Bílar

Myndband: Fjölskyldurúntur á Tesla Model S Plaid

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla Model S Plaid.
Tesla Model S Plaid.

Meðal fjölskylda fer á rúntinn á Tesla Model S Plaid. Model S er fjölskyldubíll sem hefur alltaf verið þekktur fyrir góða hröðun.

Mikið hefur verið um myndbönd af Plaid bílum á kappakstursbrautum og myndböndum sem sýna hröðun Plaid.

Pollard fjölskyldan fékk sinn Model S Plaid afhendan fyrir skemmstu og eðlilega skelltu þau sér á rúntinn. Myndband af bílferðinni fylgir hér.

Myndbandið sýnir hversu hratt Model S Plaid kemst úr kyrrstöðu í 100 km/klst. ásamt viðbrögðum fjölskyldunnar við hröðuninni. Bíllinn nær 100 km/klst. á um 2 sekúndum.

Allir sem hafa ekið Teslu þekkja tilfinninguna sem myndbandið sýnir. Flugtakstilfinningin verður seint þreytt, án þess að ofanritaður hafi ekið Model S Plaid bíl.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.