Sport

Hættir O'Neill með Celtic?

Vangaveltur eru um hvort dagar Martins O'Neills, framkvæmdastjóra knattspyrnufélagsins Celtic í Skotlandi, séu taldir en hann hefur verið þar við stjórnvölinn í fimm ár. Eiginkona hans á við veikindi að stríða og herma fregnir að hann ætli að sinna henni. Rætt hefur verið um að Skotinn Gordon Strachan taki við af honum. Celtic klúðraði því á undraverðan hátt í gær að innbyrða meistaratitlinum. Þess má geta að tveir íslenskir leikmenn eru hjá Celtic, en það eru KR-ingarnir Kjartan Henry Finnbogason og Theódór Elmar Bjarnason.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×