Fleiri fréttir Englendingar með sama byrjunarlið Englendingar tefla fram sama byrjunarliði gegn Aserbaídsjan á St. James Park í kvöld og vann Norður-Íra, 4-0, í undankeppni heimsmeistaramótsins á Old Trafford á laugardag. David Beckham og Steven Gerrard hafa báðir náð sér af lítilsháttar meiðslum og verða með. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan hálf sjö. 30.3.2005 00:01 Ingólfur og Kristín úr leik Ingólfur Ingólfsson og Kristín Hjálmarsdóttir eru úr leik í tvenndarleik á Evrópumótinu í borðtennis sem fram fer í Árósum. Þau töpuðu fyrir Ítölum í fyrstu umferð í þremur lotum, 11-5, 11-5 og 11-6. 30.3.2005 00:01 Ísland - Ítalía á breiðbandinu Til að koma til móts við fjölmarga knattspyrnuáhugamenn á Íslandi verður Rai Uno, ítalska ríkissjónvarpsstöðin, send út í opinni dagskrá í kvöld á meðan leikur Ítalíu og Íslands fer fram. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og mun stöðin verða opin þar til að leik loknum. 30.3.2005 00:01 Kíl náði efsta sætinu Kíl vermir efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir nauman sigur á Hamborg, 25-24, á útivelli í gærkvöldi. Christian Zeits skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. 30.3.2005 00:01 Danir sigruðu Þjóðverja Danir sigruðu Þjóðverja í vináttulandsleik í handknattleik í Flensburg í gær, 25-24. Þetta var fyrsti landsleikur Dana undir stjórn nýráðins landsliðsþjálfara, Ulriks Wibeks. 30.3.2005 00:01 FH og Víkingur mætast í umspili FH og Víkingur mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í 8 liða úrslitum á Íslandsmótinu í handknattleik. Leikurinn, sem fram fer í Kaplakrika, hefst klukkan 19.15. 30.3.2005 00:01 Held að Víkingur vinni í Eyjum ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. 30.3.2005 00:01 Créteil vill fá Bjarna Landsliðsmaðurinn og ÍR-ingurinn Bjarni Fritzson kom heim frá Frakklandi í gær þar sem hann var í skoðun hjá franska félaginu Créteil. 30.3.2005 00:01 Tékkar lögðu Andorra Tékkar lögðu Andorra auðveldlega að velli 1. riðli undakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Marek Jankulovski kom Tékkum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu og Milan Baros bætti öðru marki við fimm mínútum fyrir leikhlé. 30.3.2005 00:01 Króatar sigruðu Möltu Króatar sigruðu Möltu örugglega í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld, en þessi lið spila einmitt í sama riðli og við Íslendingar. Dado Prso kom Króötum í 2-0 fyrir leikhlé og Igor Tudor innsiglaði öruggan sigur með marki á 80. mínútu. 30.3.2005 00:01 Danir í slæmum málum Danir eru ekki í góðum málum í 2. riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu eftir tap gegn Úkraínu í Kænugarði í dag. Andrej Voronin skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. 30.3.2005 00:01 Jafnt hjá Slóvökum og Portúgölum Slóvakar og Portúgalar gerðu 1-1 jafntefli í 3. riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Miroslav Karhan kom Slóvökum yfir strax á áttundu mínútu með marki úr vítaspyrnu en Helder Postiga jafnaði um miðjan síðari hálfleik. 30.3.2005 00:01 Baros til Valencia? Spænska stórliðið Valencia eru taldir ætla reyna að fá Milan Baros, sóknarmann Liverpool, í sumar og eru tilbúnir að borga fyrir hann 10 milljónir punda. Valencia reyndi að fá Baros síðasta sumar en þá voru þeir rauðu ekki tilbúnir að selja 30.3.2005 00:01 0-0 í hálfleik gegn Ítalíu Staðan í leik Ítala og Íslendinga í vináttulandsleik í Padova á Ítalíu er markalaus í hálfleik. Íslendingar geta talist heppnir að halda jöfnu en Ítalir hafa verið mun betri aðilinn í leiknum, hafa til að mynda átt 10 hornspyrnur á móti einni Íslendinga. Bestu leikmenn íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum hafa verið Árni Gautur, Hermann, Ólafur Örn og Pétur Hafliði. 30.3.2005 00:01 Bjarni með samningstilboð Bjarni Fritzson, leikmaður ÍR og landsliðsmaður í handknattleik, hefur fengið tilboð frá franska liðinu Cretail. Bjarni var til reynslu hjá franska liðinu í tvo daga en var á leið heim í dag. Honum var boðinn þriggja ára samningur en samkvæmt heimildum íþróttadeildar er samningurinn uppsegjanlegur að tveimur árum liðnum. 30.3.2005 00:01 Pólverjar sigruðu N-Íra Pólverjar eru komnir með annan fótinn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í þýskalandi 2006, en þeir sigruðu í kvöld Norður Íra með einu marki gegn engu. Maciej Zurawski skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. 30.3.2005 00:01 Hollendingar sigruðu Armenna Hollendingar sigruðu Armenna í 1. riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Romeo Castelen kom þeim yfir strax á þriðju mínútu og Ruud van Nistelrooy bætti öðru við á 35. mínútu. 30.3.2005 00:01 Englendingar sigruðu Azerbaijan Englendingar sigruðu Azerbaijan í 6. riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Steven Gerrard frábært mark eftir góðan undirbúning Wayne Rooney. 30.3.2005 00:01 Jafntefli gegn Ítölum Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Ítölum í vináttulandsleik í Padova. Ítalir voru mun sterkari aðilinn í leiknum en náðu aldrei að brjóta niður sterkan varnarleik íslenska liðsins. 30.3.2005 00:01 Keflavík sigraði fyrsta leikinn Keflavík sigraði Grindavík örugglega, 88-71, í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna, en leikið var í Keflavík. Keflavík náði níu stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta og leiddi með fjórtán stiga mun, 47-33, í hálfleik, munur sem Grindavík náði aldrei að brúa. 30.3.2005 00:01 FH lagði Víkinga FH sigraði Víking, 29-25, í fyrri leik liðanna um sæti í úrslitakeppni karla í handknattleik, en leikið var í Kaplakrika. Víkingar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 17-14, en í síðari hálfleik hrundi leikur þeirra og FH-ingar gengu á lagið og tóku öll völd. 30.3.2005 00:01 United á eftir Bandaríkjamanni Manchester United á í mikilli baráttu við PSV Eindhoven um Bandaríska landsliðsmanninn Eddie Johnson. Johnson þessi er 21 árs gamall og árið 2001 reyndi United að kaupa hann en þá vildi Johnson ekki fara þar sem honum gekk mjög vel í heimalandinu þar sem hann spilaði með FC Dallas. 30.3.2005 00:01 Jón Arnór í Evrópuúrvalinu Jón Arnór Stefánsson hefur verið valinn í Evrópuúrvalið fyrir Stjörnuleik Evrópusambands FIBA sem fer fram á Kýpur 14. apríl næstkomandi. Jón er einn fjögurra fulltrúa Dynamo St. Petersburg í leiknum, Jón Armór er sá einu í Evrópuúrvalinu en hjá Heimsúrvalinu eru þjálfarinn David Blatt og Bandaríkjamennirnir Ed Cota og Kelly McCarty. 