Sport

Crespo var nálægt því að hætta

Argentínski landsliðsmaðurinn Hernan Crespo viðurkenndi á dögunum að hann hefði verið nálægt því að leggja skónna á hilluna meðan á dvöl hans hjá Chelsea stóð. Crespo meiddist ítrekað á þessum tíma og sagði að þunglyndið hefði þyrmt yfir sér eftir hver vonbrigðin á fætur öðrum. "Ég sá engan ljósan punkt í tilverunni og leið mjög illa. Ég hélt að komið væri að lokum á ferlinum hjá mér," sagði Crespo. Crespo hefur nú átt góðu gengi að fagna hjá AC Milan þar sem hann er í láni frá Chelsea. Þessi snjalli Argentínumaður vonast til að ganga til liðs við félagið fyrir fullt og allt í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×