Dóttir talsmanns Pútín vinnur á Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 16:21 Dmitrí Peskov hefur verið talsmaður Pútín um árabil. Dóttir hans vinnur nú fyrir franskan Evrópuþingmann á sama tíma og samskipti Rússlands og Evrópu eru stirð. Vísir/Getty Evrópuþingmenn hafa gert athugasemd við að dóttir talsmanns ríkisstjórnar Rússlands fái að sitja fundi og hafi aðgang að gagnagrunnum þingsins. Elizaveta Peskova vinnur sem starfsnemi fyrir franskan Evrópuþingsmann. Peskova er dóttir Dmitrí Peskov, talsmanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til fjölda ára. Hún hóf störf fyrir Aymeric Chauprade, sem kosinn var á Evrópuþingið fyrir hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna, í nóvember og á að vera starfsnemi hjá honum þar til í apríl. Chauprade sagði skilið við Þjóðfylkinguna árið 2015 og stofnaði eigin hægriflokk, Frjálsa Frakka.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talskonu Evrópuþingsins að Peskova hafi aðeins aðgang að opinberum gögnum í stöfum sínum í þinginu. Hún vinni beint fyrir Chauprade en ekki þingið sjálft. Peskova er sögð hafa búið lengi í Frakklandi þar sem hún hefur stundað laganám. Hún sé þekkt á samfélagsmiðlum og hafi verið virk í stjórnmálum. Þannig hefur hún meðal annars tjáð sig um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í París sem hún líkti við tölvuleikinn „Uppvakningaheimsendirinn“. Faðir hennar gagnrýndi Evrópusambandið harðlega á dögunum vegna refsiaðgerða gegn tveimur Rússum sem eru taldir hafa staðið að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra.Ónot annarra þingmanna Áhyggjur hafa verið uppi um að Rússar gætu reynt að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar sem fara fram í maí. Chauprade, sem var áður ráðgjafi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, og er fylgjandi innlimun Rússa á Krímskaga, hefur fullyrt að Peskova fái ekki aðgang að neinum leynilegum gögnum, ekki einu sinni þeim sem tengjast störfum nefndar um samskipti ESB og Rússlands sem hann á sæti í. Öðrum þingmönnum er engu að síður ekki rótt yfir að manneskja með svo náin tengsl við ráðamenn í Kreml. Christine Revault d‘Allones-Bonnefoy, Evrópuþingmaður franskra sósíalista, segir það sláandi að Peskova vinni á þinginu. „Dóttir talsmanns Kremlar er ekki bara hver sem er. Það kemur mér á óvart að starfsmannaþjónusta þingsins hafi fullgilt þessa ráðningu,“ segir hún. Sandra Kalniete, lettneskur Evrópuþingmaður, hefur einnig sagt að starfsnám Peskovu á Evrópuþinginu sé klár öryggisbrestur. Evrópusambandið Frakkland Rússland Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Evrópuþingmenn hafa gert athugasemd við að dóttir talsmanns ríkisstjórnar Rússlands fái að sitja fundi og hafi aðgang að gagnagrunnum þingsins. Elizaveta Peskova vinnur sem starfsnemi fyrir franskan Evrópuþingsmann. Peskova er dóttir Dmitrí Peskov, talsmanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til fjölda ára. Hún hóf störf fyrir Aymeric Chauprade, sem kosinn var á Evrópuþingið fyrir hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna, í nóvember og á að vera starfsnemi hjá honum þar til í apríl. Chauprade sagði skilið við Þjóðfylkinguna árið 2015 og stofnaði eigin hægriflokk, Frjálsa Frakka.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talskonu Evrópuþingsins að Peskova hafi aðeins aðgang að opinberum gögnum í stöfum sínum í þinginu. Hún vinni beint fyrir Chauprade en ekki þingið sjálft. Peskova er sögð hafa búið lengi í Frakklandi þar sem hún hefur stundað laganám. Hún sé þekkt á samfélagsmiðlum og hafi verið virk í stjórnmálum. Þannig hefur hún meðal annars tjáð sig um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í París sem hún líkti við tölvuleikinn „Uppvakningaheimsendirinn“. Faðir hennar gagnrýndi Evrópusambandið harðlega á dögunum vegna refsiaðgerða gegn tveimur Rússum sem eru taldir hafa staðið að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra.Ónot annarra þingmanna Áhyggjur hafa verið uppi um að Rússar gætu reynt að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar sem fara fram í maí. Chauprade, sem var áður ráðgjafi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, og er fylgjandi innlimun Rússa á Krímskaga, hefur fullyrt að Peskova fái ekki aðgang að neinum leynilegum gögnum, ekki einu sinni þeim sem tengjast störfum nefndar um samskipti ESB og Rússlands sem hann á sæti í. Öðrum þingmönnum er engu að síður ekki rótt yfir að manneskja með svo náin tengsl við ráðamenn í Kreml. Christine Revault d‘Allones-Bonnefoy, Evrópuþingmaður franskra sósíalista, segir það sláandi að Peskova vinni á þinginu. „Dóttir talsmanns Kremlar er ekki bara hver sem er. Það kemur mér á óvart að starfsmannaþjónusta þingsins hafi fullgilt þessa ráðningu,“ segir hún. Sandra Kalniete, lettneskur Evrópuþingmaður, hefur einnig sagt að starfsnám Peskovu á Evrópuþinginu sé klár öryggisbrestur.
Evrópusambandið Frakkland Rússland Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira