Sport

Hamm og Foudy hættar

Mia Hamm og Julie Foudy léku sinn síðasta leik fyrir bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu þegar liðið lék við Mexíkó í fyrrakvöld. Leikurinn endaði 5-0 fyrir Bandaríkin. Þær stöllur þykja hafa dregið vagn landsliðsins undanfarin ár í boltanum. "Það er erfitt að gera sér grein fyrir því að þessu er lokið. Við grétum báðar," sagði Hamm þegar hún yfirgaf völlinn í hinsta sinn. "Þetta var mjög sérstakt kvöld og mér leið eins og ég væri að heyra þjóðsönginn í síðasta sinn," sagði Hamm hlæjandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×