Finnst ekki við hæfi að bera andlitsgrímu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 17:43 Staðfest smit eru alls 290 þúsund í Bandaríkjunum. AP/Alex Brandon Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. Ríkisstjóri New York ríkis segir að brátt verði það uppiskroppa með öndunarvélar. Alls hafa nú ríflega 7.400 manns látist úr veirunni í Bandaríkjunum og þarf af tæp 1.900 í New York þar sem staðan er einna verst. Flest tilfelli kórónuveirunnar greinast nú í Bandaríkjunum og eru staðfest smit þar alls 290 þúsund. Ríkisstjórn Trumps hefur beint því til borgara að nota klúta eða grímu til að hylja vit sín. Eru þessi tilmæli skref í því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsetinn segir þetta valfrjálsa aðgerð en sjálfur ætli hann ekki að taka upp á slíku. „Þetta er valfrjálst. Ég mun líklega ekki gera það. Ég sit á forsetaskrifstofunni við fallega skrifborðið þar og finnst ekki við hæfi að ég sé með andlitsgrímu þegar ég býð velkomna forseta, forsætisráðherra, einræðisherra, konunga og drottningar. Ég sé mig ekki í þeirri stöðu,“ sagði Donald Trump. Líkt og áður segir er staðan í Bandaríkjunum einna verst í New York. Ríkisstjórinn Andrew Cumo segir að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. Þegar Trump var spurður hvort hann ætlaði að tryggja að New York hefði nægilega margar vélar sagði hann að ríkið ætti að vera vel sett. Bætti hann því við að New York ríki hefði haft tækifæri í gegnum tíðina til að panta öndunarvélar. „Þeir höfðu tækifæri til að panta öndunarvélar í áranna rás. En þeir kusu að gera það ekki. Við vorum til staðar og hjálpuðum þeim. Ríkisstjóri New York ríkis er þakklátur fyrir hjálpina. Við eigum alríkisbirgðir. Við getum notað þær fyrir ríkin eða okkur sjálf. Alríkisstjórnin notar þær,“ sagði Donald Trump. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. Ríkisstjóri New York ríkis segir að brátt verði það uppiskroppa með öndunarvélar. Alls hafa nú ríflega 7.400 manns látist úr veirunni í Bandaríkjunum og þarf af tæp 1.900 í New York þar sem staðan er einna verst. Flest tilfelli kórónuveirunnar greinast nú í Bandaríkjunum og eru staðfest smit þar alls 290 þúsund. Ríkisstjórn Trumps hefur beint því til borgara að nota klúta eða grímu til að hylja vit sín. Eru þessi tilmæli skref í því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsetinn segir þetta valfrjálsa aðgerð en sjálfur ætli hann ekki að taka upp á slíku. „Þetta er valfrjálst. Ég mun líklega ekki gera það. Ég sit á forsetaskrifstofunni við fallega skrifborðið þar og finnst ekki við hæfi að ég sé með andlitsgrímu þegar ég býð velkomna forseta, forsætisráðherra, einræðisherra, konunga og drottningar. Ég sé mig ekki í þeirri stöðu,“ sagði Donald Trump. Líkt og áður segir er staðan í Bandaríkjunum einna verst í New York. Ríkisstjórinn Andrew Cumo segir að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. Þegar Trump var spurður hvort hann ætlaði að tryggja að New York hefði nægilega margar vélar sagði hann að ríkið ætti að vera vel sett. Bætti hann því við að New York ríki hefði haft tækifæri í gegnum tíðina til að panta öndunarvélar. „Þeir höfðu tækifæri til að panta öndunarvélar í áranna rás. En þeir kusu að gera það ekki. Við vorum til staðar og hjálpuðum þeim. Ríkisstjóri New York ríkis er þakklátur fyrir hjálpina. Við eigum alríkisbirgðir. Við getum notað þær fyrir ríkin eða okkur sjálf. Alríkisstjórnin notar þær,“ sagði Donald Trump.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28
Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26
Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12