Fleiri fréttir Guðjón fer sínar eigin leiðir Mark Stallard, leikmaður Notts County sem var lánaður til Barnsley á þeim tíma sem Guðjóns Þórðarsonar var við stjórnvölinn hjá félaginu hefur varað samherja sína við starfsaðferðum Guðjóns. Stallard segir Guðjón vera sannkallaðan harðstjóra en að hann sé jafnframt sanngjarn. 21.5.2005 00:01 Þórður neyðist til að hætta Markmaður ÍA í Landsbankadeildinni í fótbolta, Þórður Þórðarson, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna veikinda.</font /> </b /> 21.5.2005 00:01 Baldvin áfram hjá Val Baldvin Þorsteinsson handknattleiksmaður hefur ákveðið að vera áfram hjá Val. Baldur var í viðræðum við Hafnarfjarðarliðin FH og Hauka en hann hefur nú tekið þá ákvörðun að halda áfram með Völsurum. 21.5.2005 00:01 Detroit 4 - Indiana 2 Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. 20.5.2005 00:01 San Antonio 4 - Seattle 2 Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. 20.5.2005 00:01 28 landsliðskonur á ferðinni Það verður nóg að gera hjá íslensku kvennalandsliðunum í handbolta um helgina en tvö landslið spila þá fimm landsleiki, A-liðið mætir Hollendingum í þremur leikjum og 20 ára liðið fer til Færeyja og spilar tvo leiki við heimamenn. Allir leikirnir koma til með að telja sem A-landsleikir. 20.5.2005 00:01 Ásthildur aftur í landsliðið Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-andsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum, sem fram fer á McDiarmid Park í Perth 25. maí næstkomandi. 20.5.2005 00:01 Tvær frá Everton til ÍBV Kvennalið ÍBV í Landsbankadeildinni sem vann 12-2 sigur á ÍA í fyrstu umferð hefur fengið til sín tvær 17 ára stelpur frá enska liðinu Everton. Þetta eru markvörðurinn Danielle Hill og miðjuleikmaðurinn Chantell Parry en kvennalið Everton er mjög sterkt og með því leika m.a. Sammy Britton og Rachel Brown, landsliðsmarkvörður Englands, sem báðar hafa leikið með ÍBV. 20.5.2005 00:01 Grótta og KR slíta samstarfinu Það munaði litlu að samstarfinu hefði verið slitið fyrir ári síðan og aðalstjórn Gróttu gekk alla leið í gær og rifti samningum. Seltirningar hyggjast senda lið til keppni í meistaraflokki karla og kvenna næsta vetur en KR mun eingöngu halda úti unglingastarfi þó aldrei sé að vita nema þeir sendi meistaraflokka til keppni eftir eitt til tvö ár. 20.5.2005 00:01 Björgvin og Ólafur til Eyja Þessa stundina vinna menn í Vestmannaeyjum á fullu í leit að liðsstyrk fyrir karlalið ÍBV í handknattleik. Í gær skrifaði leikstjórnandinn Ólafur Víðir Ólafsson undir eins árs samning við félagið og þá bendir allt til þess að markvörðurinn Björgvin Gústavsson fylgi sömu leið, en báðir léku þeir í vetur með HK. 20.5.2005 00:01 Stuðningsmenn United svartklæddir Stuðningsmenn Manchester United ætla að mæta svartklæddir á bikarúrslitaleikinn gegn Arsenal á morgun. Með því ætla þeir að lýsa sorg sinni með yfirtöku auðkýfingsins Malcolms Glazers á félaginu. 20.5.2005 00:01 Jóhannes hættur með landsliðinu Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Leicester City, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Jóhannes Karl sagði í samtali við íþróttadeildina í morgun að þetta geri hann af persónulegum ástæðum, hann telji sig ekki geta sinnt verkefnum á vegum landsliðsins af fullum krafti og því telji hann rétt að stíga til hliðar. 20.5.2005 00:01 Vilhjálmur til Skjern Vilhjálmur Halldórsson, stórskytta Valsmanna, hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern. Þetta kemur fram í dönskum fjölmiðlum í morgun. 