Sport

Birgir Leifur á 3 yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hefur lokið fyrsta hring á Dunhill golfmótinu í Suður-Afríku sem er liður í evrópsku mótaröðinni. Hann er á þremur höggum yfir pari og jafn 15 öðrum kylfingum í 85. sæti. Birgir Leifur byrjaði hringinn illa og var á 5 yfir pari eftir fyrstu fjórar holurnar. Hann náði svo að para fimmtu holu og náði fugli þeirri sjöttu. Eftir það náði hann tveimur fuglum til viðbótar og fékk einn skramba en aðrar holur paraði hann. Keppnin á Dunhill er hörð og til marks um það er meðal keppenda sjálfur Ernie Els sem er í 2. sæti á 5 undir pari. Efstur er Zimbabve búinn Bruce McDonald á 6 undir pari eftir fyrsta hring.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×