Erlent

Jörðinni stafar ekki ógn af smástirnum næstu hundrað ár

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Smástirnið fór síðast framhjá jörðinni 5. mars síðastliðinn, í 17 milljón kílómetra fjarlægð.
Smástirnið fór síðast framhjá jörðinni 5. mars síðastliðinn, í 17 milljón kílómetra fjarlægð. Nasa

Geimferðastofnun Bandaríkjanna segir jarðarbúum ekki lengur stafa ógn af smástirninu Apophis. Ja, að minnsta kosti ekki næstu hundrað ár. Nasa hafði áður útnefnt Apophis það smástirni sem væri einna hættulegast jörðinni.

Apophis var fyrst uppgötvað árið 2004 og spáðu vísindamenn því að smástirni myndi fara glannalega nálægt jörðu árin 2029 og 2036. Síðar var það dregið til baka en greint frá því að enn væri einhver hætta á árekstri árið 2068.

Nú hefur Nasa hins vegar útilokað það og sagt jörðina örugga næstu öld.

Apophis var nefnt í höfuðið á egypskum guði ringulreiðar og myrkurs en það er talið vera um 340 í þvermál, sem jafngildir um það bil þremur knattspyrnuvöllum.

Smástirnið fór síðast framhjá jörðinni 5. mars síðastliðinn, í 17 milljón kílómetra fjarlægð.

Þótt árekstur hafi verið útilokaður mun það fara ansi nálægt jörðu árið 2029, eða í um 32 þúsund kílómetra fjarlægð. Það jafngildir einum tíunda af fjarlægðinni milli jarðarinnar og tunglsins. 

Hægt verður að sjá smástirnið með berum augum frá Asíu, Afríku og sums staðar í Evrópu.

Geimferðarstofnunin hefur borið kennsl á þrjú smástirni sem kunna að fara nálægt jörðu einn daginn.

1950 AD mun koma ískyggilega nálægt því að lenda á jörðinni árið 2880 en vísindamenn segja möguleikann þó aðeins um 0,012 prósent.

Þá eru 4,7 prósent líkur á að smástirnið 2010 RF12 rekist á jörðu árið 2095. Það er þó svo lítið að það er ekki talið hættulegt.

2012 HG2 gæti mögulega lent á jörðinni árið 2052, og er einna líklegast til þess af þekktum smástirnum, en hættan sem stafar af því er þó tiltölulega lítil þar sem það myndi í raun ekki „lenda“ í eiginlegri merkingu heldur brenna upp í andrúmsloftinu líkt og 2010 RF12.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.