Bílar

Myndband: Rafbíllinn Rivian í grjótklifri

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rivian R1S að príla upp grjótið.
Rivian R1S að príla upp grjótið.

Stofnandi og framkvæmdastjóri Rivian RJ Scaringe er búinn að vera að byggja upp spennu fyrir kynningu á R1S. Scaringe deildi nýlega myndbandi á Twitter sem sýnir R1S í klettaklifri í Moab, Utah.

Rafjeppinn Rivian R1S er sjö sæta fjögurra mótora og fjórhjóaldrifinn. Hann virðist hafa yfir að búa talsverðri getu í torfærum.

Það er einstakt að sjá svona klif tæklað án þess að vélarhljóð heyrist. Smá spól til að ná gripi og það er allt og sumt.

R1S á að koma með um 483 km drægni. Það mun þó vera til ódýrari útgáfa sem kemst um 402 km. Einhver seinkun verður og nú er staðan sú að fyrsta gerð Rivian R1T mun koma á markað í september og R1S mun svo fylgja í kjölfarið skömmu seinna. Nánari tímasetningar hafa ekki verið gefnar út.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×