Sport

Fyrsta mót Birgis að hefjast

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hefur leik á sínu fyrsta móti á evrópsku mótaröðinni, Dunhill-meistaramótinu, á Creek vellinum í Suður-Ameríku nú á hádegi. Verðlaun eru alls um 70 milljónir króna á mótinu en efsta sætið gefur um 10 milljónir króna. Ernie Els, stigahæsti kylfingur Evrópu, er á meðal þátttakenda. Hann lauk við fyrsta hring nú skömmu fyrir hádegi og lék hann á 67 höggum og er í 2. sæti. Bruce McDonald frá Zimbabve er fyrstur á sex höggum undir pari. Marcel Siem, sem vann mótið í fyrra, lék fyrsta hringinn á 76 höggum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×