Sport

Danir í slæmum málum

Danir eru ekki í góðum málum í 2. riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu eftir tap gegn Úkraínu í Kænugarði í dag. Andrej Voronin skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Úkraína er efst í riðlinum með 17 stig, átta stigum meira en Danir sem eru í þriðja sæti en Evrópumeistarar Grikkja hafa 11 stig í öðru sætinu og eiga leik til góða gegn Albaníu í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×