Sport

Birgir á einu höggi yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, var á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hringinn á Dunhill-mótinu sem fram fer í Leopard Creek í Suður-Afríku. Er hann ásamt fleirum í 66. sæti en tæplega 160 keppendur eru skráðir til leiks. Er þetta fyrsta mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í á Evrópumótaröðinni en þáttökurétt til þess vann hann fyrir skömmu á Spáni. Er um miklar peningaupphæðir að ræða á mótum þessum og því mikilvægt fyrir Birgi að standa sig vel. Bruce nokkur McDonald frá Zimbabwe er efstur eftir fyrsta hring á sex höggum undir pari en stórstjarnan Ernie Els kemur þar næstur á fimm undir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×