Sport

Gylfi Freyr í axlaraðgerð

Gylfi Freyr glaðbeittur að lokinni aðgerð á öxl
Gylfi Freyr glaðbeittur að lokinni aðgerð á öxl MYND/Bjarni Bærings

Gylfi Freyr Guðmundsson, núverandi Íslandsmeistari í Mótorkrossi, gekkst nýverið undir aðgerð á öxl, en Gylfi átti við þrálát meiðsl að stríða undir lok síðasta keppnistímabils. Aðgerðin heppnaðist vel og reiknar Gylfi með að geta beitt sér að fullu í sumar.

Gylfi gekk til liðs við Team Honda Racing s.l. sumar og átti frábært tímabil. Undir lok tímabilsins fór öxlin að stríða honum og í bikarmótinu í Bolöldu í September hrökk hann úr lið í miðju móti. Í aðgerðinni sem hann fór í var strekkt á sinum við axlarvöðva og á það að draga úr líkum á því að öxlin fari aftur úr lið.

Aðgerðin fór fram á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og sá Brynjólfur Jónsson, bæklunarlæknir, um aðgerðina. Aðgerð af þessu tagi er vel þekkt meðal mótorkross ökumanna og má til gamans geta þess að Jóhannes Már Sigurðarson ("Jói Bærings") fór í sömu aðgerð sama daginn hjá sama lækni og gistu þeir félagar í sama herberginu á spítalanum. Spurning hvort þeim hafi tekist að semja um "tveir fyrir einn"...!!!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×