Sport

Ljungberg að hætta með Svíum?

Freddie Ljungberg, leikmaður Arsenal, hyggst fara að fordæmi samherja síns, Dennis Bergkamps, og Paul Scholes hjá erkifjendunum í Manchester United, og hætta leika með landsliði sínu. Ljungberg, sem er aðeins 27 ára að aldri og á 49 landsleiki að baki fyrir Svía, fullyrðir að hann gæti einbeitt sér betur að félagsliði sínu með því að hætta með landsliðinu. "Þetta sést best á Dennis og Paul en þeir eru að standa sig feykivel núna," sagði Ljungberg sem bætti því við að tímabilið hefði verið frábært og að honum hefði gengið betur en á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×