Fleiri fréttir

Modi fram­lengir út­göngu­bann

Forsætisráðherra Indlands hefur tilkynnt indversku þjóðinni að útgöngubannið, sem í gildi er, verði framlengt til 3. maí.

Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta

Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl.

Frakkar framlengja útgöngubann

Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í kvöld að útgöngubann muni vera í gildi í landinu til 11. maí.

Boris John­son út­skrifaður af sjúkra­húsi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin.

Nýtt til­felli ebóla stað­fest í Austur-Kongó

Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar.

Til­rauna­lyf vekur vonir

Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead.

Heimafólk má fara á ströndina

Héraðsdómstóll í borginni Griefswald hefur komist að þeirri niðurstöðu að heimafólk megi fara á ströndina við Eystrasaltið þrátt fyrir að útgöngubann sé í gildi í landinu.

Trump og Pútin vilja hækka olíuverð

Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna ræddu í dag leiðir til að hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Verð á hráolíu hefur lækkað úr tæplega 70 dollurum á tunnu í janúar í rúmlega 30 dollara nú og það lækkaði aftur á mörkuðum í morgun. 

Versta kreppa í níutíu ár

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega slæm áhrif á hagkerfi heimsins

Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna

Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington.

Rúm­lega 1,5 milljón hefur greinst með kórónu­veiruna

Alls hafa 1.502.618 kórónuveirutilfelli verið staðfest á heimsvísu í heildina. 340.112 einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og 89.931 látist af völdum hans. Nú eru því 1.072.857 að glíma við veiruna.

Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið

Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ.

Lýsa yfir vopnahléi í Jemen

Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu.

Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala

Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur.

Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi

Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu.

Boris brattur á gjörgæslunni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans.

Óháðir eftirlitsmenn í sigtinu hjá Trump

Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“

Bernie Sanders hættir framboði sínu

Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember.

Sjá næstu 50 fréttir