Sport

United á eftir Bandaríkjamanni

Manchester United á í mikilli baráttu við PSV Eindhoven um Bandaríska landsliðsmanninn Eddie Johnson. Johnson þessi er 21 árs gamall og árið 2001 reyndi United að kaupa hann en þá vildi Johnson ekki fara þar sem honum gekk mjög vel í heimalandinu þar sem hann spilaði með FC Dallas. United hafa nú sýnt áhuga á ný og var JOhnson til að mynda í tvær vikur við æfingar hjá United fyrr í þessum mánuði. Johnson mun þó eiga erfitt með að fá atvinnuleyfi á Englandi þar sem hann hefur aðeins spilað sex landsleiki, og það gæti sett PSV í góða stöðu, en aðrar reglur gilda um atvinnuleyfi í Hollandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×