Fleiri fréttir

Hættir O'Neill með Celtic?

Vangaveltur eru um hvort dagar Martins O´Neills, framkvæmdastjóra knattspyrnufélagsins Celtic í Skotlandi, séu taldir en hann hefur verið þar við stjórnvölinn í fimm ár. Eiginkona hans á við veikindi að stríða og herma fregnir að hann ætli að sinna henni. Rætt hefur verið um að Skotinn Gordon Strachan taki við af honum.

Valur og ÍA mætast í kvöld

Valur tekur á móti ÍA í lokaleik 2. umferðar í Landsbankadeild karla í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.55. Bjarki Guðmundsson markvörður úr Stjörnunni gengur að öllu óbreyttu í raðir Skagamanna en Þórður þórðarson þarf að hætta knattspyrnuiðkun vegna veikinda. Valsmenn tefla fram nýjum leikmanni í kvöld, Bo Henriksen. Hann er þrítugur sóknarmaður og hefur leikið í Danmörku og Englandi.

Breiðablik vann aftur

Fjórir leikir voru í fyrstu deild karla í fótbolta í gær. Breiðablik lagði Völsung að velli á Húsavík 1-0 með marki Kristjáns Óla Sigurðssonar. Þá bar Víkingur Ólafsvík sigurorð af KS 1-0, Ejub Purisevic skoraði sigurmarkið. Þór og Víkingur Reykjavik skildu jöfn á Akureyri, 1-1. Jón Guðbrandsson skoraði fyrir Víking en Steinn Símonarson jafnaði metin úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fjölnir vann sigur á KA 2-0 en Pétur Georg Markan og Sigmundur Pétur Ástþórsson skoruðu mörkin.

Stórleikur Snorra gegn Wetzlar

Snorri Steinn Guðjónsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Hann skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst þegar Grosswallstadt lagði Wetzlar að velli, 36-34. Einar Hólmgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Grosswallstadt. Róbert Sighvatsson var markahæstur hjá Wetzlar með sex mörk.

Perry sigraði á Colonial-mótinu

Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry vann Colonial-mótið í bandarísku mótaröðinni með miklum yfirburðum í gærkvöldi. Hann lék á 261 höggi, eða á 19 undir pari sem er jafnbesti árangurinn á mótaröðinni í ár. Þetta var annar sigur Perrys á þremur árum á mótinu og annar sigur hans á tímabilinu. Billy Mayfair varð í öðru sæti sjö höggum á eftir Perry.

Benfica meistari í Portúgal

Benfica varð í gær portúgalskur meistari í knattspyrnu í 31. skipti en í fyrsta skipti í ellefu ár. Benfica gerði 1-1 jafntefli við Boavista og það dugði. Porto varð í öðru sæti, þremur stigum á eftir Benfica. Þjálfari Porto, Jose Couceiro, sagði af sér í morgun en hann var þriðji þjálfari liðsins á tímabilinu.

Annar leikur gegn Hollendingum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik leikur gegn Hollendingum í Ásgarði í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19.30. Stúlkurnar töpuðu með fjögurra marka mun í gær, 29-33.

Segir Spánverja styðja Liverpool

Luis Garcia, leikmaður Liverpool, segir að spænska þjóðin fylki sér á bak við Liverpool gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á miðvikudag en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn frá Ataturk-vellinum í Istanbúl. Sex leikmenn Liverpool hafa leikið í spænska boltanum og Rafael Benitez þjálfaði áður Valencia.

Barcelona ekki á eftir Ferdinand

Barcelona neitaði í dag þeim orðrómi að varnarmaðurinn sterki, Rio Ferdinand, væri á leið til félagsins og sögðu sögusagnirnar vera úr lausu lofti gripnar.

Cassano ekki til Juventus

Luciano Moggi, forseti ítalska stórliðsins Juventus, sagði í dag að liðið hefði ekki áhuga á að fá ítalska landsliðsmanninn hjá Roma, Antonio Cassano, í sumar.