30.3.2005 00:01 McGrady með 44 stig gegn Jazz Tracy McGrady átti stórleik er lið hans, Houston Rockets, sótti Utah Jazz heim í NBA-körfuboltanum í nótt. 29.3.2005 00:01 Ljungberg að hætta með Svíum? Freddie Ljungberg, leikmaður Arsenal, hyggst fara að fordæmi samherja síns, Dennis Bergkamps, og Paul Scholes hjá erkifjendunum í Manchester United, og hætta leika með landsliði sínu. 29.3.2005 00:01 Er búinn að sanna mig, segir Owen Það er mikið rætt og ritað um framtíð enska framherjans Michael Owen hjá Real Madrid á Spáni, eftir ummæli samherja hans, Raúl, í síðustu viku en hann gaf það í skyn að best væri að Owen færi frá Real. 29.3.2005 00:01 Crespo var nálægt því að hætta Argentínski landsliðsmaðurinn Hernan Crespo viðurkenndi á dögunum að hann hefði verið nálægt því að leggja skónna á hilluna meðan á dvöl hans hjá Chelsea stóð. 29.3.2005 00:01 Casillas hefur ekki áhuga á United Gines Carvajal, umboðsmaður Iker Casillas, markvarðar Real Madrid, fullyrti nýlega að skjólstæðingur sinn hefði ekki áhuga á að ganga til liðs við Manchester United og bætti því við að Casillas hefði fullan hug á að dvelja áfram á Spáni. 29.3.2005 00:01 Williamssysturnar mætast í Miami Systurnar Serena og Venus Williams munu mætast í fjórðungsúrslitum Nasdaq-100 mótsins í Miami. 29.3.2005 00:01 Kobe svarar ummælum Atkins Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, sagði í viðtali í gær að ummæli samherja hans, Chucky Atkins, hefðu verið tekin úr samhengi. 29.3.2005 00:01 Funk sigraði á Players-mótinu Fred Funk frá Bandaríkjunum tryggði sér í gærkvöldi sigur á Players-mótinu í golfi á Sawgrass-vellinum í Flórída. Funk lék á níu höggum undir pari og er elsti kylfingur sem sigrað hefur á Sawgrass-vellinum. Bandaríkjamennirnir Tom Leman og Scott Verplank ásamt Luke Donald frá Englandi komu næstir á átta höggum undir pari. 29.3.2005 00:01 Ólafur Ingi og Emil í landsliðið Ólafur Ingi Skúlason og Emil Hallferðsson voru í gær valdir í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Ítölum í Padova annað kvöld. Þeir voru valdir í liðið í stað þeirra Arnars Þórs Viðarssonar, Heiðars Helgusonar og Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem meiddust í leiknum gegn Króötum í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardag. 29.3.2005 00:01 Skíðamót Íslands á Króknum Skíðamót Íslands verður haldið á Sauðárkróki um næstu helgi. Vegna snjóleysis var ákveðið að færa mótið úr Bláfjöllum en það hafði áður verið fært úr Oddskarði þar sem snjóalög voru á þeim tíma best í Bláfjöllum. Hlýindi og rigningar síðustu daga hafa hins vegar eytt öllum snjó á Bláfjallasvæðinu, en þetta er í þriðja sinn á fimm árum sem færa verður Skíðamót Íslands vegna snjóleysis. 29.3.2005 00:01 Ferguson fær verðlaun í kvöld Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, fær afhend verðlaun í dag fyrir langvarandi starf í þágu íþróttarinnar. 29.3.2005 00:01 Sigrún kastaði yfir 50 metra Sigrún Fjeldsted, spjótkastari úr FH, kastaði 50,19 metra á móti í Clemson í Suður-Karólínu á föstudag, en þetta er besti árangur hennar. Hún hafði áður kastað 49,70 metra. 29.3.2005 00:01 Mourinho dregur orð sín til baka Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sem hefur verið ákærður fyrir munnsöfnuð og dylgjur í garð Anders Frisks, dómara frá Svíþjóð, eftir leik Barcelona og Chelsea í Meistaradeildinni í knattspyrnu, hefur dregið orð sín til baka og segist ekki hafa séð Frisk dómara ræða við Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, í leikhléi í fyrri viðureign liðanna. 29.3.2005 00:01 Mocsai tekur við Gummersbach Lajos Mocsai frá Ungverjalandi verður næsti þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson munu leika með liðinu á næstu leiktíð. Mocsai var í sex ár þjálfari kvennalandsliðs Ungverja, en hann hefur áður þjálfað Lemgo og Nettelsted í Þýskalandi. 