Fleiri fréttir LA Galaxy nýtir sér "Beckham-regluna" Sparkspekingar og íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir sett stórt spurningamerki við það hvernig félag í þessari litlu grein á Bandaríkjamarkaði fari að því að greiða knattspyrnumanni 250 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. 11.1.2007 21:08 Enn einn skandallinn hjá Barry Bonds Hafnaboltaleikmaðurinn Barry Bonds hefur nú lent í enn einu hneykslismálinu eftir að dagblaðið New York Daily News greindi frá því að hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir amfetamínneyslu. Bonds hefur um árabil verið sakaður um að nota stera, en hann kennir félaga sínum um að hafa gefið sér amfetamín án sinnar vitundar. 11.1.2007 20:59 Rangers ná samningum Skoska knattspyrnufélagið Rangers hefur nú náð samkomulagi við knattspyrnusambandið þar í landi eftir að landsliðsþjálfarinn Walter Smith hætti snögglega hjá landsliðinu og tók við liði Rangers. 11.1.2007 20:55 Gallas meiddist aftur Franski varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal getur ekki byrjað að spila aftur með liðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær til þrjár vikur að sögn Arsene Wenger knattspyrnustjóra. Stefnt var að því að Gallas sneri aftur um næstu helgi, en meiðsli hans á læri tóku sig upp að nýju á æfingu. Hann hefur verið frá keppni síðan í nóvember vegna þessa. 11.1.2007 20:30 Evrópukeppni B-liða haldin á Íslandi Stærsta alþjóðlega badmintonmót sem haldið hefur verið á Íslandi frá upphafi, Evrópukeppni B-þjóða, fer fram í Laugardalshöll dagana 17. til 21. janúar næstkomandi. 11.1.2007 20:23 O´Neal, Walker og Posey farnir að æfa með Miami Meisturum Miami Heat hefur borist góður liðstyrkur það sem það er nú á miðju keppnisferðalagi um vesturströnd Bandaríkjanna, því þeir Shaquille O´Neal, Antoine Walker og James Posey mættu allir á æfingu liðsins þar sem það var statt í San Francisco í dag. 11.1.2007 20:16 Guðjón Valur meiddur Óvíst er hvort landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Gummersbach geti leikið með handboltalandsliðinu í tveimur æfingaleikjum gegn Tékkum um helgina. 11.1.2007 19:27 Dómarar vilja helmingshækkun Kjarafundur er á morgun í deilu knattspyrnudómara og KSÍ. Deiluaðilar eru bjartsýnir á lausn mála en mikill hiti hefur verið í málinu. Dómarar vilja fá helmingshækkun á launum sínum samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2. 11.1.2007 19:25 Engar stórar yfirlýsingar hjá Federer Svissneski tenniskappinn Roger Federer ætlar ekki að gefa út neinar stórar yfirlýsingar fyrir komandi tímabil í tennis og vill ekki gefa það út að hann stefni á að vinna öll risamótin á árinu. Hann komst mjög nálægt því á síðasta ári og allir eru sammála um að hann geti náð að vinna þau öll í ár, enda er Federer einfaldlega besti tennisleikari heimsins í dag. 11.1.2007 19:15 Tekur Eriksson við Marseille á morgun? Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Svíinn Sven-Göran Eriksson verði kynntur sem næsti knattspyrnustjóri Marseille á morgun. Talið er að arabískur prins sé nú að leggja lokahönd á að ganga frá yfirtökutilboði í félagið og herma fréttir að Eriksson verði ráðinn um leið og viðskiptin ganga í gegn. 11.1.2007 19:10 Ronaldo leikmaður mánaðarins Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var í dag kjörinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, annan mánuðinn í röð. Ronaldo er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að hljóta verðlaunin tvisvar í röð, en áður höfðu Robbie Fowler (´96) og Dennis Bergkamp (´97) hlotið þann heiður. 11.1.2007 19:06 Allardyce stjóri mánaðarins Sam Allardyce hjá Bolton var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Allardyce vann Bolton fimm leiki í röð í desember og er nú komið í hörkubaráttu um sæti í Evrópukeppninni eftir slaka byrjun. Þetta er í fjórða skipti sem Allardyce er kjörinn stjóri mánaðarins síðan hann tók við Bolton árið 1999. 