Sport

Dregið í riðla í deildarbikarnum

Riðlaskipting í Deildarbikarkeppnina í knattspyrnu 2005 hefur nú verið ákveðin. Sú breyting var gerð frá því í fyrra að nú er keppt í þremur deildum karla og kvenna.  Í riðli 2 eru lið eins og Íslandsmeistarar FH, bikarmeistarar Keflavíkur, KR, KA og Fram. Í riðli 1 eru lið eins og ÍA, Grindavík, ÍBV, Fylkir og nýkrýndir Íslandsmeistarar innanhúss, Valur. Dagsetningar leikjanna verða kynntar á næstu dögum eins og fram kemur á vef KSÍ. Hér má sjá riðlaskiptinguna eins og hún leggur sig og birt er á vef knattspyrnusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×