Sport

Jörundur Áki tekur við landsliðinu

Knattspyrnusamband Ísland hefur komist að samkomulagi við Jörund Áka Sveinsson um að hann taki við af Helenu Ólafsdóttur sem landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Jörundur Áki hefur áður þjálfað kvennalandslið Íslands, árin 2001 og 2002, með góðum árangri. Jörundur Áki er jafnframt þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Þá hefur KSÍ einnig komist að samkomulagi við Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara Vals, um að hún verði landsliðsþjálfari U21 árs landsliðs kvenna og tekur hún við af Úlfari Hinrikssyni. Þetta verður einnig tilkynnt á blaðamannafundinum í dag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×