29.3.2005 00:01 Henry til Barcelona? Forráðamenn Barcelona hafa uppi áform um að næla í franska framherjann Thierry Henry sem leikur með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 29.3.2005 00:01 Rui Costa í flugslysi Einkaþota með Manuel Rui Costa innanborðs nauðlenti nálægt Malpensa-flugvellinum í Mílan á Ítalíu fyrr í dag. 29.3.2005 00:01 Webber hylltur en tapaði samt Chris Webber hlaut hlýjar móttökur er hann sótti sýna gömlu félaga í Sacramento Kings heim í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. 29.3.2005 00:01 Ofbeldi í íshokkíi fordæmt Rene Fasel, forseti alþjóða íshokkísambandsins, hefur fordæmt ofbeldi í evrópskum íshokkídeildum. 29.3.2005 00:01 Renault með besta liðið Giancarlo Fisichella, ökumaður Renault-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, segir litlu máli skipta að Ferrari muni frumreyna bíl sinn í næstu keppni sem fram fer í Bahrain um næstu helgi. 29.3.2005 00:01 Rannsókn á slagsmálum áhorfenda Evrópska knattspyrnusambandið, FIFA, hefur farið fram á rannsókn á hegðun áhorfenda á leik Ítala og Skota sem fram fór á San Siro leikvanginum í Mílan. 29.3.2005 00:01 Owen slær metið, segir Shearer Alan Shearer, leikmaður Newcastle og fyrrum fyrirliði enska knattspyrnulandsliðsins, hefur fulla trú á að Michael Owen, leikmaður Real Madrid, muni slá markamet Sir Bobby Charlton en hann skorað 49 mörk á ferlinum. 29.3.2005 00:01 Spilar meiddur í úrslitakeppninni Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson, leikmaður ÍR, hefur verið burðast með meiðsli síðan um áramót og ljóst að hann þarf að fara í speglun hið fyrsta. 29.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Englendingar með sama byrjunarlið Englendingar tefla fram sama byrjunarliði gegn Aserbaídsjan á St. James Park í kvöld og vann Norður-Íra, 4-0, í undankeppni heimsmeistaramótsins á Old Trafford á laugardag. David Beckham og Steven Gerrard hafa báðir náð sér af lítilsháttar meiðslum og verða með. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan hálf sjö. 30.3.2005 00:01
Ingólfur og Kristín úr leik Ingólfur Ingólfsson og Kristín Hjálmarsdóttir eru úr leik í tvenndarleik á Evrópumótinu í borðtennis sem fram fer í Árósum. Þau töpuðu fyrir Ítölum í fyrstu umferð í þremur lotum, 11-5, 11-5 og 11-6. 30.3.2005 00:01
Ísland - Ítalía á breiðbandinu Til að koma til móts við fjölmarga knattspyrnuáhugamenn á Íslandi verður Rai Uno, ítalska ríkissjónvarpsstöðin, send út í opinni dagskrá í kvöld á meðan leikur Ítalíu og Íslands fer fram. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og mun stöðin verða opin þar til að leik loknum. 30.3.2005 00:01
Kíl náði efsta sætinu Kíl vermir efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir nauman sigur á Hamborg, 25-24, á útivelli í gærkvöldi. Christian Zeits skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. 30.3.2005 00:01
Danir sigruðu Þjóðverja Danir sigruðu Þjóðverja í vináttulandsleik í handknattleik í Flensburg í gær, 25-24. Þetta var fyrsti landsleikur Dana undir stjórn nýráðins landsliðsþjálfara, Ulriks Wibeks. 30.3.2005 00:01
FH og Víkingur mætast í umspili FH og Víkingur mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í 8 liða úrslitum á Íslandsmótinu í handknattleik. Leikurinn, sem fram fer í Kaplakrika, hefst klukkan 19.15. 30.3.2005 00:01
Held að Víkingur vinni í Eyjum ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. 30.3.2005 00:01
