Fleiri fréttir

Donovan aftur í MLS?

Landon Donovan, Bandaríkjamaðurinn hjá þýska knattspyrnuliðinu Bayer Leverkusen, mun ekki leika áfram með þýska liðinu og mun líklega fara aftur  Bandarísku atvinnumannadeildina eftir tvo og hálfan mánuð í þýskalandi.

Robben frá í mánuð

Hollenski vængmaðurinn hjá Chelsea, hinn 21-árs gamli Arjen Robben, gæti verið frá í fjórar vikur, ekki bara tvær, samkvæmt föður hans. Robben meiddist í landsleik á laugardaginn í 2-0 sigri Hollendinga á Rúmennum og samkvæmt fyrstu fréttum var talið að hann  yrði frá í tvær vikur, en nú virðist annað vera uppi á teningnum.

Keflvíkingar með yfirburði

Keflvíkingar eru með mikla yfirburði gegn ÍR-ingum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Keflvíkingar leiða í leikhléi með 27 stiga mun, 51-24. Fari svo að Keflvíkingar sigri í kvöld, vinna þeir einvígið 3-1 og mæta Snæfelli í úrslitum.

Keflavík áfram

Keflvíkingar unnu ÍR-inga örugglega 97-72 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í Seljaskóla í kvöld. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn allan leikinn og leiddu með 27 stiga mun í hálfleik, 51-24. Keflvíkingar mæta Snæfelli í úrslitum en þau lið mættust einmitt líka í úrslitum í fyrra.

Keflavík í úrslitin

Fjórði leikur ÍR og Keflavíkur í undanúrslitum Úrlvalsdeildarinnar í körfubolta í gær var ekki sérlega spennandi, þar sem Keflvíkingar léku á alls oddi og unnu sannfærandi sigur í Seljaskóla, 97-72.

Fyrsti leikurinn á föstudaginn

Fyrsti úrslitaleikur Keflavíkur og Snæfells um Íslandsmeistaratitlinn í körfubolta karla fer fram á föstudaginn 1. apríl í Keflavík og hefst klukkan 19.15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn eins og allir úrslitaleikirnir en þeir geta mest orðið fimm talsins.

Hannes byrjar gegn Ítölum

Þrjár breytingar verða á íslenska liðinu frá því í leiknum gegn Króötum á laugardaginn en íslenska liðið mætir því ítalska í Padova í kvöld. Hannes Sigurðsson er einni frammi í sínum fyrsta landsleik en hann hefur verið markahæsti leikmaður 21 árs landsliðsins undanfarið ár.

Hvað gerir Rita gegn Keflavík?

Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta hefjast í kvöld þegar deildarmeistarar Keflavíkur taka á móti Grindavík á Sunnubrautinni í Keflavík. Keflavík hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu ár og er liðið taplaust í lokaúrslitunum bæði árin.

Þið fáið ekki stig fyrir hana

Þorsteinn Gunnarsson skrifar í dag Utan vallar pistil um væntingar til íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem mætir því ítalska í vináttulandsleik á Ítalíu í dag.

Leik aftur frestað vegna veðurs

Veðurguðirnir hafa sett allt úr skorðum á Players-mótinu í golfi á Sawgrass-vellinum í Flórída, en þriðja daginn í röð varð að fresta keppni vegna veðurs. Stormur og þrumuveður hafa sett strik í reikninginn en mótið heldur áfram síðdegis í dag og hefst bein útsending á Sýn klukkan sjö.

Öruggur sigur Sörenstam

Annika Sörenstam frá Svíþjóð sigraði á stórmeistaramóti kvenna sem lauk í Kaliforníu í gærkvöldi. Hún lauk keppni á 15 höggum undir pari. Í öðru sæti varð Rosei Jones frá Bandaríkjunum á sjö höggum undir pari.

Sigur á Pólverjum í síðasta leik

Íslenska landsliðið í handknattleik sigraði Pólverja 31-30 í Laugardalshöll í gær. Birkir Ívar Guðmundsson fór á kostum í marki íslenska liðsins og varði 22 skot og var besti maður vallarsins. Jaliesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með 7 mörk hvor.

Atkvæðamikill gegn Dynamo Moskvu

Jón Arnór Stefánsson skoraði 17 stig fyrir Dynamo í Sankti Pétursborg þegar liðið beið lægri hlut fyrir Dynamo Moskvu, 81-79, í rússneku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Dynamo Moskva í öðru sæti í deildinni en Jón Arnór og félagar í því sjöunda.

