Bílar

Nýskráningar ökutækja aukast um 69% á milli ára

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla Model 3 og regnbogi.
Tesla Model 3 og regnbogi. Vilhelm Gunnarsson

Alls voru nýskráð 2203 ný ökutæki í júní sem er aukning um tæp 260 ökutæki á milli mánaða, í maí voru 1947 ökutæki nýskráð. En á milli ára er aukningin nærri því 900 bílar, eða 69% aukning. Flestar nýskráningar bifreiða voru af Toyota gerð í júní.

Það voru 309 nýjar Toyota bifreiðar nýskráðar í nýliðnum júní. Kia var í öðru sæti með 261 bifreið og Tesla snýr aftur í verðlaunasæti með 169 nýskráðar bifreiðar. Þetta kemur fram í tölum á vef Samgöngustofu.

Sú undirtegund sem var mest nýskráð í júní var Tesla Model 3, raunar voru allar 169 nýskráningar Tesla í mánuðinum, Model 3 bifreiðar. Næst flestar nýskráningar meðal undirtegunda voru Toyota Rav4 bifreiðar, samtals 103. Þriðja vinsælasta undirtegundin var Kia Sportage.

Alls voru nýskráð 2203 ný ökutæki í júní sem er aukning um tæp 260 ökutæki á milli mánaða, í maí voru 1947 ökutæki nýskráð. En á milli ára er aukningin nærri því 900 bílar, eða 69% aukning.

Hyundai Ioniq í hleðslu.Vilhelm Gunnarsson

Orkugjafar

Dísel var vinsælasti orkugjafinn en 403 bifreiðar sem ganga fyrir dísel voru nýskráðar. Tengiltvinnbílar sem ganga fyrir bensíni og rafmagni voru í öðru sæti með 390 nýskráningar. Hreinir rafbílar voru í þriðja sæti með 351 nýskráningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.