11.1.2007 19:02 Boykins á leið til Milwaukee Minnsti leikmaðurinn í NBA deildinni, leikstjórnandinn Earl Boykins hjá Denver Nuggets, er á leið til Milwaukee Bucks ásamt framherjanum Julius Hodge í skiptum fyrir bakvörðinn Steve Blake. Þetta er fyrst og fremst ráðstöfun til að spara peninga af hálfu Denver, en Milwaukee liðið er í gríðarlegum meiðslavandræðum þessa dagana. 11.1.2007 17:58 Koma David Beckham gríðarlega þýðingarmikil Don Garber, forseti bandarísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu, segir ekki hægt að mæla mikilvægi þess að David Beckham muni spila í deildinni á næstu leiktíð. Hann segir þetta stórt skref í framþróun deildarinnar og knattspyrnu í Bandaríkjunum í heild. 11.1.2007 17:41 Stuðningsmenn Getafe enn til vandræða Quique Sanchez Flores, þjálfari Valencia, er æfur yfir stuðningsmönnum Getafe eftir að hópur þeirra gerði sig sekan um kynþáttaníð í garð varnarmannsins Miguel í viðureign liðanna í bikarkeppninni á Spáni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem stuðningsmenn Getafe eru gagnrýndir fyrir kynþáttaníð. 11.1.2007 17:24 Diawara og O´Brien skipta um félög Varnarmaðurinn Souleymane Diawara hjá Charlton var í dag sendur til Portsmouth í skiptum fyrir írska landsliðsmanninn Andy O´Brien. Hvorugur leikmaðurinn hefur náð að festa sig í sessi hjá félagi sínu til þessa og standa vonir manna til að vistaskiptin hjálpi þeim að hleypa lífi í ferilinn á ný. 11.1.2007 17:17 Los Angeles Galaxy Í dag varð ljóst að enski knattspyrnumaðurinn David Beckham mun ganga í raðir Los Angeles Galaxy í amerísku atvinnumannadeildinni næsta sumar. Það er því ekki úr vegi að skoða aðeins sögu félagsins, sem er eitt tíu upprunalegra atvinnumannaliðanna í MLS deildinni. 11.1.2007 16:20 Liverpool kaupir ungan Svía Liverpool hefur gengið frá kaupum á sænska unglingalandsliðsmanninum Astrit Ajdarevic frá Falkenberg í Svíþjóð. Leikmaðurinn er aðeins 16 ára gamall og talinn mikið efni. Kaupverðið er sagt á bilinu 1-2,5 milljónir punda, háð því hve vel honum gengur að sanna sig í herbúðum enska liðsins. 11.1.2007 16:05 Segja Beckham fá 18 milljarða fyrir fimm ára samning Reuters fréttastofan greinir frá því að samningurinn sem David Beckham gerir við LA Galaxy sé einn allra stærsti samningur sem sögur fara af í sögu atvinnuíþrótta, því hann muni fá meira en 18 milljarða króna fyrir samninginn. 11.1.2007 15:32 Beckham skrifar undir samning við LA Galaxy David Beckham hefur náð samkomulagi við forráðamenn bandaríska knattspyrnufélagsins LA Galaxy og gengur í raðir liðsins í vor. Beckham staðfesti við Reuters að hann væri búinn að skrifa undir fimm ára samning. 11.1.2007 14:57 LA Galaxy í viðræðum við Beckham Talsmaður amerísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu hefur greint frá því að forráðamenn Los Angeles Galaxy séu í viðræðum við David Beckham um að ganga í raðir liðsins. Beckham er enn í viðræðum við Real Madrid um nýjan samning, en ekki er talið að hann verði hjá Madrid lengur en fram á vor í mesta lagi. 11.1.2007 14:48 Charlton kaupir Thatcher Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City samþykkti í dag kauptilboð Charlton í varnarmanninn Ben Thatcher og gengið verður frá kaupunum ef Thatcher samþykkir kaup og kjör. Thatcher er 31 árs gamall og má teljast góður að fá að ganga laus eftir grófa líkamsárás á knattspyrnuvellinum í byrjun leiktíðar. 11.1.2007 14:40 Portsmouth kaupir Traore Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth er duglegt á leikmannamarkaðnum þessa dagana og í morgun gekk það frá kaupum á Malímanninum Djimi Traore frá Charlton. Traore hefur ekki gert gott mót í veru sinni hjá Charlton en hann var áður hjá Liverpool. Kaupverðið er 1 milljón punda og hefur hann gert tveggja og hálfs árs samning. 11.1.2007 14:35 Mourinho fær ekki að kaupa leikmenn Jose Mourinho segist ekki ætla að selja einn einasta leikmann frá liði Chelsea í janúar því sér hafi verið bannað að styrkja hópinn. Hann hefði ætlað sér að kaupa sóknar- og varnarmann, en nú virðist vera komið upp vandamál í sambandi Mourinho og stjórnar félagsins. 11.1.2007 14:29 Wade kemur Miami til bjargar Hinn magnaði Dwyane Wade hjá meisturum Miami er kominn aftur á fulla ferð eftir að missa úr fjóra leiki vegna meiðsla og segist ekki hafa verið eins ferskur lengi. Það sýndi sig í nótt þegar hann tryggði Miami 107-103 sigur á Seattle með því að skora 14 af 29 stigum sínum á síðustu 8 mínútunum. 11.1.2007 14:08 Fjórir menn ákveða laun formanns KSÍ en aðeins sex vita upphæðina Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. 11.1.2007 11:30 Dusty Klatt ekki brotinn "Þetta lítur betur út en á horfðist" segir Dusty Klatt um byltuna sem hann átti í annari umferð í minni flokknum í Anaheim síðastliðina helgi. Dusty Klatt sem var gríðarlega sterkur í tímatökum og átti eina hröðustu hringina datt þegar þegar hann var í svokölluðum þvottabretta-kafla. 11.1.2007 11:22 10 dagar í úrtöku Meistaradeildar Nú eru aðeins 10 dagar í að úrtaka fyrir Meistaradeild VÍS fer fram í Ölfushöll á Ingólfshvoli, en hún verður haldin laugardaginn 20. janúar næstkomandi. Það er mikill hugur í mönnum fyrir úrtökuna og keppast menn nú í hverju horni að þjálfa þann klár sem stefna skal með í úrtökuna. 11.1.2007 09:16 Gylfi Freyr í axlaraðgerð Gylfi Freyr Guðmundsson, núverandi Íslandsmeistari í Mótorkrossi, gekkst nýverið undir aðgerð á öxl, en Gylfi átti við þrálát meiðsl að stríða undir lok síðasta keppnistímabils. Aðgerðin heppnaðist vel og reiknar Gylfi með að geta beitt sér að fullu í sumar. 11.1.2007 01:50 Ragnar Ingi áfram hjá KTM Ragnar Ingi Stefánsson, nífaldur Íslandsmeistari í Mótorkrossi, mun keppa fyrir KTM í sumar. Ragnar ók KTM 525 keppnishjóli s.l. sumar og átti ágætt tímabil en reiknar með því að aka nýrri týpu, KTM 505 í sumar en það er útboruð keppnisútgáfa af hinu vinsæla 450 hjóli frá KTM. 11.1.2007 01:18 Bikarmeistararnir fá ÍR í heimsókn Í kvöld var dregið í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta. Bikarmeistarar Grindavíkur í karlaflokki mæta þá ÍR og Hamar/Selfoss fær heimaleik gegn Keflavík. Í kvennaflokki mætast annarsvegar Keflavík og Hamar og hinsvegar Grindavík og Haukar. Leikirnir fara fram í lok mánaðarins. 10.1.2007 23:34 Wycombe náði jöfnu gegn Chelsea Kraftaverkalið Wycombe heldur áfram að koma á óvart í enska deildarbikarnum og í kvöld náði liðið 1-1 jafntefli gegn Chelsea á heimavelli sínum. Wayne Bridge kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik, en hinn magnaði Jermaine Easter jafnaði metin fyrir Wycombe, sem er þremur deildum neðar en Chelsea í töflunni. Easter hefur nú skorað í öllum leikjum liðsins í keppninni. Síðari leikur liðanna er svo á Stamford Bridge. 10.1.2007 21:58 Ójafn leikur í kvennakörfunni Tveir leikir fóru fram í efstu deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem grannarnir Grindavík og Keflavík völtuðu yfir andstæðinga sína. Keflavík rótburstaði Breiðablik 128-44 og Grindavík lagði Hamar 96-50. Keflavík hefur tveggja stiga forskot á Hauka á toppi deildarinnar en Íslandsmeistararnir eiga leik til góða. Grindavík er svo í þriðja sætinu. 10.1.2007 21:53 Hauka lögðu ÍBV Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild kvenna í kvöld. Haukastúlkur lögðu ÍBV 35-28 á Ásvöllum. Liðin eru á svipuðu róli í deildinni en Haukar eru í fjórða sætinu með 16 stig, en ÍBV í því fimmta með 11 stig. 10.1.2007 21:50 Marcelo frá í sex vikur Bakvörðurinn ungi Marcelo hjá Real Madrid verður frá keppni í um sex vikur eftir að hann meiddist á ökkla í 2-0 tapi Real gegn Deportivo í spænsku deildinni um síðustu helgi. Marcelo gekk í raðir Real frá Fluminese í heimalandi sínu Brasilíu um leið og janúarglugginn opnaði. 10.1.2007 20:37 Webber á leið frá Philadelphia Segja má að vorhreingerningarnar hefjist snemma hjá liði Philadelphia 76ers þetta árið en félagið er í þessum töluðu orðum að ganga frá því að kaupa framherjann Chris Webber út úr samningi sínum. Webber er 34 ára gamall og orðinn nokkuð lúinn sem leikmaður, en á hvorki meira né minna en 43 milljónir eftir á samningi sínum sem gildir út næsta keppnistímabil. 10.1.2007 19:35 Mijatovic tekur orð sín til baka Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, Predrag Mijatovic, hefur dregið ummæli sín við Sky sjónvarpsstöðina í dag til baka og segir ekkert til í þeim fréttaflutningi að David Beckham sé á förum frá stórliðinu. 10.1.2007 19:29 Souness leggur fram formlegt tilboð í Wolves Hópur fjárfesta undir stjórn fyrrum knattspyrnustjórans Graeme Souness lagði í dag fram formlegt yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið Woves. Tilboðið hljóðar upp á 20 milljónir punda og þykir áhugavert fyrir þær sakir að aðeins Englendingar koma að því, en mikið veður hefur verið gert á Englandi vegna mikilla umsvifa erlendra fjárfesta í knattspyrnunni þar í landi. 10.1.2007 19:24 Kári Árnason til Danmerkur Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hjá Djurgarden í Svíþjóð gengur í raðir danska liðsins AGF í Árósum um helgina ef marka má fréttir frá Danmörku. Langt er síðan ljóst varð að Kári yrði ekki áfram í herbúðum sænska liðsins og nú er útlit fyrir að leikmaðurinn gangi í raðir hins fornfræga danska liðs á næstu dögum. 10.1.2007 19:14 Tveir leikir í beinni í kvöld Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með tvær beinar útsendingar í fótboltanum í kvöld og hefjast þær báðar klukkan 19:50. Fyrri leikur Wycombe og Chelsea í undanúrslitum enska deildarbikarsins verður sýndur á Sýn og á Sýn Extra verður fyrri leikur Alaves og Barcelona í spænska bikarnum, þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Katalóníuliðsins. 10.1.2007 19:02 Klose vill ekki fara hvert sem er Þýski landsliðsframherjinn Miroslav Klose segir aðeins fimm félög koma til greina fyrir sig ef hann ákveði að yfirgefa herbúðir Werder Bremen í sumar eins og flestir reikna með. Klose hefur verið orðaður við fjölda stórliða eftir að ljóst varð að hann ætlaði ekki að framlengja við Bremen. 10.1.2007 18:57 Portsmouth fær miðjumann að láni Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur fengið miðjumanninn Arnold Mvuemba að láni frá franska liðinu Rennes út leiktíðina. Mvuemba þessi er 21 árs gamall og ef hann stendur sig vel á Englandi gæti farið svo að Portsmouth gengi frá kaupum á honum í sumar. 10.1.2007 18:52 Jákvæðar fréttir hjá Everton Lið Everton fékk þær góðu fréttir í dag að miðjumaðurinn Tim Cahill sé orðinn heill á ný eftir meiðsli og svo gæti farið að hann fengi strax sæti í byrjunarliðinu á ný eftir að Everton tapaði illa í síðasta leik. David Moyes hefur boðað breytingar í kjölfarið og þá fékk félagið þau tíðindi í dag að meiðsli bakvarðarins Nuno Valente væru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu - svo gæti farið að hann missti aðeins úr tvo leiki. 10.1.2007 18:48 Mills frjálst að fara frá City Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segir að varnarmanninum Danny Mills sé frjálst að fara frá félaginu. Mills missti sæti sitt í hendur hins unga og efnilega Micah Richards og hefur verið sem lánsmaður hjá Hull City í 1. deild í tvo mánuði. Þar hefur hann staðið sig vel og sagt er að félagið hafi áhuga á að ganga frá kaupum á leikmanninum. 10.1.2007 18:45 Pires að ná sér Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Villarreal er nú óðum að ná sér af hnémeiðslum sínum, níu mánuðum eftir að hann gekk í raðir spænska liðsins frá Arsenal. Pires hefur enn ekki spilað alvöruleik með Villarreal eftir að hann meiddist á hné í æfingaleik í sumar en er nú búinn í endurhæfingu og fær væntanlega tækifæri með liðinu fljótlega. 10.1.2007 18:41 Sjá næstu 50 fréttir
LA Galaxy nýtir sér "Beckham-regluna" Sparkspekingar og íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir sett stórt spurningamerki við það hvernig félag í þessari litlu grein á Bandaríkjamarkaði fari að því að greiða knattspyrnumanni 250 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. 11.1.2007 21:08
Enn einn skandallinn hjá Barry Bonds Hafnaboltaleikmaðurinn Barry Bonds hefur nú lent í enn einu hneykslismálinu eftir að dagblaðið New York Daily News greindi frá því að hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir amfetamínneyslu. Bonds hefur um árabil verið sakaður um að nota stera, en hann kennir félaga sínum um að hafa gefið sér amfetamín án sinnar vitundar. 11.1.2007 20:59
Rangers ná samningum Skoska knattspyrnufélagið Rangers hefur nú náð samkomulagi við knattspyrnusambandið þar í landi eftir að landsliðsþjálfarinn Walter Smith hætti snögglega hjá landsliðinu og tók við liði Rangers. 11.1.2007 20:55
Gallas meiddist aftur Franski varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal getur ekki byrjað að spila aftur með liðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær til þrjár vikur að sögn Arsene Wenger knattspyrnustjóra. Stefnt var að því að Gallas sneri aftur um næstu helgi, en meiðsli hans á læri tóku sig upp að nýju á æfingu. Hann hefur verið frá keppni síðan í nóvember vegna þessa. 11.1.2007 20:30
Evrópukeppni B-liða haldin á Íslandi Stærsta alþjóðlega badmintonmót sem haldið hefur verið á Íslandi frá upphafi, Evrópukeppni B-þjóða, fer fram í Laugardalshöll dagana 17. til 21. janúar næstkomandi. 11.1.2007 20:23
O´Neal, Walker og Posey farnir að æfa með Miami Meisturum Miami Heat hefur borist góður liðstyrkur það sem það er nú á miðju keppnisferðalagi um vesturströnd Bandaríkjanna, því þeir Shaquille O´Neal, Antoine Walker og James Posey mættu allir á æfingu liðsins þar sem það var statt í San Francisco í dag. 11.1.2007 20:16
Guðjón Valur meiddur Óvíst er hvort landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Gummersbach geti leikið með handboltalandsliðinu í tveimur æfingaleikjum gegn Tékkum um helgina. 11.1.2007 19:27
Dómarar vilja helmingshækkun Kjarafundur er á morgun í deilu knattspyrnudómara og KSÍ. Deiluaðilar eru bjartsýnir á lausn mála en mikill hiti hefur verið í málinu. Dómarar vilja fá helmingshækkun á launum sínum samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2. 11.1.2007 19:25
Engar stórar yfirlýsingar hjá Federer Svissneski tenniskappinn Roger Federer ætlar ekki að gefa út neinar stórar yfirlýsingar fyrir komandi tímabil í tennis og vill ekki gefa það út að hann stefni á að vinna öll risamótin á árinu. Hann komst mjög nálægt því á síðasta ári og allir eru sammála um að hann geti náð að vinna þau öll í ár, enda er Federer einfaldlega besti tennisleikari heimsins í dag. 11.1.2007 19:15
Tekur Eriksson við Marseille á morgun? Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Svíinn Sven-Göran Eriksson verði kynntur sem næsti knattspyrnustjóri Marseille á morgun. Talið er að arabískur prins sé nú að leggja lokahönd á að ganga frá yfirtökutilboði í félagið og herma fréttir að Eriksson verði ráðinn um leið og viðskiptin ganga í gegn. 11.1.2007 19:10
Ronaldo leikmaður mánaðarins Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var í dag kjörinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, annan mánuðinn í röð. Ronaldo er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að hljóta verðlaunin tvisvar í röð, en áður höfðu Robbie Fowler (´96) og Dennis Bergkamp (´97) hlotið þann heiður. 11.1.2007 19:06
Allardyce stjóri mánaðarins Sam Allardyce hjá Bolton var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Allardyce vann Bolton fimm leiki í röð í desember og er nú komið í hörkubaráttu um sæti í Evrópukeppninni eftir slaka byrjun. Þetta er í fjórða skipti sem Allardyce er kjörinn stjóri mánaðarins síðan hann tók við Bolton árið 1999. 11.1.2007 19:02
Boykins á leið til Milwaukee Minnsti leikmaðurinn í NBA deildinni, leikstjórnandinn Earl Boykins hjá Denver Nuggets, er á leið til Milwaukee Bucks ásamt framherjanum Julius Hodge í skiptum fyrir bakvörðinn Steve Blake. Þetta er fyrst og fremst ráðstöfun til að spara peninga af hálfu Denver, en Milwaukee liðið er í gríðarlegum meiðslavandræðum þessa dagana. 11.1.2007 17:58
Koma David Beckham gríðarlega þýðingarmikil Don Garber, forseti bandarísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu, segir ekki hægt að mæla mikilvægi þess að David Beckham muni spila í deildinni á næstu leiktíð. Hann segir þetta stórt skref í framþróun deildarinnar og knattspyrnu í Bandaríkjunum í heild. 11.1.2007 17:41
Stuðningsmenn Getafe enn til vandræða Quique Sanchez Flores, þjálfari Valencia, er æfur yfir stuðningsmönnum Getafe eftir að hópur þeirra gerði sig sekan um kynþáttaníð í garð varnarmannsins Miguel í viðureign liðanna í bikarkeppninni á Spáni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem stuðningsmenn Getafe eru gagnrýndir fyrir kynþáttaníð. 11.1.2007 17:24
Diawara og O´Brien skipta um félög Varnarmaðurinn Souleymane Diawara hjá Charlton var í dag sendur til Portsmouth í skiptum fyrir írska landsliðsmanninn Andy O´Brien. Hvorugur leikmaðurinn hefur náð að festa sig í sessi hjá félagi sínu til þessa og standa vonir manna til að vistaskiptin hjálpi þeim að hleypa lífi í ferilinn á ný. 11.1.2007 17:17
Los Angeles Galaxy Í dag varð ljóst að enski knattspyrnumaðurinn David Beckham mun ganga í raðir Los Angeles Galaxy í amerísku atvinnumannadeildinni næsta sumar. Það er því ekki úr vegi að skoða aðeins sögu félagsins, sem er eitt tíu upprunalegra atvinnumannaliðanna í MLS deildinni. 11.1.2007 16:20
Liverpool kaupir ungan Svía Liverpool hefur gengið frá kaupum á sænska unglingalandsliðsmanninum Astrit Ajdarevic frá Falkenberg í Svíþjóð. Leikmaðurinn er aðeins 16 ára gamall og talinn mikið efni. Kaupverðið er sagt á bilinu 1-2,5 milljónir punda, háð því hve vel honum gengur að sanna sig í herbúðum enska liðsins. 11.1.2007 16:05
Segja Beckham fá 18 milljarða fyrir fimm ára samning Reuters fréttastofan greinir frá því að samningurinn sem David Beckham gerir við LA Galaxy sé einn allra stærsti samningur sem sögur fara af í sögu atvinnuíþrótta, því hann muni fá meira en 18 milljarða króna fyrir samninginn. 11.1.2007 15:32
Beckham skrifar undir samning við LA Galaxy David Beckham hefur náð samkomulagi við forráðamenn bandaríska knattspyrnufélagsins LA Galaxy og gengur í raðir liðsins í vor. Beckham staðfesti við Reuters að hann væri búinn að skrifa undir fimm ára samning. 11.1.2007 14:57
LA Galaxy í viðræðum við Beckham Talsmaður amerísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu hefur greint frá því að forráðamenn Los Angeles Galaxy séu í viðræðum við David Beckham um að ganga í raðir liðsins. Beckham er enn í viðræðum við Real Madrid um nýjan samning, en ekki er talið að hann verði hjá Madrid lengur en fram á vor í mesta lagi. 11.1.2007 14:48
Charlton kaupir Thatcher Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City samþykkti í dag kauptilboð Charlton í varnarmanninn Ben Thatcher og gengið verður frá kaupunum ef Thatcher samþykkir kaup og kjör. Thatcher er 31 árs gamall og má teljast góður að fá að ganga laus eftir grófa líkamsárás á knattspyrnuvellinum í byrjun leiktíðar. 11.1.2007 14:40
Portsmouth kaupir Traore Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth er duglegt á leikmannamarkaðnum þessa dagana og í morgun gekk það frá kaupum á Malímanninum Djimi Traore frá Charlton. Traore hefur ekki gert gott mót í veru sinni hjá Charlton en hann var áður hjá Liverpool. Kaupverðið er 1 milljón punda og hefur hann gert tveggja og hálfs árs samning. 11.1.2007 14:35
