Sport

Tyson í kast við lögin...aftur!

Hnefaleikakappinn fyrrverandi, Mike Tyson, er enn og aftur kominn í kast við lögin. Í þetta sinn olli hann vandræðum fyrir utan skemmtistað í Arizona fylki í vikunni og skemmdi bíl í látum sem fylgdu í kjölfarið. Var hann handtekinn og færður á næstu lögreglustöð en látinn laus skömmu síðar. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Tyson lendir upp á kant við lögregluyfirvöld en hann hefur fengið alls um tólf ákærur á sig gegnum tíðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×