Sport

Englendingar sigruðu Azerbaijan

Englendingar sigruðu Azerbaijan í 6. riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Steven Gerrard frábært mark eftir góðan undirbúning Wayne Rooney. Rooney fór laglega framhjá varnarmanni vinstra megin í teignum og  gaf út í teiginn þar sem Gerrard kom askvaðandi og þrumaði boltanum í jörðina og þaðan upp í slánna og inn. Það var síðan fyrirliðinn David Beckham sem gerði síðara markið. Englendingar eru efstir í riðlinum með 16 stig, Pólverjar hafa 15 og Austurríkismenn, sem í kvöld sigruðu Wales 1-0, eru í þriðja sæti með 11 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×