Sport

Ólafur Ingi og Emil í landsliðið

Ólafur Ingi Skúlason og Emil Hallferðsson voru í gær valdir í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Ítölum í Padova annað kvöld. Þeir voru valdir í liðið í stað þeirra Arnars Þórs Viðarssonar, Heiðars Helgusonar og Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem meiddust í leiknum gegn Króötum í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardag. Arnar Þór er meiddur á ökkla, Jóhannes Karl tognaði í nára og Heiðar Helguson er meiddur í læri. Ólafur Ingi Skúlason á einn landsleik að baki en Emil Hallferðsson hefur ekki áður verið valinn í A-landslið karla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×