Sport

Mayorga sýknaður af nauðgunarákæru

Ricardo Mayorga, fyrrum heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum, var sýknaður af nauðgunarákæru í gær. Hann var ákærður fyrir að ráðast að 22 ára konu á hóteli fyrir þremur mánuðum síðan. Réttarhöldin stóðu yfir í 11 klukkustundir. Mayorga barðist síðast í október, þegar hann tapaði fyrir Felix Trinidad. Mayorga tilkynnti eftir bardagann að hann væri hættur í hnefaleikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×