Sport

Rannsókn á slagsmálum áhorfenda

Evrópska knattspyrnusambandið, FIFA, hefur farið fram á rannsókn á hegðun áhorfenda á leik Ítala og Skota sem fram fór á San Siro leikvanginum í Mílan. Samkvæmt skýrslu frá gríska dómaranum Kyros Vassaras mátti sjá fólk kýtast á áhorfendapöllunum en grunur leikur á að þar hafi stuðningsmenn ítölsku liðanna Verona og Inter Milan verið að verki. Búast má við niðurstöðu úr rannsókninni innan tíðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×