Fleiri fréttir

Nýr S-Class tengiltvinnbíll dregur 113 km

Nýr Mercedes-Benz S-Class í tengiltvinnútfærslu er nú kominn í sölu í Evrópu sem og á Íslandi. Nýr S-Class 580 e er með allt að 113km drægni á rafmagninu eingöngu samkvæmt WLTP staðli og hefur drægnin aukist um rúmlega helming miðað við eldri útfærslu bílsins. Þá býður bíllinn upp á 11kW hleðslugetu með hefðbundinni og 60 kW hraðhleðslugetu sem er það mesta meðal tengiltvinnbíla.

Mercedes-Benz færir sig alfarið yfir í rafbíla

Þýski lúxusbílaframleiðandinn Daimler stefnir að því að framleiða eingöngu rafknúnar Mercedes-Benz bifreiðar í lok áratugarins. Framleiðandinn hyggst því hætta alfarið þróun bensín- og dísilbíla og þar með færa sig úr áðurkynntri “Electric First” stefnu yfir í “Electric Only”.

Myndband: Rafbíllinn Rivian í grjótklifri

Stofnandi og framkvæmdastjóri Rivian RJ Scaringe er búinn að vera að byggja upp spennu fyrir kynningu á R1S. Scaringe deildi nýlega myndbandi á Twitter sem sýnir R1S í klettaklifri í Moab, Utah.

Kia með flesta selda tengiltvinnbíla á árinu

Sala á tengiltvinnbílum (Plug-in Hybrid) þ.e. bílum með rafmótor og bensínvél hefur verið góð á fyrstu sex mánuðum ársins. Alls hafa 1.675 tengiltvinnbílar hér á landi selst það sem af er ári en á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 voru þeir aðeins 967 talsins. Tengiltvinnbílar þykja gott fyrsta milliskref fyrir þá sem vilja skipta yfir í rafbíl og keyra mikið langkeyrslu inn á milli og finnst þægilegt að geta skipt yfir í bensín- eða díselvélina þegar rafmagnið minnkar.

70 prósent hleðslustöðva í Evrópusambandinu eru í þremur löndum

Flestar hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru innan Hollands, Frakklands og Þýskalands, eða um 70%. Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á að minnka umferð brunahreyfilsbíla, sérstaklega í borgum, virðist samkvæmt nýrri skýrslu um hleðslustöðvar, vanta talsvert upp á innviði.

Peugeot e-208 sigraði keppni í nákvæmnisakstri annað árið í röð

Rafbíllinn Peugeot e-208 sigraði í nákvæmnisakstri (Regularity Rally) en dagana 9-10. júlí fór fram Ísorka eRally Iceland 2021. Það voru Didier Malaga og Valérie Bonnel sem tryggðu sér fyrsta sætið í nákvæmnisakstri á Peugeot e-208 frá Brimborg. Didier og Valérie urðu heimsmeistarar árið 2018, í fyrsta mótinu hér á landi, og í öðru sæti árið 2019. Í öðru sæti í nákvæmnisakstri í ár voru Gunnlaugur og Patrekur á VW ID4 og í því þriðja Hákon og Hinrik á Tesla Model 3.

Stefnubreyting hjá Volkswagen Group

Volkswagen kynnti á dögunum nýja stefnu fyrir Volkswagen samsteypuna. Volkswagen skilgreinir sig nú sem hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki með áherslu á vörumerkin sín og tækni grundvöll sem með samlegðaráhrifum eflir og opnar nýjar leiðir í átt að nýjum tekjustraumum.

Lewis Hamilton setur upp grasrótarverkefni

Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur sett upp grasrótarverkefni sem er ætlað að auka þátttöku svartra í tæknilegum störfum sérstaklega innan Formúlu 1.

Rafvæðing framundan hjá Jaguar

Framkvæmdastjóri Jaguar Land Rover, Thierry Bolloré hefur uppi miklar áætlanir um að breyta Jaguar í lúxus rafbílaframleiðanda.

Tesla Model Y - fyrstu bílar í september

Hönnunarumhverfið fyrir Tesla Model Y er nú aðgengilegt á íslenska vefsvæði Tesla. Bíllinn er fáanlegur í tveimur útfærslum, Long Range AWD og Performance. Verðið er frá 8.069.170kr.

Bugatti og Rimac þróa næstu kynslóð ofurbíla saman

Nýstofnað félag Bugatti Rimac mun vera með höfuðstöðvar í Króatíu en Bugatti mun áfram vera í Molsheim verksmiðjunni sinni. Verkefnið er búið að vera í gangi í þónokkurn tíma en fyrst núna gert opinbert.

Nýskráningar ökutækja aukast um 69% á milli ára

Alls voru nýskráð 2203 ný ökutæki í júní sem er aukning um tæp 260 ökutæki á milli mánaða, í maí voru 1947 ökutæki nýskráð. En á milli ára er aukningin nærri því 900 bílar, eða 69% aukning. Flestar nýskráningar bifreiða voru af Toyota gerð í júní.

Uppgjör rafborgarbílanna

Undanfarið hafa birst hér á Vísi umfjallanir um rafborgarbílana Renault Zoe og Volkswagen e-Up!. Þeir verða bornir saman hér með það markmið að gera upp á milli þeirra og ákveða hvor sé betri.

Júní stærsti mánuður Peugeot á Íslandi

Júní mánuður var sá stærsti í sögu Peugeot á Íslandi með 80 selda bíla. Rafmagns- og tengiltvinntækni (PHEV) Peugeot leikur þar einnig lykilhlutverk ásamt nýjum fjórhjóladrifnum PHEV bíl.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.