Sport

FH, Þróttur og ÍBK yfir í hálfleik

Þróttur Reykjavík er 1-0 yfir gegn Fylki í hálfleik í 2. umferð Landsbankadeildar karla en þrír leikir standa nú yfir. Íslandsmeistarar FH eru með mikla yfirburði og eru 2-0 yfir gegn Grindavík í Grindavík. Þá er Keflavík 1-2 yfir gegn ÍBV í Eyjum. Tryggvi Guðmundsson kom FH-ingum yfir með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu af rúmlega 25 metra færi á 33. mínútu og Allan Borgvardt hið síðarar á 43. mínútu. Hvorki Ármann Smári Björnsson né Jónas Grani Garðarsson eru í 16 manna hópi FH. Hvorugur þeirra á við meiðsli að stríða og er það til marks um hversu gríðarlega öflugum leikmannahópi FH hefur á að skipa. Hjá Grindavík kemur Sinisa Valdimar Kekic inn í liðið á ný. Hörður Sveinsson kom Keflavík yfir á 6. mínútu. Ingvi Rafn Guðmundsson átti sendingu á Hörð inni í teig ÍBV og Hörður renndi boltanum í hornið framhjá Birki Kristinssyni, markverði ÍBV. Steingrímur Jóhannesson jafnaði fyrir ÍBV á 24 mínútu eftir að Atli Jóhannsson tók aukaspyrnu fyrir ÍBV á miðjum vallarhelmingi keflvíkinga. Boltinn barst til Steingríms Jóhannessonar sem skoraði örugglega. Guðmundur Steinarsson kom Keflvíkingum aftur yfir, 1-2 á 34, mínútu. Við minnum á úrslitaþjónustuna hér á Vísi hægra megin á íþróttaforsíðunni þar sem hægt er að fylgjast með beinni lýsingu með gangi leikjanna, byrjunarliðum, markaskorurum og fl. Vísir er með mann á öllum leikjum deildarinnar í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×