Fleiri fréttir

Vígasveitir í Jemen hörfa

Uppreisnarherinn í Jemen hefur tilkynnt að byrjað sé að fjarlægja vígasveitir hans frá helstu hafnarstæðum landsins.

Dauða­dóms krafist: „Verri en skepnur“

Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða.

Sjálfstæði EFTA-dómstólsins ógnað

Norski dómarinn við EFTA-dómstólinn ráðlagði forseta Hæstaréttar Noregs að senda mál aftur til EFTA-dómstólsins. Ógn við sjálfstæði dómsins segja lögfræðingar.

Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin

Friðarverðlaunahafi og þjóðarleiðtogi Mjanmar beitti sér af hörku gegn því að blaðamenn Reuters yrðu leystir úr haldi fyrir skrif um stríðsglæpi mjanmarska hersins. Blaðamennirnir fengu Pulitzer fyrir umfjöllun sína.

Blússandi sigling á Farage

Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþings­kosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí.

Mugabe í fjárhagsörðugleikum

Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, hefur auglýst fimm þreskivélar auk annarra framleiðslutækja til sölu á uppboði.

Fimmtíu ára fangelsis krafist

Yfirvöld í Bandaríkjunum handtóku Daniel Everette Hale, fyrrverandi upplýsingagreinanda hjá þjóðaröryggisstofnuninni NSA, í gær.

Evrópa hafnar afarkostum Íransstjórnar

Frakkland, Þýskaland og Bretland, evrópsku aðildarríkin að JCPOA-samningnum um að Íranar fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana, hvöttu Írana í sameiginlegri yfirlýsingu í gær til þess að halda samningnum á lífi.

Manning laus úr fangelsi

Chelsea Manning fyrrverandi verktaki fyrir Bandaríkjaher sem lak upplýsingum til Wikileaks á sínum tíma er laus úr fangelsi.

Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu.

Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024

Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024.

Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu

Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið.

Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum

Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran.

Af­glæpa­væða of­skynjunar­sveppi

Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu.

Skammaði Breta fyrir mögulegt samstarf við Huawei

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skammaði Breta, einhverja helstu bandamenn Bandaríkjanna, þegar hann flutti ræðu í London í dag, vegna mögulegrar samvinnu þeirra við Kína og tæknirisann Huawei.

Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“

"Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir