Sport

Funk sigraði á Players-mótinu

Fred Funk frá Bandaríkjunum tryggði sér í gærkvöldi sigur á Players-mótinu í golfi á Sawgrass-vellinum í Flórída. Funk lék á níu höggum undir pari og er elsti kylfingur sem sigrað hefur á Sawgrass-vellinum. Bandaríkjamennirnir Tom Leman og Scott Verplank ásamt Luke Donald frá Englandi komu næstir á átta höggum undir pari. Vijay Singh, stigahæsti kylfingur heims, varð að gera sér 12. sætið að góðu en hann lék á fjórum höggum undir pari. Tiger Woods náði sér ekki á strik og endaði í 53. sæti á 5 höggum yfir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×