.2007 15:15 Fabregas: Tímabilið er klúður Cesc Fabregas, hinn 19 ára gamli miðjumaður Arsenal, hefur viðurkennt að tímabilið í ár hafi verið klúður. Fabregas segir það óásættanlegt fyrir lið á borð við Arsenal að eiga ekki möguleika á neinum titlum á þessum tímapunkti leiktíðarinnar. 26.3.2007 14:30 Beckenbauer segir Þjóðverja með besta liðið Franz Beckenbauer, keisarinn í þýskri knattspyrnu, segir að þýska landsliðið sé það besta í Evrópu um þessar mundir, miðað við spilamennsku þess í síðustu leikjum. Beckenbauer segir að þjálfarar ættu að nota síðustu leiki þýska liðsins sem kennslumyndband í fótbolta. 26.3.2007 14:14 Romario kominn með 999 mörk Brasilíski framherjinn Romario skoraði eitt marka Vasco da Gama í 3-0 sigri liðsins á erkifjendunum í Flamengo í brasilísku úrvalsdeildinni í gær og hefur nú skorað 999 mörk á ferlinum, samkvæmt eigin talningu. Romario vantar nú aðeins eitt mark til að ná sínu stærsta markmiði á ferlinum. 26.3.2007 14:00 McLaren: Þetta er algjört kjaftæði Steve McClaren, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir ekki rétt að hann og framherjanum Wayne Rooney hafi rifist heiftarlega inn í búningsklefa eftir leikinn gegn Ísraelum á laugardag, eins og enskir fjölmiðlar sögðu frá í morgun. McLaren lýsir fréttunum sem “algjöru kjaftæði”. 26.3.2007 13:17 Woods vann í Miami í sjötta sinn Tiger Woods sigraði á CA-heimsmótinu í golfi í gær þrátt fyrir að hafa spilað illa á lokadeginum í Miami í gær og klárað hringinn á einu höggi yfir pari. Fjögurra högga forskot kappans fyrir lokadaginn gerði það hins vegar að verkum að aðrir kylfingar náðu ekki að ná efsta sætinu af honum. Þetta var í sjötta sinn sem Woods sigrar mótið. 26.3.2007 12:30 Saviola lofaður nýjur samningur Argentínski framherjinn Javier Saviola hjá Barcelona býst við því að vera boðinn nýr samningur við spænska stórveldið í vikunni. Verði sú raunin fá þær vangaveltur sem segja Eið Smára Guðjohnsen á förum frá Barcelona í sumar byr undir báða vængi. 26.3.2007 12:09 Adebayor rekinn úr landsliðinu Knattspyrnusamband Togo hefur tekið þá ákvörðun að reka Emmanuel Adebayor, framherja Arsenal og langbesta leikmann liðsins, og tvö aðra leikmenn vegna deilu þeirra við knattspyrnuyfirvöld landsins um bónusgreiðslur sem þeir telja sig eiga rétt á. Adebayor hafði hótað að hætta að spila fyrir landsliðið vegna málsins en nú hefur ákvörðunin verið tekin fyrir hann. 26.3.2007 11:59 Farangur landsliðsins skilaði sér ekki Á annan tug ferðataska í eigu KSÍ og leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta skiluðu sér ekki til Mallorca, þar sem liðið mætir því spænska í undankeppni EM á miðvikudag. Talið er að klúður á flugvellinum í Keflavík hafi orðið til þess að töskurnar fóru til Kanaríeyja í staðinn. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. 26.3.2007 10:45 Rooney og McLaren rifust heiftarlega Enskir fjölmiðlar fullyrða að landsliðsþjálfaranum Steve McLaren og framherjanum Wayne Rooney hafi rifist heiftarlega inni í búningsklefa eftir markalaust jafntefli Englendinga og Ísraela á laugardag. McLaren er sagður hafa húðskammað Rooney fyrir að ná ekki að skora, en Rooney svaraði þjálfara sínum fullum hálsi. 26.3.2007 10:18 Kobe skoraði ekki yfir 50 stig Kobe Bryant mistókst að skora yfir 50 stig fjórða leikinn í röð, en náði engu að síður að setja niður 43 stig þegar LA Lakers bar sigurorð af Golden State, 115-113, í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru níu leikir fram í deildinni í nótt. 26.3.2007 10:06 KR marði sigur í fyrsta leik KR-ingar báru sigurorð af Snæfellingum, 82-79, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn reyndist frábær skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. Í kvennaflokki jafnaði ÍS metin í rimmunni gegn Haukum í undanúrslitum með góðum 84-74 sigri. Staðan þar er nú 1-1. 25.3.2007 20:59 Man. Utd. á eftir Deco og Richards? Ensku slúðurblöðin greina frá því í morgun að Alex Ferguson ætli að fá þá Deco, leikmann Barcelona, og Micah Richards hjá Manchester City til Old Trafford á næstu leiktíð. Deco er sagður orðinn leiður á tilverunni í Katalóníu og vill nýja áskorun, en Richards yrði aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að fara frá Man. City yfir til erkifjendanna í Man. Utd. 25.3.2007 20:00 Valsmenn komnir með tveggja stiga forystu Valsmenn náðu í kvöld tveggja stiga forystu í DHL-deild karla í handbolta með því að leggja nýkrýnda bikarmeistara Stjörnunnar örugglega af velli í Laugardalshöllinni, 31-25. Valsmenn voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og unnu verðskuldað. 25.3.2007 19:29 Varalið Þjóðverja gegn Dönum Joachim Loew, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að gefa átta lykilmönnum liðsins frí þegar það tekur á móti Dönum í vináttuleik á miðvikudag. Loew ætlar að nota leikinn til að gefa ungum og óreyndum leikmönnum tækifæri, en Þjóðverjar unnu frækinn útisigur á Tékkum í gærkvöldi. 25.3.2007 19:15 Raikkonen á að fá að drekka að vild Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. 25.3.2007 18:30 Sanchez segir Healy vera í heimsklassa Lawrie Sanchez, þjálfari Norður-Íra í knattspyrnu, segir markamaskínuna David Healy vera heimsklassa sóknarmann. Healy skoraði þrennu í 4-1 sigri Norður-Íra á Liechtenstein í gær og hefur alls skorað sex mörk í undankeppninni. Alls hefur Healy skorað 27 mörk í 55 landsleikjum á ferlinum. 25.3.2007 17:55 HK og Fram skildu jöfn - ÍR lagði Fylki HK og Fram gerðu jafntefli, 25-25, í DHL-deild karla í handbolta í dag. Úrslitin þýða að HK er enn á eftir á Valsmönnum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en bæði lið hafa hlotið 25 stig. Valur á hins vegar leik til góða gegn nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar kl. 18 í dag. Í hinum leik dagsins vann ÍR lið Fylkis, 30-29. 25.3.2007 17:47 Olsen ósáttur við spænsku boltastrákana Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, var allt annað en sáttur með spænsku boltastrákana sem voru við störf á leiknum við Spánverja á Bernabeu-vellinum í Madríd í gær og sakar þá um að tefja leikinn vísvitandi á síðustu mínútum hans. Olsen hraunaði enn fremur yfir svissneskan dómara leiksins. 25.3.2007 17:30 Aragones ekki ánægður Þrátt fyrir að Spánverjar hafi náð að halda í vonina á að komast áfram í lokakeppni EM með 2-1 sigri á Dönum í gærkvöldi var landsliðsþjálfarinn Luis Aragones ekki ánægður með frammistöðu lærisveina sinna. Aragones sagði sína menn hafa orðið alltof taugaveiklaða eftir að hafa náð forystu, en litlu munaði að 10 leikmenn Danmerkur næðu að jafna metin í síðari hálfleik. 25.3.2007 17:00 Arsenal fylgist með viðræðum Klose og Werder Bremen Forráðamenn Arsenal eru sagðir fylgjast vel með gangi mála í viðræðum Miroslav Klose og Werder Bremen um nýjan samning þýska landsliðsmannsins við félagið. Enn sem komið er hefur viðræðunum þokast hægt áfram og segja nokkur ensku blaðanna í morgun að Arsenal hyggist bjóða fimm milljónir punda í Klose ef samningar náist ekki. 25.3.2007 16:30 Portlandi lagði Kiel með tveggja marka mun Portland San Antonio frá Spáni lagði Þýskalandsmeistara Kiel af velli, 30-28, í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Ólíkegt verður að teljast að forskot Portland dugi til að komast í úrslit keppninnar, enda Kiel nánast ósigrandi á heimavelli sínum. 25.3.2007 15:37 Adebayor var hótað lífláti Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, er ekki viss um hvort hann hafi hug á að spila fyrir þjóð sína aftur eftir að hafa fengið lífslátshótanir fyrir landsleik Togo og Sierra Leone í Afríkukeppninni í gær. Adebayor segir að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað hinu versta ef hann hefði ekki spilað leikinn. 25.3.2007 15:16 Sjá næstu 50 fréttir
New Orleans - Dallas í beinni á miðnætti Leikur New Orleans Hornets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar og hefur árangur liðsins í deildarkeppninni í vetur verið einstakur. Liðið getur í kvöld unnið sjötta útileikinn í röð á keppnisferðalagi sínu og leitast einnig við að vinna 21. leikinn í röð á Hornets. Dallas tapaði síðast fyrir Hornets árið 1999 þegar liðið var í Charlotte. 27.3.2007 17:30
Landsliðið skólaust Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf að kaupa nýja fótboltaskó eftir að 19 af töskum liðsins týndust í för þess til Mallorca. 14 af töskur komu í síðar í leitirnar, en farangurinn var óvart sendur til Kanaríeyja. Reuters fréttastofan greindi frá þessu í dag. Íslenska liðið mætir Spánverjum í undankeppni EM annað kvöld. 27.3.2007 14:43
Arsenal og Chelsea sektuð Arsenal og Chelsea voru í dag sektuð um 100,000 pund hvort vegna ólátanna sem urðu á úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum á dögunum. Bæði félög fengu líka aðvörun frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins, en uppúr sauð undir lok leiksins og setti það dökkan blett á annars ágætan leik. 27.3.2007 14:27
Úrslitaleikurinn verður á Wembley Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag formlega að úrslitaleikurinn í enska bikarnum í vor færi fram á nýja Wembley leikvangnum í London þann 19. maí. Afhending mannvirkisins hefur tafist mikið og farið langt fram úr fjárhagsáætlun, en nú er útlit fyrir að enskir þurfi ekki lengur að halda úrslitaleiki sína í Cardiff eins og verið hefur. 27.3.2007 14:22
Yfirtakan í Liverpool formlega komin í gegn Fyrirtæki Bandaríkjamannanna George Gillett og Tom Hicks hefur nú formlega klárað yfirtökuna í enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Félagið heitir Kop Football Limited og á nú 98,6% hlut í Liverpool. 27.3.2007 14:19
McClaren mætti ekki á blaðamannafund Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga á yfir höfði sér refsingu frá Knattspyrnusabandi Evrópu eftir að hann mætti ekki á blaðamannafund sem haldinn var í dag fyrir leik Andorra og Englands í undankeppni EM. McClaren hefur verið milli tanna ensku pressunnar undanfarið vegna lélegs gengis enska liðsins. 27.3.2007 14:08
Boozer fór á kostum í sigri Utah Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. 27.3.2007 04:53
Wallace tryggði framlengingu með skoti frá miðju Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. 27.3.2007 04:28
Jafnt í hálfleik í Stykkishólmi Staðan í leik Snæfells og KR í Stykkishólmi er jöfn 41-41 þegar flautað hefur verið til leikhlés í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Snæfell hafði yfir 21-11 eftir fyrsta leikhluta, en gestirnir tóku 10-0 rispu í upphafi þess næsta og hafa verið betri aðilinn síðan. 27.3.2007 20:40
Snæfell yfir eftir fyrsta leikhluta Snæfell hefur yfir 21-11 gegn KR þegar fyrsta leikhluta er lokið í annari viðureign liðanna í Stykkishólmi. KR hefur yfir 1-0 í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 27.3.2007 20:18
Snæfell - KR í beinni á Sýn í kvöld Snæfell og KR mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. KR vann fyrsta leikinn naumlega á heimavelli eftir æsilegar lokamínútur. Þá verða einnig á dagskrá tveir leikir í undanúrslitum kvenna þar sem Keflavík tekur á móti Grindavík og Haukar mæta ÍS. Staðan í báðum rimmum er 1-1, en kvennaleikirnir hefjast klukkan 19:15. 27.3.2007 16:50
Grindavík jafnaði metin gegn Njarðvík Grindavík náði að jafna metin gegn Njarðvík í rimmu liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla með því að sigra, 88-81, í viðureign liðanna í kvöld. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en Njarðvíkingar komust býsna nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik en minnstur varð munurinn þrjú stig. 26.3.2007 21:30
Grindvíkingar að niðurlægja Íslandsmeistarana Grindavík hefur haldið Íslandsmeisturum Njarðvíkur í 26 stigum í fyrri hálfleik í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Á sama tíma hafa Grindvíkingar skorað 56 stig og hafa því 30 stiga forystu í hálfleik. Hreint ótrúlegar tölur í Grindavík, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. 26.3.2007 20:33
Artest að gefast upp? Ron Artest, hinn skrautlegri framherji Sacramento í NBA-deildinni, er sagður vera að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna að loknu núverandi tímabili. Ástæðan, að því er fjölmiðlar í Bandaríkjunum halda fram, er sú að hann vill eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. 26.3.2007 20:00
Foster ætlaði að hætta Ben Foster, markvörður Man. Utd. og enska landsliðsins, segist hafa íhugað alvarlega að leggja hanskana á hilluna skömmu áður en Sir Alex Ferguson ákvað að kaupa sig. Foster, sem hefur staðið sig frábærlega sem lánsmaður hjá Watford í vetur, var á mála hjá Stoke áður þar sem hann fékk engin tækifæri. 26.3.2007 19:45
Healy ætlar að halda áfram að skora Hinn sjóðheiti sóknarmaður Norður-Íra, David Healy, vonast til þess að hann haldi áfram að skora fyrir þjóð sína þegar Svíar koma í heimsókn á Windsor Park á miðvikudag. Healy hefur farið á kostum í undankeppninni til þessa og skorað alls sex mörk. Ef Norður-Írar leggja Svía af velli komast þeir á toppinn í F-riðli undankeppninnar. 26.3.2007 19:30
Parker vill að Lampard verði fórnað Paul Parker, fyrrum landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu, telur að Steve McLaren eigi að fórna Frank Lampard úr byrjunarliði enska liðsins til þess að geta spilað Steven Gerrard við hlið Owen Hargreaves á miðri miðjunni. Parker segir augljóst að Lampard og Gerrard geti ekki verið báðir inni á vellinum á sama tíma. 26.3.2007 18:30
Skoraði fjögur mörk gegn Rússum Kolbeinn Sigþórsson, 17 ára knattspyrnumaður í HK, skoraði 4 mörk gegn Evrópumeisturum Rússa um helgina, þegar drengjalandsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar. En Rússar sátu eftir í milliriðlinum með sárt ennið og komust ekki í úrslit. 26.3.2007 18:30
Indianapolis Supercross úrslit. Það var mikil spenna sem myndaðist þegar einn af fremstu supercross ökumönnum heims í dag byrjaði síðastur eftir hræðilegt start. Enginn Ricky Carmichael einkenndi þó keppnina og mun supercrossið örugglega ekki vera það sama og þegar sú hetja er farinn. 26.3.2007 18:03
Makaay segr Bayern þurfa kraftaverk Hollenski framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ætli það sér að verja meistaratitil sinn í Þýskalandi frá því í fyrra. Níu stigum munar á Bayern og toppliðinu Schalke þegar aðeins átta leikir eru eftir og telur Makaay að það sé einfaldlega of lítið. 26.3.2007 18:00
Alonso hefur trú á Liverpool Xabi Alonso, hinn spænski miðjumaður Liverpool, hefur fulla trú á að liðið getið endurtekið leikinn frá árinu 2005 og farið alla leið í Meistaradeild Evrópu á þessum tímabili. Alonso segir leikmenn liðsins spila af miklu sjálfstrausti í Meistaradeildinni. 26.3.2007 17:00
Ronaldo: Ég er einn af þeim bestu Cristiano Ronaldo leiðist ekki að tala um eigið ágæti sem knattspyrnumaður þessa dagana. Ekki er langt síðan hann titlaði sjálfan sig sem “of góðan” og eftir að hafa skorað tvö mörk fyrir Portúgal gegn Belgum um helgina sagði Ronaldo við portúgalska fjölmiðla að hann væri einn af besti leikmönnum í heimi. 26.3.2007 15:30
Tímabilið búið hjá Ray Allen Ray Allen mun ekki spila meira með liði sínu Seattle Supersonics í NBA-deildinni á tímabilinu en leikmaðurinn hefur ákveðið að bíða ekki lengur með að gangast undir óumflýjanlega aðgerð á ökkla. Allen hefur spilað sárþjáður í síðustu leikjum liðsins. 26.3.2007 15:15
Fabregas: Tímabilið er klúður Cesc Fabregas, hinn 19 ára gamli miðjumaður Arsenal, hefur viðurkennt að tímabilið í ár hafi verið klúður. Fabregas segir það óásættanlegt fyrir lið á borð við Arsenal að eiga ekki möguleika á neinum titlum á þessum tímapunkti leiktíðarinnar. 26.3.2007 14:30
Beckenbauer segir Þjóðverja með besta liðið Franz Beckenbauer, keisarinn í þýskri knattspyrnu, segir að þýska landsliðið sé það besta í Evrópu um þessar mundir, miðað við spilamennsku þess í síðustu leikjum. Beckenbauer segir að þjálfarar ættu að nota síðustu leiki þýska liðsins sem kennslumyndband í fótbolta. 26.3.2007 14:14
Romario kominn með 999 mörk Brasilíski framherjinn Romario skoraði eitt marka Vasco da Gama í 3-0 sigri liðsins á erkifjendunum í Flamengo í brasilísku úrvalsdeildinni í gær og hefur nú skorað 999 mörk á ferlinum, samkvæmt eigin talningu. Romario vantar nú aðeins eitt mark til að ná sínu stærsta markmiði á ferlinum. 26.3.2007 14:00
McLaren: Þetta er algjört kjaftæði Steve McClaren, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir ekki rétt að hann og framherjanum Wayne Rooney hafi rifist heiftarlega inn í búningsklefa eftir leikinn gegn Ísraelum á laugardag, eins og enskir fjölmiðlar sögðu frá í morgun. McLaren lýsir fréttunum sem “algjöru kjaftæði”. 26.3.2007 13:17
Woods vann í Miami í sjötta sinn Tiger Woods sigraði á CA-heimsmótinu í golfi í gær þrátt fyrir að hafa spilað illa á lokadeginum í Miami í gær og klárað hringinn á einu höggi yfir pari. Fjögurra högga forskot kappans fyrir lokadaginn gerði það hins vegar að verkum að aðrir kylfingar náðu ekki að ná efsta sætinu af honum. Þetta var í sjötta sinn sem Woods sigrar mótið. 26.3.2007 12:30
Saviola lofaður nýjur samningur Argentínski framherjinn Javier Saviola hjá Barcelona býst við því að vera boðinn nýr samningur við spænska stórveldið í vikunni. Verði sú raunin fá þær vangaveltur sem segja Eið Smára Guðjohnsen á förum frá Barcelona í sumar byr undir báða vængi. 26.3.2007 12:09
Adebayor rekinn úr landsliðinu Knattspyrnusamband Togo hefur tekið þá ákvörðun að reka Emmanuel Adebayor, framherja Arsenal og langbesta leikmann liðsins, og tvö aðra leikmenn vegna deilu þeirra við knattspyrnuyfirvöld landsins um bónusgreiðslur sem þeir telja sig eiga rétt á. Adebayor hafði hótað að hætta að spila fyrir landsliðið vegna málsins en nú hefur ákvörðunin verið tekin fyrir hann. 26.3.2007 11:59
Farangur landsliðsins skilaði sér ekki Á annan tug ferðataska í eigu KSÍ og leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta skiluðu sér ekki til Mallorca, þar sem liðið mætir því spænska í undankeppni EM á miðvikudag. Talið er að klúður á flugvellinum í Keflavík hafi orðið til þess að töskurnar fóru til Kanaríeyja í staðinn. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. 26.3.2007 10:45
Rooney og McLaren rifust heiftarlega Enskir fjölmiðlar fullyrða að landsliðsþjálfaranum Steve McLaren og framherjanum Wayne Rooney hafi rifist heiftarlega inni í búningsklefa eftir markalaust jafntefli Englendinga og Ísraela á laugardag. McLaren er sagður hafa húðskammað Rooney fyrir að ná ekki að skora, en Rooney svaraði þjálfara sínum fullum hálsi. 26.3.2007 10:18
Kobe skoraði ekki yfir 50 stig Kobe Bryant mistókst að skora yfir 50 stig fjórða leikinn í röð, en náði engu að síður að setja niður 43 stig þegar LA Lakers bar sigurorð af Golden State, 115-113, í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru níu leikir fram í deildinni í nótt. 26.3.2007 10:06
KR marði sigur í fyrsta leik KR-ingar báru sigurorð af Snæfellingum, 82-79, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn reyndist frábær skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. Í kvennaflokki jafnaði ÍS metin í rimmunni gegn Haukum í undanúrslitum með góðum 84-74 sigri. Staðan þar er nú 1-1. 25.3.2007 20:59
Man. Utd. á eftir Deco og Richards? Ensku slúðurblöðin greina frá því í morgun að Alex Ferguson ætli að fá þá Deco, leikmann Barcelona, og Micah Richards hjá Manchester City til Old Trafford á næstu leiktíð. Deco er sagður orðinn leiður á tilverunni í Katalóníu og vill nýja áskorun, en Richards yrði aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að fara frá Man. City yfir til erkifjendanna í Man. Utd. 25.3.2007 20:00
Valsmenn komnir með tveggja stiga forystu Valsmenn náðu í kvöld tveggja stiga forystu í DHL-deild karla í handbolta með því að leggja nýkrýnda bikarmeistara Stjörnunnar örugglega af velli í Laugardalshöllinni, 31-25. Valsmenn voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og unnu verðskuldað. 25.3.2007 19:29
Varalið Þjóðverja gegn Dönum Joachim Loew, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að gefa átta lykilmönnum liðsins frí þegar það tekur á móti Dönum í vináttuleik á miðvikudag. Loew ætlar að nota leikinn til að gefa ungum og óreyndum leikmönnum tækifæri, en Þjóðverjar unnu frækinn útisigur á Tékkum í gærkvöldi. 25.3.2007 19:15
Raikkonen á að fá að drekka að vild Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott. 25.3.2007 18:30
Sanchez segir Healy vera í heimsklassa Lawrie Sanchez, þjálfari Norður-Íra í knattspyrnu, segir markamaskínuna David Healy vera heimsklassa sóknarmann. Healy skoraði þrennu í 4-1 sigri Norður-Íra á Liechtenstein í gær og hefur alls skorað sex mörk í undankeppninni. Alls hefur Healy skorað 27 mörk í 55 landsleikjum á ferlinum. 25.3.2007 17:55
HK og Fram skildu jöfn - ÍR lagði Fylki HK og Fram gerðu jafntefli, 25-25, í DHL-deild karla í handbolta í dag. Úrslitin þýða að HK er enn á eftir á Valsmönnum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en bæði lið hafa hlotið 25 stig. Valur á hins vegar leik til góða gegn nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar kl. 18 í dag. Í hinum leik dagsins vann ÍR lið Fylkis, 30-29. 25.3.2007 17:47
Olsen ósáttur við spænsku boltastrákana Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, var allt annað en sáttur með spænsku boltastrákana sem voru við störf á leiknum við Spánverja á Bernabeu-vellinum í Madríd í gær og sakar þá um að tefja leikinn vísvitandi á síðustu mínútum hans. Olsen hraunaði enn fremur yfir svissneskan dómara leiksins. 25.3.2007 17:30
Aragones ekki ánægður Þrátt fyrir að Spánverjar hafi náð að halda í vonina á að komast áfram í lokakeppni EM með 2-1 sigri á Dönum í gærkvöldi var landsliðsþjálfarinn Luis Aragones ekki ánægður með frammistöðu lærisveina sinna. Aragones sagði sína menn hafa orðið alltof taugaveiklaða eftir að hafa náð forystu, en litlu munaði að 10 leikmenn Danmerkur næðu að jafna metin í síðari hálfleik. 25.3.2007 17:00
Arsenal fylgist með viðræðum Klose og Werder Bremen Forráðamenn Arsenal eru sagðir fylgjast vel með gangi mála í viðræðum Miroslav Klose og Werder Bremen um nýjan samning þýska landsliðsmannsins við félagið. Enn sem komið er hefur viðræðunum þokast hægt áfram og segja nokkur ensku blaðanna í morgun að Arsenal hyggist bjóða fimm milljónir punda í Klose ef samningar náist ekki. 25.3.2007 16:30
Portlandi lagði Kiel með tveggja marka mun Portland San Antonio frá Spáni lagði Þýskalandsmeistara Kiel af velli, 30-28, í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Ólíkegt verður að teljast að forskot Portland dugi til að komast í úrslit keppninnar, enda Kiel nánast ósigrandi á heimavelli sínum. 25.3.2007 15:37
Adebayor var hótað lífláti Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, er ekki viss um hvort hann hafi hug á að spila fyrir þjóð sína aftur eftir að hafa fengið lífslátshótanir fyrir landsleik Togo og Sierra Leone í Afríkukeppninni í gær. Adebayor segir að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað hinu versta ef hann hefði ekki spilað leikinn. 25.3.2007 15:16