20.5.2005 00:01 Sir Alex stjórnar til 2008 Sir Alex Ferguson ætlar sér að vera knattspyrnustjóri Manchester Utd til ársins 2008. Þetta segir Ryan Giggs, leikmaður félagsins, sem skrifaði undir nýjan samning fyrir skömmu. Giggs upplýsir að Ferguson hefði sagt sér þetta í aðdraganda samningsgerðarinnar. 20.5.2005 00:01 Ljungberg fór í alnæmispróf Sænski landsliðsmaðurinn Fredrik Ljungberg hefur lengi fundið fyrir verkjum í mjöðminni. Í fyrstu hélt hann að gömul meiðsli hefðu tekið sig upp. Þá óttaðist hann í tvær vikur að hann hefði krabbamein og fór einnig í alnæmispróf. 20.5.2005 00:01 Ísland mætir Englendingum Kvennalandslið Íslands og Englands í körfubolta mætast í vináttulandsleik í DHL-höll KR-inga í dag kl. 18. Á morgun leika liðin í Smáranum og í Njarðvík á sunnudaginn. 20.5.2005 00:01 Simon Davies til Everton Enska úrvaldsdeildarliðið Everton er við það að kaupa simon Davies frá Tottenham eftir að liðin náðu samkomulagi um 4 milljón punda kaupverð. 20.5.2005 00:01 Del Horno staðfestir áhuga Chelsea Vinstri bakvörður Athletic Bilbao, Asier del Horno, hefur staðfest að Chelsea vilji fá hann og segir tilboðið vera of gott til að hafna. 20.5.2005 00:01 Neville með á morgun? Nú er allt útlit fyrir að Gary Neville nái að hrista af sér meiðslin og spila með Manchester United gegn Arsenal í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fer á morgun. 20.5.2005 00:01 Mutu aftur í landsliðið Fyrrum framherji Chelsea, Rúmeninn Adrian Mutu, hefur verið kallaður í landsliðshópinn á ný fyrir leikina gegn Hollandi og Armeníu í undankeppni heimsmeistaramótsins í næsta mánuði. 20.5.2005 00:01 Liverpool til Japans í sumar Liverpool tilkynnti í dag að félagið myndi ferðast til Asíu, nánar tiltekið til Japans, og spila þar tvo leiki í sumar. Liðið mun spila gegn Shimizu S Pulse 27. júlí og gegn Kashima Antlers þremur dögum síðar. 20.5.2005 00:01 Stelpurnar sigruðu þær ensku Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik sigraði stöllur sínar frá Englandi með átta stiga mun, 71-63, í vináttuleik í kvöld. Helena Sverrisdóttir var lang atkvæðamest í íslenska liðinu og gerði 22 stig. 20.5.2005 00:01 Juventus ítalskur meistari Juventus varð í kvöld ítalskur meistari í knattspyrnu, án þess þó að stíga fæti inná leikvöll. Ástæða þess er 3-3 jafntefli AC Milan gegn Palermo á heimavelli sínum San Siro. 20.5.2005 00:01 Capello slær met Fabio Capello, stjóri Juventus, varð í kvöld fyrsti stjórinn í sögu ítalska boltanns til að vinna ítalska meistaratitilinn með liðum úr þrem borgum. Hann hafði áður unnið fjóra titla í Mílan og einn í Róm, og í kvöld bættist Tórínó við, en þaðan kemur einmitt Juventus. 20.5.2005 00:01 Palace neitar tilboði í Johnson Crystal Palace neitaði í dag tilboði WBA í Andy Johnson. Tilboðið hljómaði uppá tvær milljónir punda plús Robert Earnshaw. 20.5.2005 00:01 Dallas-Phoenix á Sýn í kvöld Þeir sem hafa gaman að skemmtilegum körfubolta ættu ekki að missa af sjötta leik <strong>Dallas Mavericks og Phoenix Suns</strong> í undanúrslitum vesturdeildar um klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en leikurinn verður <strong>í beinni útsendingu á Sýn.</strong> 20.5.2005 00:01 Phoenix 3 - Dallas 2 Dallas hélt uppi svipaðri leikaðferð í nótt og reyndist þeim svo vel í sigurleiknum í Dallas, en nú voru þeir að leika í Phoenix og Steve Nash fékk næga hjálp í að leiða lið sitt til sigurs 114-108 og nú hafa Suns tekið forystuna 3-2 í einvíginu. 19.5.2005 00:01 Ásthildur með gegn Skotum Ásthildur Helgadóttir leikur með íslenska landsliðinu í vináttuleik gegn Skotum í Perth í næstu viku. Ásthildur meiddist í mars í fyrra þegar Íslendingar mættu Skotum í Egilshöllinni og hefur ekki spilað með liðinu síðan. Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 16 leikmenn sem halda til Skotlands. 19.5.2005 00:01 Pétur á skotskónum fyrir Hammarby Pétur Marteinsson skoraði annað marka Hammarby sem sigraði Djurgården 2-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Pétur lék allan leikinn fyrir Hammarby og fékk hæstu einkunn eða 8 í <em>Dagens Nyheter</em>. Kári Árnason byrjaði inná í liði Djurgården en var skipt út af stundarfjórðungi fyrir leikslok. Kári fékk 4 í einkunn hjá <em>Dagens Nyheter</em>. 19.5.2005 00:01 Grétar skoraði fyrir Young Boys <font face="Times New Roman"> Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrir Young Boys í 3-2 sigri á Grashoppers í svissneska fótboltanum í gærkvöldi. Young Boys hafði sætaskipti við Grashoppers og er í þriðja sæti deildarinnar. </font> 19.5.2005 00:01 Inter í úrslit bikarkeppninnar Internazionale sigraði Cagliari 3-1 og 4-2 samtals í tveimur leikjum í undanúrslitum um ítalska bikarinn í knattspyrnu í gærkvöldi. Í úrslitum mætir Internazionale annaðhvort Roma eða Udinese. 19.5.2005 00:01 Magdeburg lagði Göppingen Arnór Atlason skoraði þrjú mörk og Sigfús Sigurðsson tvö þegar Magdeburg sigraði Göppingen 35-28 í þýska handboltanum í gær. Andreas Stelmokas, fyrrverandi leikmaður KA, skoraði þrjú mörk fyrir Göppingen. 19.5.2005 00:01 Aukið fé í rússneska boltanum Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að rússnesk fótboltalið myndu borga háar fjárhæðir fyrir fótboltamenn. En heimsmyndin er greinilega að breytast. CSKA sem varð Evrópumeistari félagsliða í gærkvöldi eftir 3-1 sigur á Sporting í úrslitum gerði nýlega 54 milljóna dollara, 3,5 milljarða króna, samning við rússneska olíufyrirtækið Sibnefnt. 19.5.2005 00:01 Viðræður í NBA sigldar í strand Viðræður stjórnar NBA-deildarinnar í körfuknattleik og leikmannasamtaka virðast sigldar í strand og svo gæti farið að keppni á næstu leiktíð hefjist ekki á sama tíma. Helsta deilumálið er lengd samningstíma leikmanna. Stjórn NBA-deildarinnar vill stytta hámarkslengd samninga úr 7 árum í 5 en á það vilja leikmannasamtökin ekki fallast. 19.5.2005 00:01 Everton á höttunum eftir Traore Everton vill kaupa varnarmanninn Djimi Traore frá Liverpool sem metinn er á tvær milljónir punda. Þá er Paul Konchesky hjá Charlton einnig orðaður við Everton en hann er sagður kosta tvær milljónir. Skoska blaðið <em>Daily Record</em> greinir frá því í morgun að Everton vilji kaupa búlgarska miðvallarleikmanninn Stilian Petrov frá Celtic. 19.5.2005 00:01 Miklar breytingar hjá Watford Miklar breytingar verða á leikmannahópi Watford á næstu leiktíð. Níu leikmenn fara frá félaginu í sumar en samningur við þá verður ekki endurnýjaður. Tveir leikmennn gætu bæst í hópinn, Heiðar Helguson og Gavin Mahon. Adrian Boothroyd, knattspyrnustjóri liðsins, er að leita að leikmönnum í Rúmeníu en hann segist vera að leita að leikmönnum sem spili skemmtilega knattspyrnu og þeir sem keyptir verða til félagsins eigi að skemmta áhorfendum. 19.5.2005 00:01 Mourinho stefnir á fimm titla Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist vilja vinna fimm titla á næstu leiktíð og tekur skýrt fram að hann sé ekki hrokafullur. Mourinho ætlar Chelsea því að vinna Meistaradeild Evrópu, úrvalsdeildina, enska bikarinn og deildabikarinn og góðgerðarskjöldinn að auki. 19.5.2005 00:01 Riise tilbúinn að urra í Istanbul John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur sent AC Milan aðvörun um að leikmenn Liverpool séu tilbúnir ,,vinna eins og ljón og berjast eins og tígrar" í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn kemur. 19.5.2005 00:01 Koller orðrómnum neitað Umboðsmaður Jan Koller, Tékkans stóra hjá Borussia Dortmund, hefur neitað þeim orðrómi að skjólstæðingur hans sé á leið í ensku úrvaldsdeildina og eru þá Sunderland eða WBA helst nefnd. 19.5.2005 00:01 Elsti FA bikarinn seldur Elsta útgáfa af verðlaunagrip ensku bikarkeppninnar er orðinn dýrasti verðlaunagripurinn í sögu fótboltans eftir að hafa verið seldur á uppboði í London fyrir 420 þúsund pund. Spilað var um verðlaunagripinn frá árunum 1896 til 1910. 19.5.2005 00:01 Etoo ekki til sölu Forseti Barcelona, Joan Laporta, sagði í dag að hann myndi aldrei selja Samuel Etoo þrátt fyrir orðróm um áhuga Chelsea. 19.5.2005 00:01 Beckham viðrar óánægju sína Enski landsliðsfyrirliðinn hefur viðrað óánægju sína með að fara í gegnum annað tímabilið án bikars hjá Real Madrid. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur ekki unnið til verðlauna síðan hann flutti sig til Spánar fyrir tveimur árum. 19.5.2005 00:01 Preston í úrslitin Preston North End mun leika gegn West Ham um laust sæti í ensku úrvaldsdeildinni að ári. Preston gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Derby í seinni leik liðanna og eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum leika þeir til útslita gegn Hömrunum. 19.5.2005 00:01 Jose Mari vill fá Abbiati Spænski framherjinn hjá Villarreal, Jose Mari, hefur skorað á félagið að fá varamarkvörð AC Milan, Cristiano Abbiati, til liðs við félagið. Villarreal er á höttunum eftir nýjum markverði þar sem Jose Reina, núverandi markvörður þeirra, mun að öllum líkindum skrifa undir hjá Liverpool í sumar. 19.5.2005 00:01 San Antonio 3 - Seattle 2 Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. 18.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Guðjón fer sínar eigin leiðir Mark Stallard, leikmaður Notts County sem var lánaður til Barnsley á þeim tíma sem Guðjóns Þórðarsonar var við stjórnvölinn hjá félaginu hefur varað samherja sína við starfsaðferðum Guðjóns. Stallard segir Guðjón vera sannkallaðan harðstjóra en að hann sé jafnframt sanngjarn. 21.5.2005 00:01
Þórður neyðist til að hætta Markmaður ÍA í Landsbankadeildinni í fótbolta, Þórður Þórðarson, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna veikinda.</font /> </b /> 21.5.2005 00:01
Baldvin áfram hjá Val Baldvin Þorsteinsson handknattleiksmaður hefur ákveðið að vera áfram hjá Val. Baldur var í viðræðum við Hafnarfjarðarliðin FH og Hauka en hann hefur nú tekið þá ákvörðun að halda áfram með Völsurum. 21.5.2005 00:01
Detroit 4 - Indiana 2 Það var tilfinningaþrungin stund í Indianapolis í gærkvöldi þegar Detroit Pistons sigruðu Indiana Pacers með 88 stigum gegn 79 og tryggðu sér sæti í úrslitum austurdeildarinnar. Leikurinn var síðasti leikur Reggie Miller á átján ára ferli í deildinni og hann lauk honum eins og honum einum er lagið. 20.5.2005 00:01
San Antonio 4 - Seattle 2 Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. 20.5.2005 00:01
28 landsliðskonur á ferðinni Það verður nóg að gera hjá íslensku kvennalandsliðunum í handbolta um helgina en tvö landslið spila þá fimm landsleiki, A-liðið mætir Hollendingum í þremur leikjum og 20 ára liðið fer til Færeyja og spilar tvo leiki við heimamenn. Allir leikirnir koma til með að telja sem A-landsleikir. 20.5.2005 00:01
Ásthildur aftur í landsliðið Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-andsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum, sem fram fer á McDiarmid Park í Perth 25. maí næstkomandi. 20.5.2005 00:01
Tvær frá Everton til ÍBV Kvennalið ÍBV í Landsbankadeildinni sem vann 12-2 sigur á ÍA í fyrstu umferð hefur fengið til sín tvær 17 ára stelpur frá enska liðinu Everton. Þetta eru markvörðurinn Danielle Hill og miðjuleikmaðurinn Chantell Parry en kvennalið Everton er mjög sterkt og með því leika m.a. Sammy Britton og Rachel Brown, landsliðsmarkvörður Englands, sem báðar hafa leikið með ÍBV. 20.5.2005 00:01
Grótta og KR slíta samstarfinu Það munaði litlu að samstarfinu hefði verið slitið fyrir ári síðan og aðalstjórn Gróttu gekk alla leið í gær og rifti samningum. Seltirningar hyggjast senda lið til keppni í meistaraflokki karla og kvenna næsta vetur en KR mun eingöngu halda úti unglingastarfi þó aldrei sé að vita nema þeir sendi meistaraflokka til keppni eftir eitt til tvö ár. 20.5.2005 00:01
Björgvin og Ólafur til Eyja Þessa stundina vinna menn í Vestmannaeyjum á fullu í leit að liðsstyrk fyrir karlalið ÍBV í handknattleik. Í gær skrifaði leikstjórnandinn Ólafur Víðir Ólafsson undir eins árs samning við félagið og þá bendir allt til þess að markvörðurinn Björgvin Gústavsson fylgi sömu leið, en báðir léku þeir í vetur með HK. 20.5.2005 00:01
Stuðningsmenn United svartklæddir Stuðningsmenn Manchester United ætla að mæta svartklæddir á bikarúrslitaleikinn gegn Arsenal á morgun. Með því ætla þeir að lýsa sorg sinni með yfirtöku auðkýfingsins Malcolms Glazers á félaginu. 20.5.2005 00:01
Jóhannes hættur með landsliðinu Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Leicester City, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Jóhannes Karl sagði í samtali við íþróttadeildina í morgun að þetta geri hann af persónulegum ástæðum, hann telji sig ekki geta sinnt verkefnum á vegum landsliðsins af fullum krafti og því telji hann rétt að stíga til hliðar. 20.5.2005 00:01
Vilhjálmur til Skjern Vilhjálmur Halldórsson, stórskytta Valsmanna, hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern. Þetta kemur fram í dönskum fjölmiðlum í morgun. 20.5.2005 00:01
Sir Alex stjórnar til 2008 Sir Alex Ferguson ætlar sér að vera knattspyrnustjóri Manchester Utd til ársins 2008. Þetta segir Ryan Giggs, leikmaður félagsins, sem skrifaði undir nýjan samning fyrir skömmu. Giggs upplýsir að Ferguson hefði sagt sér þetta í aðdraganda samningsgerðarinnar. 20.5.2005 00:01
Ljungberg fór í alnæmispróf Sænski landsliðsmaðurinn Fredrik Ljungberg hefur lengi fundið fyrir verkjum í mjöðminni. Í fyrstu hélt hann að gömul meiðsli hefðu tekið sig upp. Þá óttaðist hann í tvær vikur að hann hefði krabbamein og fór einnig í alnæmispróf. 20.5.2005 00:01
Ísland mætir Englendingum Kvennalandslið Íslands og Englands í körfubolta mætast í vináttulandsleik í DHL-höll KR-inga í dag kl. 18. Á morgun leika liðin í Smáranum og í Njarðvík á sunnudaginn. 20.5.2005 00:01
Simon Davies til Everton Enska úrvaldsdeildarliðið Everton er við það að kaupa simon Davies frá Tottenham eftir að liðin náðu samkomulagi um 4 milljón punda kaupverð. 20.5.2005 00:01
Del Horno staðfestir áhuga Chelsea Vinstri bakvörður Athletic Bilbao, Asier del Horno, hefur staðfest að Chelsea vilji fá hann og segir tilboðið vera of gott til að hafna. 20.5.2005 00:01
Neville með á morgun? Nú er allt útlit fyrir að Gary Neville nái að hrista af sér meiðslin og spila með Manchester United gegn Arsenal í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fer á morgun. 20.5.2005 00:01
Mutu aftur í landsliðið Fyrrum framherji Chelsea, Rúmeninn Adrian Mutu, hefur verið kallaður í landsliðshópinn á ný fyrir leikina gegn Hollandi og Armeníu í undankeppni heimsmeistaramótsins í næsta mánuði. 20.5.2005 00:01
Liverpool til Japans í sumar Liverpool tilkynnti í dag að félagið myndi ferðast til Asíu, nánar tiltekið til Japans, og spila þar tvo leiki í sumar. Liðið mun spila gegn Shimizu S Pulse 27. júlí og gegn Kashima Antlers þremur dögum síðar. 20.5.2005 00:01
Stelpurnar sigruðu þær ensku Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik sigraði stöllur sínar frá Englandi með átta stiga mun, 71-63, í vináttuleik í kvöld. Helena Sverrisdóttir var lang atkvæðamest í íslenska liðinu og gerði 22 stig. 20.5.2005 00:01
Juventus ítalskur meistari Juventus varð í kvöld ítalskur meistari í knattspyrnu, án þess þó að stíga fæti inná leikvöll. Ástæða þess er 3-3 jafntefli AC Milan gegn Palermo á heimavelli sínum San Siro. 20.5.2005 00:01
Capello slær met Fabio Capello, stjóri Juventus, varð í kvöld fyrsti stjórinn í sögu ítalska boltanns til að vinna ítalska meistaratitilinn með liðum úr þrem borgum. Hann hafði áður unnið fjóra titla í Mílan og einn í Róm, og í kvöld bættist Tórínó við, en þaðan kemur einmitt Juventus. 20.5.2005 00:01
Palace neitar tilboði í Johnson Crystal Palace neitaði í dag tilboði WBA í Andy Johnson. Tilboðið hljómaði uppá tvær milljónir punda plús Robert Earnshaw. 20.5.2005 00:01
Dallas-Phoenix á Sýn í kvöld Þeir sem hafa gaman að skemmtilegum körfubolta ættu ekki að missa af sjötta leik <strong>Dallas Mavericks og Phoenix Suns</strong> í undanúrslitum vesturdeildar um klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en leikurinn verður <strong>í beinni útsendingu á Sýn.</strong> 20.5.2005 00:01
Phoenix 3 - Dallas 2 Dallas hélt uppi svipaðri leikaðferð í nótt og reyndist þeim svo vel í sigurleiknum í Dallas, en nú voru þeir að leika í Phoenix og Steve Nash fékk næga hjálp í að leiða lið sitt til sigurs 114-108 og nú hafa Suns tekið forystuna 3-2 í einvíginu. 19.5.2005 00:01
Ásthildur með gegn Skotum Ásthildur Helgadóttir leikur með íslenska landsliðinu í vináttuleik gegn Skotum í Perth í næstu viku. Ásthildur meiddist í mars í fyrra þegar Íslendingar mættu Skotum í Egilshöllinni og hefur ekki spilað með liðinu síðan. Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 16 leikmenn sem halda til Skotlands. 19.5.2005 00:01
Pétur á skotskónum fyrir Hammarby Pétur Marteinsson skoraði annað marka Hammarby sem sigraði Djurgården 2-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Pétur lék allan leikinn fyrir Hammarby og fékk hæstu einkunn eða 8 í <em>Dagens Nyheter</em>. Kári Árnason byrjaði inná í liði Djurgården en var skipt út af stundarfjórðungi fyrir leikslok. Kári fékk 4 í einkunn hjá <em>Dagens Nyheter</em>. 19.5.2005 00:01
Grétar skoraði fyrir Young Boys <font face="Times New Roman"> Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrir Young Boys í 3-2 sigri á Grashoppers í svissneska fótboltanum í gærkvöldi. Young Boys hafði sætaskipti við Grashoppers og er í þriðja sæti deildarinnar. </font> 19.5.2005 00:01
Inter í úrslit bikarkeppninnar Internazionale sigraði Cagliari 3-1 og 4-2 samtals í tveimur leikjum í undanúrslitum um ítalska bikarinn í knattspyrnu í gærkvöldi. Í úrslitum mætir Internazionale annaðhvort Roma eða Udinese. 19.5.2005 00:01
Magdeburg lagði Göppingen Arnór Atlason skoraði þrjú mörk og Sigfús Sigurðsson tvö þegar Magdeburg sigraði Göppingen 35-28 í þýska handboltanum í gær. Andreas Stelmokas, fyrrverandi leikmaður KA, skoraði þrjú mörk fyrir Göppingen. 19.5.2005 00:01
Aukið fé í rússneska boltanum Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að rússnesk fótboltalið myndu borga háar fjárhæðir fyrir fótboltamenn. En heimsmyndin er greinilega að breytast. CSKA sem varð Evrópumeistari félagsliða í gærkvöldi eftir 3-1 sigur á Sporting í úrslitum gerði nýlega 54 milljóna dollara, 3,5 milljarða króna, samning við rússneska olíufyrirtækið Sibnefnt. 19.5.2005 00:01
Viðræður í NBA sigldar í strand Viðræður stjórnar NBA-deildarinnar í körfuknattleik og leikmannasamtaka virðast sigldar í strand og svo gæti farið að keppni á næstu leiktíð hefjist ekki á sama tíma. Helsta deilumálið er lengd samningstíma leikmanna. Stjórn NBA-deildarinnar vill stytta hámarkslengd samninga úr 7 árum í 5 en á það vilja leikmannasamtökin ekki fallast. 19.5.2005 00:01
Everton á höttunum eftir Traore Everton vill kaupa varnarmanninn Djimi Traore frá Liverpool sem metinn er á tvær milljónir punda. Þá er Paul Konchesky hjá Charlton einnig orðaður við Everton en hann er sagður kosta tvær milljónir. Skoska blaðið <em>Daily Record</em> greinir frá því í morgun að Everton vilji kaupa búlgarska miðvallarleikmanninn Stilian Petrov frá Celtic. 19.5.2005 00:01
Miklar breytingar hjá Watford Miklar breytingar verða á leikmannahópi Watford á næstu leiktíð. Níu leikmenn fara frá félaginu í sumar en samningur við þá verður ekki endurnýjaður. Tveir leikmennn gætu bæst í hópinn, Heiðar Helguson og Gavin Mahon. Adrian Boothroyd, knattspyrnustjóri liðsins, er að leita að leikmönnum í Rúmeníu en hann segist vera að leita að leikmönnum sem spili skemmtilega knattspyrnu og þeir sem keyptir verða til félagsins eigi að skemmta áhorfendum. 19.5.2005 00:01
Mourinho stefnir á fimm titla Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist vilja vinna fimm titla á næstu leiktíð og tekur skýrt fram að hann sé ekki hrokafullur. Mourinho ætlar Chelsea því að vinna Meistaradeild Evrópu, úrvalsdeildina, enska bikarinn og deildabikarinn og góðgerðarskjöldinn að auki. 19.5.2005 00:01
Riise tilbúinn að urra í Istanbul John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur sent AC Milan aðvörun um að leikmenn Liverpool séu tilbúnir ,,vinna eins og ljón og berjast eins og tígrar" í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn kemur. 19.5.2005 00:01
Koller orðrómnum neitað Umboðsmaður Jan Koller, Tékkans stóra hjá Borussia Dortmund, hefur neitað þeim orðrómi að skjólstæðingur hans sé á leið í ensku úrvaldsdeildina og eru þá Sunderland eða WBA helst nefnd. 19.5.2005 00:01
Elsti FA bikarinn seldur Elsta útgáfa af verðlaunagrip ensku bikarkeppninnar er orðinn dýrasti verðlaunagripurinn í sögu fótboltans eftir að hafa verið seldur á uppboði í London fyrir 420 þúsund pund. Spilað var um verðlaunagripinn frá árunum 1896 til 1910. 19.5.2005 00:01
Etoo ekki til sölu Forseti Barcelona, Joan Laporta, sagði í dag að hann myndi aldrei selja Samuel Etoo þrátt fyrir orðróm um áhuga Chelsea. 19.5.2005 00:01
Beckham viðrar óánægju sína Enski landsliðsfyrirliðinn hefur viðrað óánægju sína með að fara í gegnum annað tímabilið án bikars hjá Real Madrid. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur ekki unnið til verðlauna síðan hann flutti sig til Spánar fyrir tveimur árum. 19.5.2005 00:01
Preston í úrslitin Preston North End mun leika gegn West Ham um laust sæti í ensku úrvaldsdeildinni að ári. Preston gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Derby í seinni leik liðanna og eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum leika þeir til útslita gegn Hömrunum. 19.5.2005 00:01
Jose Mari vill fá Abbiati Spænski framherjinn hjá Villarreal, Jose Mari, hefur skorað á félagið að fá varamarkvörð AC Milan, Cristiano Abbiati, til liðs við félagið. Villarreal er á höttunum eftir nýjum markverði þar sem Jose Reina, núverandi markvörður þeirra, mun að öllum líkindum skrifa undir hjá Liverpool í sumar. 19.5.2005 00:01
San Antonio 3 - Seattle 2 Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. 18.5.2005 00:01