Fleiri fréttir

Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata

Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá.

Boris Johnson fluttur á gjörgæslu

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna.

Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna

Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost.

Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni

Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans.

Dauðsföllum fækkar á Spáni fjórða daginn í röð

Vonir standa til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu á Spáni eftir að nýjum dauðsföllum fækkaði þar fjórða daginn í röð. Spánn glímir nú við flest tilfelli kórónuveiru í Evrópu og hafa ríflega þrettán þúsund manns látið lífið í faraldrinum.

Austurríki býr sig undir að slaka á aðgerðum

Leyft verður að opna verslanir í Austurríki í næstu viku þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Hægst hefur á útbreiðslunni í Austurríki og telja stjórnvöld nú tímabært að létta á samkomubanni þar.

Johnson enn við stjórnvölinn þrátt fyrir sjúkrahúsleguna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stýrir enn ríkisstjórninni þrátt fyrir að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19-veikinda í gærkvöldi, að sögn innanríkisráðherra Bretlands. Dominic Raab, utanríkisráðherra, stýrir ríkisstjórnarfundum í fjarveru Johnson.

Fimm ára barn lést úr COVID-19

Fimm ára barn með undirliggjandi sjúkdóma er á meðal þeirra sem létust síðasta sólarhringinn af völdum COVID-19 í Bretlandi.

Finnst ekki við hæfi að bera andlitsgrímu

Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.