Rush var hetja Shevchenko

Framherji AC Milan, Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko, hefur sagt frá því að ein af hetjum hans síðan hann var polli sé ein af goðsögnum Liverpool, Ian Rush. Þetta segir Shevchenko aðeins tveimur dögum fyrir úrslitlaleik Meistaradeildarinnar á milli AC Milan og Liverpool.

ONeill að hætta með Celtic

Martin ONeill, framkvæmdastjóri Celtic, er sagður ætla að tilkynna á næstu dögum afsögn sína. Geraldine, kona Martin, er víst mjög veik og er það ástæða þess að hinn 53-ára gamli Norður Íri ætlar að víkja.

Silva vonast eftir nýjum samningi

Hinn brasilíski miðjumaður hjá Arsenal, Gilberto Silva, er vongóður um að fá nýjan samning hjá nýbökuðum bikarmeisturum Arsenal.

Valur yfir í leikhléi

Valsmenn eru yfir, 1-0, gegn Skagamönnum í síðasta leik annarrar umferðar Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu. Það var Skagamaðurinn fyrrverandi, Garðar Gunnlaugsson, sem gerði eina mark hálfleiksins eftir frábæra sendingu Guðmundar Benediktssonar á áttundu mínútu.

Parker til Everton

Everton eru við það að ganga frá kaupunum á Scott Parker frá Chelsea, en David Moyes, stjóri Everton, hefur lengi haft augastað á leikmanninum.

Macken til Palace

Jon Macken, framherji Manchester City, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið á næstu dögum og skrifa undir hjá Crystal Palace.

Valur sigraði Skagann 2-0

Valsmenn eru með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur á Skagamönnum í Landsbankadeildinni í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld.

Leikmaður frá Arsenal til reynslu

Í gær kom til landsins leikmaður sem heitir Issa Abdulkadir og verður hann til reynslu hjá Keflvíkingum næstu daga. Hann er fæddur í desember 1986 og er því 18 ára gamall. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, segir að þessi leikmaður sé varnarmaður en geti þó einnig nýst á miðjunni í íslensku deildinni.

Vonar að hann slái ekki metið

"Já, eitt mark og metið er þá bara fallið," sagði Ingi Björn Albertsson hlæjandi við blaðamann Fréttablaðsins sem innti hann viðbragða vegna ummæla Alberts Brynjars, sonar hans, í DV í gær. Eftir að hafa skorað sigurmark Fylkis gegn Þrótti opnaði Albert markareikning sinn á Íslandsmótinu.

Nörholt klár í næsta leik

Danski miðjumaðurinn Kim Nörholt var ekki í leikmannahópi Fram í leiknum gegn KR í Landsbankadeildinni á sunnudag. Ástæðan er sú að hann stífnaði upp í lærinu eftir leikinn gegn ÍBV í fyrstu umferð og æfði lítið fyrir leikinn gegn KR.

Enginn nýliðabragur á Valsmönnum

Valsmenn undirstrikuðu í gærkvöld gegn Skagamönnum að þeir ætla sér að  berjast á toppnum í sumar. Þá unnu þeir sanngjarnan sigur, 2-0, og eru því  jafnir að stigum við FH og KR.

Fjórir leikir í Landsbankadeild

Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag en þá hefst önnur umferð. Grindavík tekur á móti Íslandsmeisturum FH, ÍBV fær Keflavík í heimsókn og á Laugardalsvelli mættast Þróttur og Fylkir. Þessir leikir hefjast kl. 14. Þá mætast KR og Fram á KR velli kl. 19.15 en bæði lið unnu leiki sína í 1. umferð.

Hættir Wenger eftir tvö ár?

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gaf sterklega í skyn eftir sigurinn á Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í gær í vítaspyrnukeppni að hann ætli að hætta hjá félaginu eftir tvö ár þegar Arsenal flytur yfir á nýjan heimavöll félagsins, Ashburton Grove.