Brasilíumenn sigruðu Perú

Brasilíumenn sigruðu Perú með einu marki gegn engu í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í gærkvöld. Kaka, leikmaður AC Milan, skoraði markið. Brasilíumenn eru í öðru sæti í keppninni með 23 stig , tveimur stigum á eftir Argentínumönnum. Þá lagði Ekvador Paragvæ 5-2  og er Ekvador í þriðja sæti með 19 stig en Paragvæ í því fjórða með 16.

Marcello Lippi velur óreynt lið

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, hefur valið 19 leikmenn fyrir landsleikinn gegn Íslendingum í Padova á miðvikudag. Fjórir nýliðar voru valdir í liðið en aðeins þrír leikmenn sem léku með Ítölum í sigurleiknum gegn Skotum í undankeppni heimsmeistaramótsins um helgina eru í landsliðshópnum.

Frakkar sigruðu á heimavelli

Frakkar sigruðu á Bercy-mótinu í handknattleik sem lauk í París í gær. Frakkar sigruðu Þjóðverja 30 - 26 í lokaumferðinni en Túnisar tryggðu sért annað sætið með sigri á Rússum, 31-30.

Níunda tapið í röð hjá Lakers

Los Angeles Lakers tapaði í nótt níunda leiknum í röð í NBA-körfuboltanum þegar liðið beið lægri hlut fyrir Philadelphia á heimavelli, 96-89. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Allen Iverson 20 fyrir Philadelphia. Þá sigraði San Antonio Houston 83-70, Minnesota lagði LA Clippers 89-85 og Washington vann Seattle naumlega 95-94.

Lýkur Henry ferlinum hjá Arsenal?

Thierry Henry vill ljúka ferli sínum með Arsenal. Þessi snjalli framherji lét þetta eftir sig hafa í viðtali fyrir skömmu.

United á eftir Casillas

Markavarðaleit knattspyrnustjórans Alex Ferguson og félaga í Manchester United heldur áfram en Iker Casillas, markvörður spænska liðins Real Madrid, staðfesti á dögunum að forráðamenn United hefðu sett sig í samband við umboðsmann sinn.

Kobe er framkvæmdastjórinn

Einhver kergja er að myndast innan raða Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum en liðið tapaði áttunda leik sínum í röð í fyrrinótt er Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers voru í heimsókn í Staples Center.

Gerrard með 3,2 milljarða?

Nýjustu fregnir frá Bretlandi herma að forráðamenn Liverpool ætli að bjóða fyrirliðanum Steven Gerrard 3,2 milljarða fyrir áframhaldandi dvöl hjá liðinu.

Blackburn leitar að framherja

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburnliðsins í ensku úrvalsdeildinni, hyggst næla sér í framherja þegar opnað verður fyrir leikmannaflutninga í sumar.

ÍR einu tapi frá sumarfríi

Það var lítið í boði fyrir augað í Keflavík á laugardaginn þegar heimamenn tóku á móti ÍR í þriðja leik undanúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik.

Bætt vörn og markvarsla

Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor.

Kláruðu verkefnið með stæl

Ísland lék um helgina við Úkraínu, Holland og Austurríki um laust sæti á Heimsmeistaramóti U-21 árs liða sem fram fer í Ungverjalandi í sumar.

Kaffærðir af Króötum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu situr enn á botni 8. riðils undankeppni HM 2006 ásamt Möltu með eitt stig úr fimm leikjum eftir tap gegn Króötum, 4-0, í Zagreb á laugardaginn.

McManaman hugleiðir að hætta

Knattspyrnumaðurinn Steve McManaman hjá Manchester City, íhugar að hætta að leika knattspyrnu á næsta ári ef honum tekst ekki að ná sér af meiðslum sínum.

F2005 frumreyndur á undan áætlun

Michael Schumacher, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum, er fullur tilhlökkunar að keppa á nýjum Ferraribíl sem ber heitið F2005. Schumacher hefur aðeins hlotið tvö stig í fyrstu tveimur keppnum tímabilsins en hann endaði í sjöunda sæti í síðustu keppni sem fram fór í Malasíu.

Schumacher spenntur

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, segist ekki geta beðið eftir að reyna nýja bílinn frá Ferrari í Bahrain um næstu helgi.

Owen er einn af þeim bestu

Ivan Helguera hjá Real Madrid segir að Michael Owen félagi sinn hjá Real Madrid sé einn af allra bestu framherjum í spænsku deildinni.

Úrslitin í HM-leikjunum

Svíar lögðu Búlgara, 3-0, á útivelli í 8. riðli, riðli okkar Íslendinga, í undankeppni HM í gær. Svíar eru á toppnum með 12 stig, Króatar verma annað sætið í riðlinum með 10 stig, Búlgaría í þriðja sæti með 7 stig , Ungverjaland í fjórða sæti með 6 stig og Ísland og Malta reka lestina með 1 stig.

