Fleiri fréttir

Lúkasjenka óskar eftir hernaðaraðstoð frá Rússlandi

Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur óskað eftir því að fá lánaðar sprengjuflugvélar, sem geti borið kjarnorkuvopn, frá Rússum. Samkvæmt talsmanni Kreml er Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stöðugu sambandi við Lúkasjenka vegna ástandsins á landamærunum. 

Met dag eftir dag í „faraldri óbólusettra“ í Þýskalandi

Fleiri en fimmtíu þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi í gær og var það fjórða daginn í röð sem nýtt met yfir fjölda smitaðra á einum degi var slegið. Yfirvöld hafa lýst þessari bylgju sem „faraldri óbólusettra“.

Markle biður dómstól afsökunar vegna rangfærslna

Meghan Markle, hertogynjan af Sussex, hefur beðið áfrýjunardómstól á Bretlandseyjum afsökunar á því að hafa ekki munað eftir því að hafa beðið aðstoðarmann um að koma upplýsingum á framfæri til höfunda bókar um hana og eiginmann hennar.

Bol­sonaro skráir sig í stjórn­mála­flokk

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur skráð sig í og gengið til liðs við hinn hægrisinnaða Frjálslynda flokk (PL) í landinu. Hann hefur staðið utan flokka frá árinu 2019.

Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins

Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði.

Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína

Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir.

Hraðasti vöxtur verðbólgu í þrjá áratugi

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,2% í Bandaríkjunum á síðustu tólf mánuðum. Þróunin hefur ekki verið svo ör í þrjá áratugi en talið er að ástandið megi rekja til kórónuveirufaraldursins.

„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“

Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig.

Telja sig hafa handtekið raðmorðingja

Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti á mánudag að hún hafi handtekið mann, sem talinn er vera raðmorðingi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað sex og sært tvo til viðbótar í fylkjunum Missouri og Kansas. 

Stefan Löfven búinn að segja af sér

Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina.

Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse

Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn.

Kornabörn fórust í eldsvoða á indversku sjúkrahúsi

Fjögur ungbörn fórust þegar eldur kviknaði á nýburadeild sjúkrahúss í borginni Bhopal á Indlandi í gærkvöldi. Nokkur börn slösuðust til viðbótar en ekki liggur fyrir hversu mörg þau eru og hversu alvarleg sár þau eru.

Græn­lendingar banna úran­vinnslu

Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn.

Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana

Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára.

Birta nöfn þeirra sem létust á tón­leikum Tra­vis Scott

Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega.

ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg.

Luku 198 daga geimferð í nótt

Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun.

Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki

Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit.

Os­car Pistorius sækir um reynslu­lausn

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur sótt um reynslulausn og kann mál hans brátt að verða tekið til meðferðar, rúmum sex árum eftir að hann var fyrst dæmdur fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, á heimili hans í Pretoríu árið 2013.

Covid-19 aftur farið að ógna dönsku samfélagi

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að danska þingið skilgreini kórónuveiruna á ný sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi. Faraldurinn hefur verið á uppleið í Danmörku að undanförnu.

Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu

Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er.

Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna

Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir