Sport

Pólverjar sigruðu N-Íra

Pólverjar eru komnir með annan fótinn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í þýskalandi 2006, en þeir sigruðu í kvöld Norður Íra með einu marki gegn engu. Maciej Zurawski skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Pólverjar hafa þá 15 stig og eru sem stendur efstir, en Englendingar geta komist upp fyrir þá, en þeir hafa 13 stig og eru sem stendur 2-0 yfir gegn Azerbaijan. Austurríkismenn eru  í þrijða sæti með 8 stig, en þeir eru að spila gegn Wales.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×