Mourinho fær ekki að kaupa leikmenn Jose Mourinho segist ekki ætla að selja einn einasta leikmann frá liði Chelsea í janúar því sér hafi verið bannað að styrkja hópinn. Hann hefði ætlað sér að kaupa sóknar- og varnarmann, en nú virðist vera komið upp vandamál í sambandi Mourinho og stjórnar félagsins. 11.1.2007 14:29
Wade kemur Miami til bjargar Hinn magnaði Dwyane Wade hjá meisturum Miami er kominn aftur á fulla ferð eftir að missa úr fjóra leiki vegna meiðsla og segist ekki hafa verið eins ferskur lengi. Það sýndi sig í nótt þegar hann tryggði Miami 107-103 sigur á Seattle með því að skora 14 af 29 stigum sínum á síðustu 8 mínútunum. 11.1.2007 14:08
Fjórir menn ákveða laun formanns KSÍ en aðeins sex vita upphæðina Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. 11.1.2007 11:30
Dusty Klatt ekki brotinn "Þetta lítur betur út en á horfðist" segir Dusty Klatt um byltuna sem hann átti í annari umferð í minni flokknum í Anaheim síðastliðina helgi. Dusty Klatt sem var gríðarlega sterkur í tímatökum og átti eina hröðustu hringina datt þegar þegar hann var í svokölluðum þvottabretta-kafla. 11.1.2007 11:22
10 dagar í úrtöku Meistaradeildar Nú eru aðeins 10 dagar í að úrtaka fyrir Meistaradeild VÍS fer fram í Ölfushöll á Ingólfshvoli, en hún verður haldin laugardaginn 20. janúar næstkomandi. Það er mikill hugur í mönnum fyrir úrtökuna og keppast menn nú í hverju horni að þjálfa þann klár sem stefna skal með í úrtökuna. 11.1.2007 09:16
Gylfi Freyr í axlaraðgerð Gylfi Freyr Guðmundsson, núverandi Íslandsmeistari í Mótorkrossi, gekkst nýverið undir aðgerð á öxl, en Gylfi átti við þrálát meiðsl að stríða undir lok síðasta keppnistímabils. Aðgerðin heppnaðist vel og reiknar Gylfi með að geta beitt sér að fullu í sumar. 11.1.2007 01:50
Ragnar Ingi áfram hjá KTM Ragnar Ingi Stefánsson, nífaldur Íslandsmeistari í Mótorkrossi, mun keppa fyrir KTM í sumar. Ragnar ók KTM 525 keppnishjóli s.l. sumar og átti ágætt tímabil en reiknar með því að aka nýrri týpu, KTM 505 í sumar en það er útboruð keppnisútgáfa af hinu vinsæla 450 hjóli frá KTM. 11.1.2007 01:18
Bikarmeistararnir fá ÍR í heimsókn Í kvöld var dregið í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta. Bikarmeistarar Grindavíkur í karlaflokki mæta þá ÍR og Hamar/Selfoss fær heimaleik gegn Keflavík. Í kvennaflokki mætast annarsvegar Keflavík og Hamar og hinsvegar Grindavík og Haukar. Leikirnir fara fram í lok mánaðarins. 10.1.2007 23:34
Wycombe náði jöfnu gegn Chelsea Kraftaverkalið Wycombe heldur áfram að koma á óvart í enska deildarbikarnum og í kvöld náði liðið 1-1 jafntefli gegn Chelsea á heimavelli sínum. Wayne Bridge kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik, en hinn magnaði Jermaine Easter jafnaði metin fyrir Wycombe, sem er þremur deildum neðar en Chelsea í töflunni. Easter hefur nú skorað í öllum leikjum liðsins í keppninni. Síðari leikur liðanna er svo á Stamford Bridge. 10.1.2007 21:58
Ójafn leikur í kvennakörfunni Tveir leikir fóru fram í efstu deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem grannarnir Grindavík og Keflavík völtuðu yfir andstæðinga sína. Keflavík rótburstaði Breiðablik 128-44 og Grindavík lagði Hamar 96-50. Keflavík hefur tveggja stiga forskot á Hauka á toppi deildarinnar en Íslandsmeistararnir eiga leik til góða. Grindavík er svo í þriðja sætinu. 10.1.2007 21:53
Hauka lögðu ÍBV Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild kvenna í kvöld. Haukastúlkur lögðu ÍBV 35-28 á Ásvöllum. Liðin eru á svipuðu róli í deildinni en Haukar eru í fjórða sætinu með 16 stig, en ÍBV í því fimmta með 11 stig. 10.1.2007 21:50
Marcelo frá í sex vikur Bakvörðurinn ungi Marcelo hjá Real Madrid verður frá keppni í um sex vikur eftir að hann meiddist á ökkla í 2-0 tapi Real gegn Deportivo í spænsku deildinni um síðustu helgi. Marcelo gekk í raðir Real frá Fluminese í heimalandi sínu Brasilíu um leið og janúarglugginn opnaði. 10.1.2007 20:37
