Fleiri fréttir

Gular viðvaranir enn í gildi fram eftir morgni
Veðurstofan spáir allhvassri eða hvassri austanátt og sums staðar stormi syðst og víða dálítilli rigningu eða slyddu. Þó er gert ráð fyrir heldur hægari suðaustanvindi og eftir hádegi.

Austan belgingur og stormur syðst
Það er spáð austan belgingi í dag og stormi syðst á landinu þar sem gul viðvörun er í gildi.

Djúp lægð stjórnar veðrinu næstu daga
Djúp lægð sem er suðvestur af landinu stjórnar veðrinu hér næstu daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið
Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil.

Engin lognmolla í veðrinu í dag
Stormur mældist á nokkrum stöðvum á sunnanverðu landinu í nótt, en nú í morgunsárið er mesti vindurinn afstaðinn og hafa gular vindviðvaranir runnið sitt skeið á enda.

Djúpar lægðir í kortunum næstu sex daga
Veðurspár gera nú ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu sex dagana og jafnvel lengur.

Suðaustan kaldi með rigningu og slyddu sunnan og vestantil
Suðaustan kaldi með smá rigningu eða slyddu gengur yfir landið sunnan- og vestanvert í dag. Mun hægara og bjartviðri verður hins vegar norðaustan til.

Víða hálkublettir á götum og gangstéttum
Spáð er hægum vindum og víða léttskýjuðu í dag, en síðan gangi í suðvestankalda með skúrum eða éljum norðvestan til eftir hádegi.

Frystir víða í kvöld og líkur á hálku
Það verður bjart að mestu á Vesturlandi í dag en dálítil él norðan- og austanlands og skúrir með suðurströndinni.

Rólegheit í veðrinu en úrkomubakki sækir að
Veðurstofan spáir rólegheitaveðri í dag og framan af morgundeginum en svo sækir að norðanverðu landinu úrkomubakki sem rignir úr. Áfram verði þó þurrt syðra.

Hvasst og rigning vestantil en bjart fyrir norðan og austan
Yfir Færeyjum er nú sterk hæð sem heldur lægð fyrir vestan land. Af þeim sökum er hvassara og rigning um vestanvert landið en suðlægar áttir og bjartviðri fyrir norðan og austan.

Vaxandi suðaustanátt í dag og gul viðvörun í Breiðafirði
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu síðdegis, en allt að stormur á norðanverðu Snæfellsnesi.

Lægð í örum vexti
Í dag er útlit fyrir norðan- og norðvestanátt á landinu, fimm til þrettán metra á sekúndu en þrettán til átján í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Allvíða rigning norðan og austanlands
Norðlæg átt verður ríkjandi víðast hvar á landinu í dag.

Vætusamt fyrir norðan og austan en milt miðað við árstíma
Fremur vætusamt verður á landinu norðan- og austanverðu í dag og á morgun en lengst af þurrt sunnan -g vestantil.

Víða rigning í dag og á morgun
Landsmenn mega eiga von á að það rigni víða fyrripartinn í dag en þegar líður á daginn mun stytta upp fyrir norðan og austan.

Norðan gola eða kaldi og léttskýjað suðvestantil
Landsmenn mega eiga von á norðan golu eða kalda í dag þar sem verður léttskýjað suðvestanlands, en annar staðar skýjað og með dálítilli vætu austantil. Hitinn verður á bilinu 3 til 10 stig.

Víða hæg suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað
Landsmenn mega margir reikna með hægri, suðlægri eða breytilegri átt þar sem víða verður léttskýjað í dag. Veðurstofan reiknar hins vegar með suðaustan golu eða kalda og stöku skúrir suðvestantil á landinu fram eftir degi.