Westwood og Durant efstir

Lee Westwood frá Englandi og Bandaríkjamaðurinn Joe Durant eru efstir á Players-mótinu í golfi en fresta varð öðrum hring í gær vegna myrkurs. Þá var heldur ekkert leikið á föstudag vegna veðurs. Bein útsending frá mótinu hefst á Sýn klukkan hálf níu í kvöld.

U-21 árs liðið mætir Austurríki

Ungmennalandslið karla í handknattleik mætir í dag Austurríkismönnum í unndankeppni heimsmeistaramótsins í Laugardalshöll og hefst leikur liðanna klukkan tvö. Íslensku piltunum nægir jafntefli til að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Ungverjalandi í ágúst.

Síðasti leikurinn við Pólverja

Ísland og Pólland mætast í síðasta vináttulandsleik þjóðanna hér á landi yfir páskana í dag klukkan fjögur. Pólverjar sigruðu Íslendinga í gær með 32 mörkum gegn 28 og eiga Íslendingar, sem unnu sigur í fyrsta leiknum, harma að hefna í dag.

Ellefu leikir í NBA í nótt

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA-körfuboltanum í nótt. Minnesota vann m.a. New Jersey, 96-75, Toronto lagði Atlanta, 109-104 og Phoenix sigraði Orlando í framlengdum leik, 118-116,

Byrjunarliðið gegn Króötum

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar tilkynntu byrjunarlið Íslands í morgun sem mætir Króatíu í undankeppni HM í dag klukkan 17. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn.

Körfuboltamenn í eldlínunni

Körfuboltamenn verða í eldlínunni í dag í undanúrslitum á Íslandsmótinu. Snæfell og Fjölnir eigast við í Stykkishólmi en vinni Snæfellingar sigur í leiknum í dag tryggja þeir sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins annað árið í röð en þeir eru 2-0 yfir í einvígi liðanna.

Stúlkurnar unnu Slóvaka

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, vann Slóvakíu, 26-22, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi í gær. Íslensku stúlkurnar mæta Úkraínumönnum í dag og Frökkum á morgun.

Guðmundur og félagar í úrslit

Guðmundur E. Stepensen, Íslandsmeistari í borðtennis, og félagar í Malmö í Svíþjóð komust í gær í úrslit um sænska meistaratitilinn í borðtennis þegar þeir lögðu Halmadstad í oddarimmu í undanúrslitum. Guðmundur lék einn leik og vann, 3-2.

Öðrum hring frestað

Í gær varð að fresta öðrum hring vegna veðurs á Players-meistaramótinu í golfi á Flórída. Steve Jones var í fyrsta sæti á átta höggum undir pari að loknum fyrsta hring. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan sjö.

Miami sigurvegari Austurdeildar

Dwayne Wade skoraði 35 stig þegar Miami sigraði Phoenix, 125-115, í NBA-körfuboltanum í nótt. Með sigrinum tryggði Miami sér sigur í Austurdeildinni.

Stórsigur Englendinga á N. Írum

Englendingar fóru létt með Norður Íra og unnu 4-0 sigur á þeim í 6. riðli undankeppni HM í knattspyrnu í dag og eru nú komnir í 13 stig á toppi riðilsins. Joe Cole, Michael Owen og Frank Lampard skoruðu fyrir Englendinga og Norður Írar gerðu auk þess eitt sjálfsmark en öll mörkin komu í síðari hálfleik.

Svíar lögðu Búlgara

Svíar unnu 3-0 sigur á Búlgörum í okkar riðli, 8. riðli í undankeppni HM í knattspyrnu en leiknum var að ljúka nú rétt í þessu í Sófíu í Búlgaríu. Fredrik Ljungberg skoraði tvö marka Svíanna. Svíar eru efstir í riðlinum með 12 stig.

Króatar komnir yfir

Nico Kovac hefur komið Króatíu yfir gegn Íslandi í leik liðanna í undankeppni HM í knattspyrnu en leikið er í Zagreb í Króatíu. Markið kom eftir aukaspyrnu á 38. mínútu leiksins en Indriði Sigurðsson hafði brotið fólskulega af sér og fékk gult spjald fyrir.

Snæfell áfram og Keflavík vann

Snæfell varð fyrst til þess að tryggja sér farseðilinn í úrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Fjölni, 80:77, og vann þar með 3-0 í rimmu liðanna í undanúrslitunum. Keflavík leiðir 2-1 gegn ÍR eftir 97:79 sigur á Breiðhyltingum í Keflavík í dag.

Sjá næstu 50 fréttir