Webber á leið frá Philadelphia Segja má að vorhreingerningarnar hefjist snemma hjá liði Philadelphia 76ers þetta árið en félagið er í þessum töluðu orðum að ganga frá því að kaupa framherjann Chris Webber út úr samningi sínum. Webber er 34 ára gamall og orðinn nokkuð lúinn sem leikmaður, en á hvorki meira né minna en 43 milljónir eftir á samningi sínum sem gildir út næsta keppnistímabil. 10.1.2007 19:35
Mijatovic tekur orð sín til baka Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid, Predrag Mijatovic, hefur dregið ummæli sín við Sky sjónvarpsstöðina í dag til baka og segir ekkert til í þeim fréttaflutningi að David Beckham sé á förum frá stórliðinu. 10.1.2007 19:29
Souness leggur fram formlegt tilboð í Wolves Hópur fjárfesta undir stjórn fyrrum knattspyrnustjórans Graeme Souness lagði í dag fram formlegt yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið Woves. Tilboðið hljóðar upp á 20 milljónir punda og þykir áhugavert fyrir þær sakir að aðeins Englendingar koma að því, en mikið veður hefur verið gert á Englandi vegna mikilla umsvifa erlendra fjárfesta í knattspyrnunni þar í landi. 10.1.2007 19:24
Kári Árnason til Danmerkur Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hjá Djurgarden í Svíþjóð gengur í raðir danska liðsins AGF í Árósum um helgina ef marka má fréttir frá Danmörku. Langt er síðan ljóst varð að Kári yrði ekki áfram í herbúðum sænska liðsins og nú er útlit fyrir að leikmaðurinn gangi í raðir hins fornfræga danska liðs á næstu dögum. 10.1.2007 19:14
Tveir leikir í beinni í kvöld Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með tvær beinar útsendingar í fótboltanum í kvöld og hefjast þær báðar klukkan 19:50. Fyrri leikur Wycombe og Chelsea í undanúrslitum enska deildarbikarsins verður sýndur á Sýn og á Sýn Extra verður fyrri leikur Alaves og Barcelona í spænska bikarnum, þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Katalóníuliðsins. 10.1.2007 19:02
Klose vill ekki fara hvert sem er Þýski landsliðsframherjinn Miroslav Klose segir aðeins fimm félög koma til greina fyrir sig ef hann ákveði að yfirgefa herbúðir Werder Bremen í sumar eins og flestir reikna með. Klose hefur verið orðaður við fjölda stórliða eftir að ljóst varð að hann ætlaði ekki að framlengja við Bremen. 10.1.2007 18:57
Portsmouth fær miðjumann að láni Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur fengið miðjumanninn Arnold Mvuemba að láni frá franska liðinu Rennes út leiktíðina. Mvuemba þessi er 21 árs gamall og ef hann stendur sig vel á Englandi gæti farið svo að Portsmouth gengi frá kaupum á honum í sumar. 10.1.2007 18:52
Jákvæðar fréttir hjá Everton Lið Everton fékk þær góðu fréttir í dag að miðjumaðurinn Tim Cahill sé orðinn heill á ný eftir meiðsli og svo gæti farið að hann fengi strax sæti í byrjunarliðinu á ný eftir að Everton tapaði illa í síðasta leik. David Moyes hefur boðað breytingar í kjölfarið og þá fékk félagið þau tíðindi í dag að meiðsli bakvarðarins Nuno Valente væru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu - svo gæti farið að hann missti aðeins úr tvo leiki. 10.1.2007 18:48
Mills frjálst að fara frá City Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segir að varnarmanninum Danny Mills sé frjálst að fara frá félaginu. Mills missti sæti sitt í hendur hins unga og efnilega Micah Richards og hefur verið sem lánsmaður hjá Hull City í 1. deild í tvo mánuði. Þar hefur hann staðið sig vel og sagt er að félagið hafi áhuga á að ganga frá kaupum á leikmanninum. 10.1.2007 18:45
Pires að ná sér Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Villarreal er nú óðum að ná sér af hnémeiðslum sínum, níu mánuðum eftir að hann gekk í raðir spænska liðsins frá Arsenal. Pires hefur enn ekki spilað alvöruleik með Villarreal eftir að hann meiddist á hné í æfingaleik í sumar en er nú búinn í endurhæfingu og fær væntanlega tækifæri með liðinu fljótlega. 10.1.2007 18:41