Fleiri fréttir

Dökkar horfur vegna Kasmírárásar

Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni.

Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti

Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni.

May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit

Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni.

Fréttamenn gætu verið fangelsaðir eftir dóm yfir kardinála

Ástralskir fjölmiðlar máttu ekki fjalla um dóminn yfir Pell kardinála þegar hann féll í desember vegna lögbanns sem átti að tryggja sanngirni áframhaldandi réttarhalda yfir honum. Þeir sem sögðu frá því í einhverri mynd gætu átt von á ákæru.

Söngvari Talk Talk er látinn

Mark Hollis hélt sig frá kastljósi fjölmiðla og eftir útgáfu sólóplötu árið 1998 dró hann sig nær alfarið í hlé frá tónlistinni.

Hundrað ára gljúfur 

Miklagljúfursþjóðgarður fagnar aldarafmæli sínu í dag. Hátíðarhöld í tilefni dagsins. Woodrow Wilson forseti gerði gljúfrið að þjóðgarði en það hefur ratað á nýja lista yfir undur veraldar.

R. Kelly heldur fram sakleysi sínu

Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri.

Trump frestar tollahækkun

Hlutabréfaverð á Asíumörkuðum hækkaði í morgun eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann ætli að bíða með að hækka tolla á vörur frá Kína.

Þrýstingur á Maduro eykst

Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum.

Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri

Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir