Fleiri fréttir

Klúður í verksmiðju tefur bóluefni Johnson & Johnson

Um fimmtán milljónir skammta af bóluefni Johnson & Johnson gegn kórónuveirunni eru sagðir hafa eyðilagst þegar starfsmenn í verksmiðju í Baltimore rugluðu saman innihaldsefnum fyrir nokkrum vikum. Klúðrið er sagt tefja afhendingu á bóluefninu.

Frakkar herða aftur á aðgerðum gegn veirunni

Skólar í Frakklandi verða lokaðir næstu þrjár vikurnar í það minnsta samkvæmt nýjum og hertum sóttvarnaaðgerðum sem Emmanuel Macron forseti kynnti í dag. Varaði hann við því að yfirvöld gætu misst tökin á kórónuveirufaraldrinum yrði ekki gripið til aðgerða strax.

Navalní í hungurverkfall í fangelsinu

Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum.

Helmingur Breta nú með mót­efni

Helmingur allra Breta er nú kominn með mótefni gegn kórónuveirunni, annaðhvort eftir að hafa smitast af veirunni, eða eftir að hafa fengið bóluefni gegn hanni.

Höfuð­paurinn í Wa­tergate-inn­brotinu er látinn

G. Gordon Liddy, sem hefur verið nefndur höfuðpaurinn þegar kom að innbrotinu á skrifstofur Demókrataflokksins á Watergate-hótelinu í Washington árið 1972, er látinn. Hann varð níutíu ára. Watergate-hneykslið átti eftir að leiða til afsagnar Richards Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta árið 1974.

Hundur Bidens beit starfsmann Hvíta hússins

Major, annar hunda Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden konu hans, beit starfsmann Hvíta hússins á mánudaginn var. Þetta er í annað sinn sem Major, sem er þýskur fjárhundur, bítur frá sér eftir komuna í Hvíta húsið.

Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals

Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við.

Hætta notkun bóluefnis AstraZeneca fyrir yngra fólk

Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að gefa fólki yngra en sextugu ekki bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna einstakra tilfella blóðtappa sem tilkynnt hefur verið um í fólki sem hefur fengið efnið. Lyfjastofnanir Evrópu og Bretlands hafa báðar mælt með áframhaldandi notkun bóluefnisins.

Segir lækni hafa stækkað brjóst hennar án sam­þykkis

Bandaríska leikkonan Sharon Stone segir að skurðlæknir hafi sett í hana stærri brjóstapúða en hún hafði samþykkt, í aðgerð sem hún gekkst undir árið 2001, í kjölfar þess að góðkynja æxli voru fjarlægð úr brjóstum hennar.

45 tróðust undir í minningar­at­höfn Ma­gu­fu­lis

Lögregla í Tansaníu segir að 45 manns hafi látið lífið um liðna helgi eftir að hafa troðist undir í stærstu borg landsins, Dar es Salaam, þar sem verið var að heiðra John Pombe Magufuli, forseta Tansaníu, sem lést á dögunum.

„Derek Chau­vin sveik skjöld sinn“

Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur.

Maxwell á­kærð fyrir man­sal í fyrsta sinn

Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir.

Von á bólu­efni Jans­sen til Evrópu þann 19. apríl

Bóluefni Janssen gegn Covid-19 fer í dreifingu í Evrópu þann 19. apríl næstkomandi að sögn Johnson & Johnson, móðurfyrirtækis Janssen. Bóluefnið hefur þá sérstöðu að ekki þarf tvo skammta af efninu svo það gefi fulla vörn.

Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90%

Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin.

Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð

Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn.

Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi

Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða.

Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum

Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um.

Hyggst segja af sér í apríl

Nikol Pashinyan tilkynnti í gær að hann muni segja af sér embætti forsætisráðherra Armeníu í næsta mánuði til að draga úr þeirri spennu sem verið hefur í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði.

„Er þetta nógu þjóð­hollt?“

Undanfarin misseri hefur hatursglæpum gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna fjölgað gríðarlega. Upptök þessarar bylgju hatursglæpa rekja margir til rasisma í kjölfar kórónuveirufaraldursins í garð asískra Bandaríkjamanna.

For­dæma of­beldið í kjöl­far blóðugasta dags mót­mælanna

Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar.

Bol­sonaro greiðir blaða­manni bætur vegna niðrandi um­mæla

Dómstóll í Brasilíu hefur dæmt Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, til þess að greiða kvenkyns blaðamanni bætur vegna ærumeiðandi ummæla sem hann lét falla í febrúar á síðasta ári. Blaðamaðurinn vann sambærilegt mál gegn syni forsetans í janúar á þessu ári.

Kalla til fleiri dráttar­báta og vilja forðast að af­­ferma skipið

Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið.

Sjálfs­vígs­á­rás við dóm­kirkju í Indónesíu

Í það minnsta fjórtán eru særðir eftir að sjálfsvígsárás var gerð við dómkirkju í borginni Makassar í Indónesíu í morgun. Messan var í tilefni pálmasunnudags og var kirkjan þéttsetin þegar árásin var framin.

Skora á John­son að deila bólu­efnum með fá­tækari þjóðum

Góðgerðafélög á borð við Save the Children og Wellcome Trust hafa skorað á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að greina frá því hversu margir skammtar af bóluefnum munu fara til fátækari þjóða í ljósi þess að Bretar munu ekki nýta alla þá skammta sem hafa verið keyptir.

Sakaðir um að myrða al­menna borgara sem flýja á­tökin

Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu.

Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu

Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina.

Jörðinni stafar ekki ógn af smástirnum næstu hundrað ár

Geimferðastofnun Bandaríkjanna segir jarðarbúum ekki lengur stafa ógn af smástirninu Apophis. Ja, að minnsta kosti ekki næstu hundrað ár. Nasa hafði áður útnefnt Apophis það smástirni sem væri einna hættulegast jörðinni.

Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn

Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan.

Salmond formaður nýs sjálfstæðis-flokks

Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, verður formaður nýs stjórnmálaflokks sem mun berjast fyrir aðskilnaði frá Bretlandi. Alba-flokkurinn var stofnaður í janúar og mun bjóða fram í þingkosningunum 6. maí.

Sjá næstu 50 fréttir