Fleiri fréttir Karl III verði krýndur næsta vor Karl III Bretlandskonungur verður krýndur þann 6. maí næstkomandi. Hann hefur sinnt embætti konungs frá andláti móður sinnar Elísabetar II Bretlandsdrottningar í september síðastliðnum. 11.10.2022 17:57 Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11.10.2022 13:59 Þurfa að stórauka framlög til endurnýjanlegrar orku og aðlögunar Þjóðir heims þurfa að þrefalda framlög sín til uppbyggingar endurnýjanlegrar orkugjafar og tvöfalda framleiðslu á hreinni orku á næstu átta árum til þess að hægt verði að ná loftslagsmarkmiðum. Á sama tíma ógna loftslagsbreytingar orkuinnviðum heimsins. 11.10.2022 13:01 Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Forseti Úkraínu segir að Rússum muni ekki takast að hræða Úkraínumenn til undirgefni með eldflaugaárásum á saklausan almenning og innviði samfélagsins. Árásirnar herði andstöðuna við innrás Rússa og sameini þjóðina enn frekar. 11.10.2022 11:22 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11.10.2022 10:52 Telja sig geta varist flugskeytum frá nágrönnum sínum Suðurkóreski herinn fullyrðir að hann sé fær um að koma auga á og stöðva flugskeyti sem Norðurkóreumenn hafa gert tilraunir með upp á síðkastið. Alvarleg hætta stafi engu að síður af kjarnorkubrölti nágrannanna í norðri. 11.10.2022 08:40 Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11.10.2022 08:38 Tugir látnir eftir aurskriður í Venesúela Yfirvöld í Venesúela hafa staðfest að 36 hafa fundist látnir og að 56 sé enn saknað eftir að aurskriður skullu á hús í bænum Las Tejerías. 11.10.2022 08:35 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11.10.2022 08:16 Á þriðja tug hafa farist vegna fellibyljar í Mið-Ameríku Minnst 28 hafa látist í gríðarlegum rigningum í Mið-Ameríku undanfarna daga. Fellibylurinn Júlía sem gekk yfir svæðið hefur misst kraft sinn en enn rignir mikið í bæði Gvatemala og El Salvador. 11.10.2022 07:49 Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11.10.2022 06:33 Hróp og köll gerð að forstjórum Air France og Airbus vegna flugslyssins mannskæða fyrir þrettán árum Aðstandendur þeirra sem létust þegar Airbus-þota franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshaf árið 2009 gerðu hróp og köll að forstjórum flugvélaframleiðandans og flugfélagsins þegar dómsmál vegna flugslysins hófst í Frakklandi í dag. 10.10.2022 22:23 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10.10.2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10.10.2022 21:16 Evrópusambandið framlengir vernd yfir Úkraínumönnum á flótta Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen lýsti fyrr í dag yfir andúð sinni vegna sprenginga Rússa í Úkraínu í morgun. Framkvæmdastjórnin hefur nú búið til gagnagrunn sem gerir þeim sem eru á flótta vegna stríðsins aukinn möguleika á því að finna sér vinnu. Einnig verði vernd yfir Úkraínumönnum á flótta endurnýjuð til ársins 2024. 10.10.2022 16:32 Fjölskylda Amini fær líflátshótanir Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini. 10.10.2022 16:01 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10.10.2022 14:55 Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10.10.2022 12:39 Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10.10.2022 11:20 Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10.10.2022 10:35 Konur og börn flest þeirra sem fórust í ferjuslysi í Nígeríu Að minnsta kosti 76 fórust þegar ferju hvolfdi í Anambra-ríki í suðausturhluta Nígeríu á föstudag. Flest þeirra látnu voru konur og börn sem voru að reyna að komast undan flóðum sem hafa gert á svæðinu. 10.10.2022 09:04 Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana. 10.10.2022 08:00 „Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10.10.2022 07:50 Van der Bellen endurkjörinn sem forseti Austurríkis Alexander Van der Bellen var endurkjörinn sem forseti Austurríkis í forsetakosningum sem fram fóru í gær. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá innanríkisráðuneyti landsins fékk van der Bellen hreinan meirihluta atkvæða, en sjö voru í framboði. 10.10.2022 07:16 Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10.10.2022 06:35 Senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni Rússar hyggjast senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni í dag. Brúin varð fyrir kraftmikilli sprengingu í gærmorgun og hluti hennar féll í sundið. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann viðmeginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. 9.10.2022 07:54 Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8.10.2022 23:54 Börn meðal tíu látinna eftir sprengingu á Írlandi Tíu létust í sprengingu sem varð á bensínstöð í Donegal á Írlandi í gær. Barn og ungmenni eru meðal látinna. Forsætisráðherra segir þjóðina í sárum. 8.10.2022 22:55 Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8.10.2022 21:22 Villtum dýrum í Evrópu fjölgar á ný Aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra hafa gefist afar vel á síðustu áratugum og nú er svo komið að dýr sem fyrir fáum áratugum voru í útrýmingarhættu farnast vel í villtri náttúru Evrópu. Evrópusambandið hyggst setja aðildarríkjum sínum enn strangari kröfur til að styrkja tilvist villtra dýra. 8.10.2022 16:18 Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8.10.2022 11:54 Sjö létust í sprengingu á Írlandi Minnst sjö eru látnir eftir að sprenging varð á bensínstöð í Donegal á Írlandi. Átta til viðbótar liggjá á sjúkrahúsi vegna sára sem þeir hlutu í sprengingunni. 8.10.2022 09:31 Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8.10.2022 07:31 Einangraður einræðisherra sjötugur í dag Lík fimm hundruð þrjátíu og fjögurra, þar af nítján barna, hafa fundist í fjöldagröf á nýfrelsuðum svæðum í Kharkiv héraði í Úkraínu. Einnig hafa fundist rúmlega tuttugu staðir þar sem greinilegt er að rússneska hernámsliðið hafði stundað pyndingar á fólki. Leiðtogar Evrópusambandsins ræddu orkukreppu Evrópu vegna stríðsins í dag. 7.10.2022 19:33 Lausir úr skotgröfunum og vilja ekki leyfa Rússum að ná áttum Eftir að hafa að mestu setið fastir í skotgröfum um mánaða skeið meðan Rússar létu sprengjum rigna yfir þá, keppast úkraínskir hermenn nú við að gera gagnárásir á Rússa. Þeim hefur nokkrum sinnum tekist að stökkva Rússum á flótta sem á undanhaldinu hafa skilið eftir sig mikið magn þungavopna og annarra hergagna sem Úkraínumenn hafa notað í átökunum. 7.10.2022 16:50 Ættleiddir fá aðgang að öllum upplýsingum um sig Írsk stjórnvöld opnuðu vefsíðu í vikunni sem gerir fólki sem var ættleitt kleift að nálgast allar upplýsingar sem ríkið hefur um það, þar á meðal nafn lífmóður. Þúsundir írskra kvenna voru beittar þrýstingi til að gefa frá sér börn sín, sérstaklega á fæðingarheimilum sem kaþólska kirkjan rak. 7.10.2022 15:49 Samkynhneigður maður afhöfðaður á Vesturbakkanum Einn er í haldi palestínsku lögreglunnar vegna morðs á 25 ára gömlum samkynhneigðum karlmanni. Lík mannsins fannst afhöfðað í Hebron á Vesturbakkanum. Samtök hinsegin fólks í Ísrael segja að honum hafi borist hótanir vegna kynhneigðar sinnar. 7.10.2022 15:10 Ólýsanleg sorg þegar foreldrar sáu börnin sín eftir árásina Fjölskyldur barnanna sem létust í skotárás á leikskóla í Taílandi í gær voru óhuggandi þegar þeir sáu kistur barna sinna í dag. Stjórnmálamenn, þar á meðal forsætisráðherra Taílands, lögðu blóm að leikskólanum og konungshjónin munu heimsækja særða í dag. Af þeim 36 sem létust voru að minnsta kosti 24 börn. 7.10.2022 14:09 Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7.10.2022 14:04 Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7.10.2022 12:09 Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga. 7.10.2022 11:49 Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7.10.2022 11:44 Þúsundir hafi látist í hitabylgjunum í Bretlandi í sumar Á þriðja þúsund manns, 65 ára og eldri, létust á meðan hitabylgjum í Bretlandi stóð í sumar en alls voru umfram dauðsföll 2.803 talsins í sumar og hefur umfram dánartíðni hjá þessum aldurshóp ekki verið meiri frá árinu 2004. Hátt í fimmtán hundruð umfram dauðsföll voru skráð á einu tímabili í ágúst. 7.10.2022 10:32 Telja Trump enn vera með opinber gögn Starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja Donald Trump, fyrrverandi forseta, enn hafa opinber gögn í vörslu sinni. Hann hafi ekki enn ekki skilað öllum þeim skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu á sínum tíma. 7.10.2022 10:10 Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7.10.2022 09:06 Sjá næstu 50 fréttir
Karl III verði krýndur næsta vor Karl III Bretlandskonungur verður krýndur þann 6. maí næstkomandi. Hann hefur sinnt embætti konungs frá andláti móður sinnar Elísabetar II Bretlandsdrottningar í september síðastliðnum. 11.10.2022 17:57
Íhuga að skattleggja beljurop Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. 11.10.2022 13:59
Þurfa að stórauka framlög til endurnýjanlegrar orku og aðlögunar Þjóðir heims þurfa að þrefalda framlög sín til uppbyggingar endurnýjanlegrar orkugjafar og tvöfalda framleiðslu á hreinni orku á næstu átta árum til þess að hægt verði að ná loftslagsmarkmiðum. Á sama tíma ógna loftslagsbreytingar orkuinnviðum heimsins. 11.10.2022 13:01
Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Forseti Úkraínu segir að Rússum muni ekki takast að hræða Úkraínumenn til undirgefni með eldflaugaárásum á saklausan almenning og innviði samfélagsins. Árásirnar herði andstöðuna við innrás Rússa og sameini þjóðina enn frekar. 11.10.2022 11:22
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11.10.2022 10:52
Telja sig geta varist flugskeytum frá nágrönnum sínum Suðurkóreski herinn fullyrðir að hann sé fær um að koma auga á og stöðva flugskeyti sem Norðurkóreumenn hafa gert tilraunir með upp á síðkastið. Alvarleg hætta stafi engu að síður af kjarnorkubrölti nágrannanna í norðri. 11.10.2022 08:40
Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11.10.2022 08:38
Tugir látnir eftir aurskriður í Venesúela Yfirvöld í Venesúela hafa staðfest að 36 hafa fundist látnir og að 56 sé enn saknað eftir að aurskriður skullu á hús í bænum Las Tejerías. 11.10.2022 08:35
Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11.10.2022 08:16
Á þriðja tug hafa farist vegna fellibyljar í Mið-Ameríku Minnst 28 hafa látist í gríðarlegum rigningum í Mið-Ameríku undanfarna daga. Fellibylurinn Júlía sem gekk yfir svæðið hefur misst kraft sinn en enn rignir mikið í bæði Gvatemala og El Salvador. 11.10.2022 07:49
Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11.10.2022 06:33
Hróp og köll gerð að forstjórum Air France og Airbus vegna flugslyssins mannskæða fyrir þrettán árum Aðstandendur þeirra sem létust þegar Airbus-þota franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshaf árið 2009 gerðu hróp og köll að forstjórum flugvélaframleiðandans og flugfélagsins þegar dómsmál vegna flugslysins hófst í Frakklandi í dag. 10.10.2022 22:23
Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10.10.2022 21:33
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10.10.2022 21:16
Evrópusambandið framlengir vernd yfir Úkraínumönnum á flótta Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen lýsti fyrr í dag yfir andúð sinni vegna sprenginga Rússa í Úkraínu í morgun. Framkvæmdastjórnin hefur nú búið til gagnagrunn sem gerir þeim sem eru á flótta vegna stríðsins aukinn möguleika á því að finna sér vinnu. Einnig verði vernd yfir Úkraínumönnum á flótta endurnýjuð til ársins 2024. 10.10.2022 16:32
Fjölskylda Amini fær líflátshótanir Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini. 10.10.2022 16:01
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10.10.2022 14:55
Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun. 10.10.2022 12:39
Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10.10.2022 11:20
Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10.10.2022 10:35
Konur og börn flest þeirra sem fórust í ferjuslysi í Nígeríu Að minnsta kosti 76 fórust þegar ferju hvolfdi í Anambra-ríki í suðausturhluta Nígeríu á föstudag. Flest þeirra látnu voru konur og börn sem voru að reyna að komast undan flóðum sem hafa gert á svæðinu. 10.10.2022 09:04
Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana. 10.10.2022 08:00
„Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10.10.2022 07:50
Van der Bellen endurkjörinn sem forseti Austurríkis Alexander Van der Bellen var endurkjörinn sem forseti Austurríkis í forsetakosningum sem fram fóru í gær. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá innanríkisráðuneyti landsins fékk van der Bellen hreinan meirihluta atkvæða, en sjö voru í framboði. 10.10.2022 07:16
Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10.10.2022 06:35
Senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni Rússar hyggjast senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni í dag. Brúin varð fyrir kraftmikilli sprengingu í gærmorgun og hluti hennar féll í sundið. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann viðmeginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. 9.10.2022 07:54
Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8.10.2022 23:54
Börn meðal tíu látinna eftir sprengingu á Írlandi Tíu létust í sprengingu sem varð á bensínstöð í Donegal á Írlandi í gær. Barn og ungmenni eru meðal látinna. Forsætisráðherra segir þjóðina í sárum. 8.10.2022 22:55
Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8.10.2022 21:22
Villtum dýrum í Evrópu fjölgar á ný Aðgerðir til að fyrirbyggja útrýmingu villtra dýra hafa gefist afar vel á síðustu áratugum og nú er svo komið að dýr sem fyrir fáum áratugum voru í útrýmingarhættu farnast vel í villtri náttúru Evrópu. Evrópusambandið hyggst setja aðildarríkjum sínum enn strangari kröfur til að styrkja tilvist villtra dýra. 8.10.2022 16:18
Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8.10.2022 11:54
Sjö létust í sprengingu á Írlandi Minnst sjö eru látnir eftir að sprenging varð á bensínstöð í Donegal á Írlandi. Átta til viðbótar liggjá á sjúkrahúsi vegna sára sem þeir hlutu í sprengingunni. 8.10.2022 09:31
Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8.10.2022 07:31
Einangraður einræðisherra sjötugur í dag Lík fimm hundruð þrjátíu og fjögurra, þar af nítján barna, hafa fundist í fjöldagröf á nýfrelsuðum svæðum í Kharkiv héraði í Úkraínu. Einnig hafa fundist rúmlega tuttugu staðir þar sem greinilegt er að rússneska hernámsliðið hafði stundað pyndingar á fólki. Leiðtogar Evrópusambandsins ræddu orkukreppu Evrópu vegna stríðsins í dag. 7.10.2022 19:33
Lausir úr skotgröfunum og vilja ekki leyfa Rússum að ná áttum Eftir að hafa að mestu setið fastir í skotgröfum um mánaða skeið meðan Rússar létu sprengjum rigna yfir þá, keppast úkraínskir hermenn nú við að gera gagnárásir á Rússa. Þeim hefur nokkrum sinnum tekist að stökkva Rússum á flótta sem á undanhaldinu hafa skilið eftir sig mikið magn þungavopna og annarra hergagna sem Úkraínumenn hafa notað í átökunum. 7.10.2022 16:50
Ættleiddir fá aðgang að öllum upplýsingum um sig Írsk stjórnvöld opnuðu vefsíðu í vikunni sem gerir fólki sem var ættleitt kleift að nálgast allar upplýsingar sem ríkið hefur um það, þar á meðal nafn lífmóður. Þúsundir írskra kvenna voru beittar þrýstingi til að gefa frá sér börn sín, sérstaklega á fæðingarheimilum sem kaþólska kirkjan rak. 7.10.2022 15:49
Samkynhneigður maður afhöfðaður á Vesturbakkanum Einn er í haldi palestínsku lögreglunnar vegna morðs á 25 ára gömlum samkynhneigðum karlmanni. Lík mannsins fannst afhöfðað í Hebron á Vesturbakkanum. Samtök hinsegin fólks í Ísrael segja að honum hafi borist hótanir vegna kynhneigðar sinnar. 7.10.2022 15:10
Ólýsanleg sorg þegar foreldrar sáu börnin sín eftir árásina Fjölskyldur barnanna sem létust í skotárás á leikskóla í Taílandi í gær voru óhuggandi þegar þeir sáu kistur barna sinna í dag. Stjórnmálamenn, þar á meðal forsætisráðherra Taílands, lögðu blóm að leikskólanum og konungshjónin munu heimsækja særða í dag. Af þeim 36 sem létust voru að minnsta kosti 24 börn. 7.10.2022 14:09
Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7.10.2022 14:04
Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7.10.2022 12:09
Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga. 7.10.2022 11:49
Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7.10.2022 11:44
Þúsundir hafi látist í hitabylgjunum í Bretlandi í sumar Á þriðja þúsund manns, 65 ára og eldri, létust á meðan hitabylgjum í Bretlandi stóð í sumar en alls voru umfram dauðsföll 2.803 talsins í sumar og hefur umfram dánartíðni hjá þessum aldurshóp ekki verið meiri frá árinu 2004. Hátt í fimmtán hundruð umfram dauðsföll voru skráð á einu tímabili í ágúst. 7.10.2022 10:32
Telja Trump enn vera með opinber gögn Starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna telja Donald Trump, fyrrverandi forseta, enn hafa opinber gögn í vörslu sinni. Hann hafi ekki enn ekki skilað öllum þeim skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu á sínum tíma. 7.10.2022 10:10
Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. 7.10.2022 09:06