Viljandi gult hjá Beckham?

Real Madrid og Atletico Madrid gerðu markalaust jafntefli í fremur bragðdaufum nágrannaslag í spænsku úrvalsdeildinni. David Beckham krækti sér í gult spjald í leiknum og það viljandi að talið er því hann verður í leikbanni í lokaumferðinni og getur því farið með enska landsliðinu til Bandaríkjanna um næstu helgi.

Portland Spánarmeistarar

Portland San Antonio tryggði sér í gærkvöld Spánarmeistaratitilinn í handbolta karla þegar liðið sigraði Adeamr Leon, 27-24 í lokaumferð úrvalsdeildarinnar þar í landi. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real hefðu hampað titlinum ef Portland liðið hefði tapað sínum því Ciudad unnu stórigur á Teucro, 36-25 þar sem Ólafur skoraði 2 mörk.

FH, Þróttur og ÍBK yfir í hálfleik

Þróttur Reykjavík er 1-0 yfir gegn Fylki í hálfleik í 2. umferð Landsbankadeildar karla en þrír leikir standa nú yfir. Íslandsmeistarar FH eru með mikla yfirburði og eru 2-0 yfir gegn Grindavík í Grindavík. Þá er Keflavík 1-2 yfir gegn ÍBV í Eyjum.

Perry með sjö högga forystu

Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry hefur sjö högga forystu fyrir lokahringinn á Colonial-mótinu í golfi sem er hluti af bandarísku mótaröðinni. Perry lék þriðja hringinn á 64 höggum og er samtals á 192 höggum eða 18 höggum undir pari.

Guðmundur með stórleik

Handknattleiksliðið Kronau Östringen, sem Guðmundur Hrafnkelsson og Gunnar Berg Viktorsson leika með, sigraði Hildesheim 33-29 í fyrri leik liðanna í umspili 2. deildar í Þýskalandi í gær. Guðmundur átti stórleik og varði um 20 skot.

Rangers skoskir meistarar

Glasgow Celtic missti af skoska meistaratitlinum í knattspyrnu á dramatískan hátt í dag og Glasgow Rangers hömpuðu titlinum þar sem tvö mörk á lokamínútunum réðu niðurstöðu skosku úrvalsdeildarinnar. Á sama tíma unnu Rangers 0-1 útisigur á Hibernian og ljúka keppni efst með 93 stig en Celtic 92.

Burst í Færeyjum

Íslendingar burstuðu Færeyinga með 39 mörkum gegn 18 í landsleik í handbolta karla í Færeyjum í gær. Baldvin Þorsteinsson var markahæstur íslensku leikmannanna með tíu mörk, Andri Stefan skoraði sex og Vignir Svavarsson var með fjögur.

Öruggur sigur á Englendingum

Ísland sigraði England örugglega í öðrum vináttulandsleik þjóðanna í körfubolta kvenna á jafn mörgum dögum í gær, 78-59, en leikið var í Kópavogi. Birna Valgarðsdóttir lék sinn 61. landsleik og bætti landsleikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur.

Tryggvi með þrennu fyrir FH

Þrír leikir fóru fram í 2. umferð Landsbankadeildar karla í dag og lauk þeim öllum með útisigrum. Albert Brynjar Ingason var hetja Fylkismanna þegar hann skoraði sigurmark liðsins í viðbótartíma í 2-1 sigri á Þrótti á Laugardalsvelli. Íslandsmeistarar FH slátruðu Grindvíkingum suðurfrá, 1-5 þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu. Keflavík vann 2-3 útisigur á ÍBV í Eyjum.

Færeyingar slakir

Íslenska landsliðið í handknattleik spilaði tvo æfingaleiki við Færeyinga um helgina og voru leikirnir liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleikina við Hvít-Rússa í sumar.

Þakkaði Williams-mönnum

Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen vann nokkuð auðveldan sigur í Mónakókappakstrinum í gær, eftir að hafa verið hlutskarpastur í tímatökunum á laugardaginn. Sigurinn var hans annar í röð og fleytir Finnanum unga í annað sætið í keppni ökumanna.

Sætt hjá Rangers

Liði Glasgow Rangers barst hjálp úr óvæntri átt í gær þegar liðið tryggði sér skoska meistaratitilinn á elleftu stundu. Rangers vann 1-0 sigur á Hibernian í Edinborg, en það var lið Motherwell sem tryggði Rangers titilinn.

Baráttusigur KR-inga í rokinu

"Þetta var mikill rokleikur og við erum mjög sáttir við að hafa fengið stigin þrjú," sagði Magnús Gylfason að loknum leik KR og Fram í Frostaskjólinu í gær. Aðstæður voru varla boðlegar, ískalt og mjög hvasst. Völlurinn var greinilega harður og rann boltinn illa á honum.

Hugsar ekki um markametið

"Já, ég fann mig ágætlega og nýtti færin," sagði Tryggvi Guðmundsson, hógværðin uppmáluð í samtalið við Fréttablaðið eftir að hafa skorað þrennu gegn Grindvíkingum í Landsbankadeildinni í gær. Tryggvi hefur heldur betur stimplað sig inn í mótið í ár, er kominn með fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjunum og þau þrjú sem komu í gær voru hvert öðru glæsilegra.

Tryggvi með þrennu

"Tryggvi er framlínumaður og það er hans hlutverk að skora mörk. Á meðan hann gerir það er ég sáttur," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH við Fréttablaðið og setti þannig afrek Tryggva Guðmundssonar í mjög einfalt samhengi.

Phoenix 4 - Dallas 2

Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik.

Gríðarleg spenna í loftinu

Arsenal og Manchester United mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í dag klukkan tvö en gríðarleg spenna er í loftinu fyrir leikinn. Þetta er fimmti og síðasti úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar sem fram fer á Þúsaldarvellinum í Cardiff.

Perry með þriggja högga forystu

Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry hefur forystu á Colonial-mótinu í golfi á bandarísku mótaröðinni. Perry, sem vann mótið fyrir tveimur árum, lék á sjö höggum undir pari vallar í gærkvöld og er samtals á 12 höggum undir pari, 128 höggum, og hefur þriggja högga forystu á DJ Trahan og Ted Purdy.

Markvörður ÍA hættur

Skagamenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu hafa orðið fyrir því áfalli að missa lykilmann í upphafi móts en markvörðurinn Þórður Þórðarson er hættur. Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA staðfesti það við visir.is í dag en Þórður þarf skyndilega að leggja hanskana á hilluna vegna veikinda.

Blikastúlkur sigruðu nýliða naumt

Greta Mjöll Samúelsdóttir tryggði Breiðablik nauman sigur á nýliðum Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu en sigurmark hennar kom 2 mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 3-2 á Kópavogsvelli. Valur er 2-0 yfir gegn Stjörnunni en sá leikur hófst kl. 14.00.

Markalaust hjá Man Utd og Arsenal

Staðan í hálfleik er 0-0 hjá Arsenal og Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leikið er á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff. Man Utd hefur verið sterkari aðilinn í leiknum þar sem Wayne Rooney hefur hreinlega farið á kostum og  leikið vörn Arsenal grátt en hann hefur átt 5 markskot hálfleiknum.

Davies til Everton

Meistaradeildarnýliðar Everton hafa tryggt sér öflugan liðsauka fyrir næsta tímabil en félagið hefur gengið á kaupum á miðjumanninum Simon Davies frá Tottenham. Kaupverðið er talið vera um 4 mlljónir punda sem jafngildir um 480 milljónum íslenskra króna.

Sjá næstu 50 fréttir