Fleiri fréttir

Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig

Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum.

Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní

Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári.

Bogmaðurinn í Kongsberg nafngreindur

Maðurinn sem myrti fimm og særði tvo alvarlega í Noregi í gærkvöldi heitir Espen Andersen Bråthen. Hann var handtekinn eftir árásina og er nú til rannsóknar hjá geðlæknum.

Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk

Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn.

Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút

Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah.

Vilja vindorku­garða við nær alla strand­lengju Banda­ríkjanna

Ríkisstjórn Joes Biden vill láta reisa vindorkuver við nærri alla strandlengju Bandaríkjanna á næstu árum. Stefnt er að því að vindorkuframleiðendur geti byrjað að sækja um leyfi til að reisa vindtúrbínur fyrir utan ströndina fyrir árið 2025.

Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður.

Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju

Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára.

Mótmæla aflífun dýra hverra eigendur hafa greinst með Covid-19

Yfir 150 þúsund manns í Víetnam hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að þarlend yfirvöld hætti að drepa dýr af ótta við smithættu vegna Covid-19. Undirskriftasöfnuninni var hrundið af stað eftir að tólf gæludýr pars sem greindist með sjúkdóminn voru drepin á meðan þau dvöldu á spítala.

Á þriðja tug látinn í miklum eldsvoða í Taívan

Að minnsta kosti tuttugu og fimm eru látnir eftir mikinn eldsvoða í þrettán hæða blokk í sunnanverðu Taívan í nótt. Yfirvöld búast við því að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar.

Þingi slitið í Japan og kosið fyrir lok mánaðar

Fumio Kishida, nýr forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í dag en hann ætlar að boða til þingkosninga 31. október. Aðeins tíu dagar eru síðan þingið kaus Kishida sem forsætisráðherra en hann segist nú leita að umboði til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd.

Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum

Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár.

Árásarmaðurinn sagður 37 ára danskur ríkisborgari

Fimm eru látnir og tveir særðir eftir árás bogamanns í bænum Kongsberg í Noregi í gær. Lögregla hefur handtekið 37 ára Dana sem er grunaður um hroðaverkið. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki en mögulega sé um hryðjuverk að ræða.

Ís­lendingur í Kongs­berg sleginn eftir árás boga­mannsins

Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki.

Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari

Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar.

Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk

Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar

Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu.

Aðeins fyrirmenni fá aðgang að allra helgasta hluta Davíðs

Framsetning á styttunni af Davíð á heimssýningunni í Dúbaí sem nú stendur yfir hefur vakið þó nokkrar deilur. Almennir gestir geta aðeins barið höfuð styttunnar augum en aðgangur að öðrum hlutum hennar er aðeins fyrir fyrirmenni.

Bandaríkin opna landleiðina og flugleiðina fyrir bólusetta

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamærin að Kanada og Mexíkó í nóvember fyrir fullbólusetta einstaklinga. Þau höfðu áður tilkynnt að landið yrði opnað ferðalöngum flugleiðina einhvern tímann í næsta mánuði.

Ljón í vegi raf­væðingar bíla­flota Evrópu og Banda­ríkjanna

Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum.

Skatta­mál og lofts­lags­mál helsti á­steytingar­steinninn

Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum.

Líkamshlutarnir af 24 ára gömlum karlmanni

Tvennt hefur verið ákært eftir að lögregla á Grænlandi bar kennsl á líkamshluta sem fundust í sorpbrennslustöð í bænum Ilulissat fyrr í þessum mánuði. Líkamshlutarnir reyndust af 24 ára gömlum grænlenskum karlmanni.

Staðfesta dánarorsök Petito

Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar.

„Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“

Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins.

Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan

Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans.

Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus

Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna.

Sameinuðu þjóðirnar skila auðu um kvörtun Thunberg

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segist ekki geta tekið afstöðu til kvörtunar Gretu Thunberg og annarra ungra loftslagsaðgerðasinna sem halda því fram að aðgerðaleysi ríkja heims brjóti á réttindum þeirra. Ungmennin hefðu átt að snúa sér að dómstólum í hverju landi fyrir sig fyrst.

Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins

Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna.

Loksins laus við gúmmí­dekk eftir tvö erfið ár

Dýralífsyfirvöld í Colorado-fylki í Bandaríkjunum segja að gúmmídekk sem hefur verið fast utan um háls skógarhjartar í tvö ár hafi loksins náðst af honum. Vandinn fólst ekki í að ná dekkinu af heldur að klófesta sjálfan hjörtinn sem hefur runnið úr greipum yfirvalda á svæðinu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.