Créteil vill fá Bjarna Landsliðsmaðurinn og ÍR-ingurinn Bjarni Fritzson kom heim frá Frakklandi í gær þar sem hann var í skoðun hjá franska félaginu Créteil. 30.3.2005 00:01
Tékkar lögðu Andorra Tékkar lögðu Andorra auðveldlega að velli 1. riðli undakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Marek Jankulovski kom Tékkum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu og Milan Baros bætti öðru marki við fimm mínútum fyrir leikhlé. 30.3.2005 00:01
Króatar sigruðu Möltu Króatar sigruðu Möltu örugglega í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld, en þessi lið spila einmitt í sama riðli og við Íslendingar. Dado Prso kom Króötum í 2-0 fyrir leikhlé og Igor Tudor innsiglaði öruggan sigur með marki á 80. mínútu. 30.3.2005 00:01
Danir í slæmum málum Danir eru ekki í góðum málum í 2. riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu eftir tap gegn Úkraínu í Kænugarði í dag. Andrej Voronin skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. 30.3.2005 00:01
Jafnt hjá Slóvökum og Portúgölum Slóvakar og Portúgalar gerðu 1-1 jafntefli í 3. riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Miroslav Karhan kom Slóvökum yfir strax á áttundu mínútu með marki úr vítaspyrnu en Helder Postiga jafnaði um miðjan síðari hálfleik. 30.3.2005 00:01
Baros til Valencia? Spænska stórliðið Valencia eru taldir ætla reyna að fá Milan Baros, sóknarmann Liverpool, í sumar og eru tilbúnir að borga fyrir hann 10 milljónir punda. Valencia reyndi að fá Baros síðasta sumar en þá voru þeir rauðu ekki tilbúnir að selja 30.3.2005 00:01
0-0 í hálfleik gegn Ítalíu Staðan í leik Ítala og Íslendinga í vináttulandsleik í Padova á Ítalíu er markalaus í hálfleik. Íslendingar geta talist heppnir að halda jöfnu en Ítalir hafa verið mun betri aðilinn í leiknum, hafa til að mynda átt 10 hornspyrnur á móti einni Íslendinga. Bestu leikmenn íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum hafa verið Árni Gautur, Hermann, Ólafur Örn og Pétur Hafliði. 30.3.2005 00:01
Bjarni með samningstilboð Bjarni Fritzson, leikmaður ÍR og landsliðsmaður í handknattleik, hefur fengið tilboð frá franska liðinu Cretail. Bjarni var til reynslu hjá franska liðinu í tvo daga en var á leið heim í dag. Honum var boðinn þriggja ára samningur en samkvæmt heimildum íþróttadeildar er samningurinn uppsegjanlegur að tveimur árum liðnum. 30.3.2005 00:01
Pólverjar sigruðu N-Íra Pólverjar eru komnir með annan fótinn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í þýskalandi 2006, en þeir sigruðu í kvöld Norður Íra með einu marki gegn engu. Maciej Zurawski skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. 30.3.2005 00:01
Hollendingar sigruðu Armenna Hollendingar sigruðu Armenna í 1. riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Romeo Castelen kom þeim yfir strax á þriðju mínútu og Ruud van Nistelrooy bætti öðru við á 35. mínútu. 30.3.2005 00:01
Englendingar sigruðu Azerbaijan Englendingar sigruðu Azerbaijan í 6. riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Steven Gerrard frábært mark eftir góðan undirbúning Wayne Rooney. 30.3.2005 00:01
Jafntefli gegn Ítölum Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Ítölum í vináttulandsleik í Padova. Ítalir voru mun sterkari aðilinn í leiknum en náðu aldrei að brjóta niður sterkan varnarleik íslenska liðsins. 30.3.2005 00:01
Keflavík sigraði fyrsta leikinn Keflavík sigraði Grindavík örugglega, 88-71, í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna, en leikið var í Keflavík. Keflavík náði níu stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta og leiddi með fjórtán stiga mun, 47-33, í hálfleik, munur sem Grindavík náði aldrei að brúa. 30.3.2005 00:01
FH lagði Víkinga FH sigraði Víking, 29-25, í fyrri leik liðanna um sæti í úrslitakeppni karla í handknattleik, en leikið var í Kaplakrika. Víkingar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 17-14, en í síðari hálfleik hrundi leikur þeirra og FH-ingar gengu á lagið og tóku öll völd. 30.3.2005 00:01
United á eftir Bandaríkjamanni Manchester United á í mikilli baráttu við PSV Eindhoven um Bandaríska landsliðsmanninn Eddie Johnson. Johnson þessi er 21 árs gamall og árið 2001 reyndi United að kaupa hann en þá vildi Johnson ekki fara þar sem honum gekk mjög vel í heimalandinu þar sem hann spilaði með FC Dallas. 30.3.2005 00:01
Jón Arnór í Evrópuúrvalinu Jón Arnór Stefánsson hefur verið valinn í Evrópuúrvalið fyrir Stjörnuleik Evrópusambands FIBA sem fer fram á Kýpur 14. apríl næstkomandi. Jón er einn fjögurra fulltrúa Dynamo St. Petersburg í leiknum, Jón Armór er sá einu í Evrópuúrvalinu en hjá Heimsúrvalinu eru þjálfarinn David Blatt og Bandaríkjamennirnir Ed Cota og Kelly McCarty. 30.3.2005 00:01
McGrady með 44 stig gegn Jazz Tracy McGrady átti stórleik er lið hans, Houston Rockets, sótti Utah Jazz heim í NBA-körfuboltanum í nótt. 29.3.2005 00:01
Ljungberg að hætta með Svíum? Freddie Ljungberg, leikmaður Arsenal, hyggst fara að fordæmi samherja síns, Dennis Bergkamps, og Paul Scholes hjá erkifjendunum í Manchester United, og hætta leika með landsliði sínu. 29.3.2005 00:01
Er búinn að sanna mig, segir Owen Það er mikið rætt og ritað um framtíð enska framherjans Michael Owen hjá Real Madrid á Spáni, eftir ummæli samherja hans, Raúl, í síðustu viku en hann gaf það í skyn að best væri að Owen færi frá Real. 29.3.2005 00:01
Crespo var nálægt því að hætta Argentínski landsliðsmaðurinn Hernan Crespo viðurkenndi á dögunum að hann hefði verið nálægt því að leggja skónna á hilluna meðan á dvöl hans hjá Chelsea stóð. 29.3.2005 00:01
Casillas hefur ekki áhuga á United Gines Carvajal, umboðsmaður Iker Casillas, markvarðar Real Madrid, fullyrti nýlega að skjólstæðingur sinn hefði ekki áhuga á að ganga til liðs við Manchester United og bætti því við að Casillas hefði fullan hug á að dvelja áfram á Spáni. 29.3.2005 00:01
Williamssysturnar mætast í Miami Systurnar Serena og Venus Williams munu mætast í fjórðungsúrslitum Nasdaq-100 mótsins í Miami. 29.3.2005 00:01
Kobe svarar ummælum Atkins Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, sagði í viðtali í gær að ummæli samherja hans, Chucky Atkins, hefðu verið tekin úr samhengi. 29.3.2005 00:01
Funk sigraði á Players-mótinu Fred Funk frá Bandaríkjunum tryggði sér í gærkvöldi sigur á Players-mótinu í golfi á Sawgrass-vellinum í Flórída. Funk lék á níu höggum undir pari og er elsti kylfingur sem sigrað hefur á Sawgrass-vellinum. Bandaríkjamennirnir Tom Leman og Scott Verplank ásamt Luke Donald frá Englandi komu næstir á átta höggum undir pari. 29.3.2005 00:01
Ólafur Ingi og Emil í landsliðið Ólafur Ingi Skúlason og Emil Hallferðsson voru í gær valdir í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Ítölum í Padova annað kvöld. Þeir voru valdir í liðið í stað þeirra Arnars Þórs Viðarssonar, Heiðars Helgusonar og Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem meiddust í leiknum gegn Króötum í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardag. 29.3.2005 00:01
Skíðamót Íslands á Króknum Skíðamót Íslands verður haldið á Sauðárkróki um næstu helgi. Vegna snjóleysis var ákveðið að færa mótið úr Bláfjöllum en það hafði áður verið fært úr Oddskarði þar sem snjóalög voru á þeim tíma best í Bláfjöllum. Hlýindi og rigningar síðustu daga hafa hins vegar eytt öllum snjó á Bláfjallasvæðinu, en þetta er í þriðja sinn á fimm árum sem færa verður Skíðamót Íslands vegna snjóleysis. 29.3.2005 00:01
Ferguson fær verðlaun í kvöld Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, fær afhend verðlaun í dag fyrir langvarandi starf í þágu íþróttarinnar. 29.3.2005 00:01
Sigrún kastaði yfir 50 metra Sigrún Fjeldsted, spjótkastari úr FH, kastaði 50,19 metra á móti í Clemson í Suður-Karólínu á föstudag, en þetta er besti árangur hennar. Hún hafði áður kastað 49,70 metra. 29.3.2005 00:01
Mourinho dregur orð sín til baka Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sem hefur verið ákærður fyrir munnsöfnuð og dylgjur í garð Anders Frisks, dómara frá Svíþjóð, eftir leik Barcelona og Chelsea í Meistaradeildinni í knattspyrnu, hefur dregið orð sín til baka og segist ekki hafa séð Frisk dómara ræða við Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, í leikhléi í fyrri viðureign liðanna. 29.3.2005 00:01
Mocsai tekur við Gummersbach Lajos Mocsai frá Ungverjalandi verður næsti þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson munu leika með liðinu á næstu leiktíð. Mocsai var í sex ár þjálfari kvennalandsliðs Ungverja, en hann hefur áður þjálfað Lemgo og Nettelsted í Þýskalandi. 29.3.2005 00:01
Henry til Barcelona? Forráðamenn Barcelona hafa uppi áform um að næla í franska framherjann Thierry Henry sem leikur með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 29.3.2005 00:01
Rui Costa í flugslysi Einkaþota með Manuel Rui Costa innanborðs nauðlenti nálægt Malpensa-flugvellinum í Mílan á Ítalíu fyrr í dag. 29.3.2005 00:01
Webber hylltur en tapaði samt Chris Webber hlaut hlýjar móttökur er hann sótti sýna gömlu félaga í Sacramento Kings heim í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. 29.3.2005 00:01
Ofbeldi í íshokkíi fordæmt Rene Fasel, forseti alþjóða íshokkísambandsins, hefur fordæmt ofbeldi í evrópskum íshokkídeildum. 29.3.2005 00:01
Renault með besta liðið Giancarlo Fisichella, ökumaður Renault-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, segir litlu máli skipta að Ferrari muni frumreyna bíl sinn í næstu keppni sem fram fer í Bahrain um næstu helgi. 29.3.2005 00:01
Rannsókn á slagsmálum áhorfenda Evrópska knattspyrnusambandið, FIFA, hefur farið fram á rannsókn á hegðun áhorfenda á leik Ítala og Skota sem fram fór á San Siro leikvanginum í Mílan. 29.3.2005 00:01
Owen slær metið, segir Shearer Alan Shearer, leikmaður Newcastle og fyrrum fyrirliði enska knattspyrnulandsliðsins, hefur fulla trú á að Michael Owen, leikmaður Real Madrid, muni slá markamet Sir Bobby Charlton en hann skorað 49 mörk á ferlinum. 29.3.2005 00:01
Spilar meiddur í úrslitakeppninni Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson, leikmaður ÍR, hefur verið burðast með meiðsli síðan um áramót og ljóst að hann þarf að fara í speglun hið fyrsta. 29.3.2005 00:01
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti