Sport

Valur og ÍA mætast í kvöld

Valur tekur á móti ÍA í lokaleik 2. umferðar í Landsbankadeild karla í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.55. Bjarki Guðmundsson markvörður úr Stjörnunni gengur að öllu óbreyttu í raðir Skagamanna en Þórður þórðarson þarf að hætta knattspyrnuiðkun vegna veikinda. Valsmenn tefla fram nýjum leikmanni í kvöld, Bo Henriksen. Hann er þrítugur sóknarmaður og hefur leikið í Danmörku og Englandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×