Fleiri fréttir

Óveður í Norður Evrópu

Þótt frost mælist nú talsvert víða á landinu er veðrið almennt með ágætum. Í Norður Evrópu er sagan á annan veg en mikill snjóstormur hefur gengið yfir Noreg og von er á svipuðu í Svíþjóð.

Snowden gögnin: Svíar njósna um Rússa fyrir Bandaríkjamenn

Fjarskiptadeild sænska hersins njósnar um æðstu ráðamenn í Rússlandi, og sendir upplýsingarnar til kollega sinna í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í gögnum sem uppljóstrarinn Edward Snowden komst yfir en sænska Ríkisútvarpið hefur nú fengið aðgang að þeim gögnum sem snúa að Svíþjóð.

Konungur Tælands biðlar til þegna sinna

Konungur Tælands hvatti í morgun þegna sína til þess að sýna samstöðu, með hag landsins að leiðarljósi. Fjölmenn mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga gegn ríkisstjórninni sem sökuð er um spillingu en í dag var ákveðið að gera hlé á átökunum, í ljósi þess að konungurinn á afmæli.

Fólki með Alzheimers fjölgar mikið næstu áratugi

Fjöldi þeirra sem glíma við elliglöp eða Alzheimers-sjúkdóminn, mun þrefaldast fyrir árið 2050, að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Alþjóðlegu Alzimers samtökin létu gera skýrsluna en í henni kemur fram að um fjörutíu milljónir manna um allan heim glími nú við sjúkdóminn.

Geislavirku efnin í Mexíkó fundin

Lögreglan í Mexíkó hefur fundið flutningabíl sem var fullur af geislavirkum úrgangi en trukknum var stolið nálægt höfuðborg landsins á mánudgainn var. Bíllinn fannst á víðavangi og geislavirka efnið, Cobalt 60, hafði verið tekið úr sérstökum geymslukössum en yfirvöld segja að allt efnið hafi þó fundist.

Stálu milljónum lykilorða á Facebook, Gmail og Twitter

Tölvuþrjótar komust inn í tölvur hjá fólki og náðu þar með notendanöfnum og lykilorðum á Facebook, Gmail og Twitter samskiptareikningunum hjá yfir tveimur milljónum einstaklinga en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá netöryggisfyrirtækinu Trustwave.

Einn af æðstu mönnum Hezbollah ráðinn af dögum

Hezbollah samtökin í Líbanon segja að einn af stjórnendum samtakanna hafi verið myrtur í morgun. Hassan Lakkis var ráðinn af dögum fyrir utan heimili sitt í bænum Hadath sem er í nágrenni höfuðborgarinnar Beirut.

Lestarstjórinn í New York dottaði við stýrið

Lestarstjórinn sem var við stjórnvölinn þegar farþegalest fór út af sporinu í New York með þeim afleiðingum að fjórir létust, dottaði við stýrið, rétt áður en slysið átti sér stað. Þetta segir talsmaður félags lestarstjóra í samtali við AP fréttastofuna.

Biden kominn til Kína

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, kom í nótt til Kína í opinbera heimsókn, en síðustu daga hefur andað köldu á milli Kínverja og Bandaríkjamanna vegna deilu þeirra um lofthelgissvæði Kínverja sem þeir útvíkkuðu á dögunum þannig að það nær til eyja á Kínahafi sem lúta yfirráðum Japana.

Heilar kvenna og karla eru mismunandi

Kortlagning boðkerfis heilans hefur sýnt að heilar kvenmanna annarsvegar og karlmanna hinsvegar eru ólíkir. Að miklu leyti samsvara niðustöðurnar gömlum steríótýpum.

Segir valdarán í undirbúningi í Úkraínu

Forætisráðherra Úkraínu segir öll teikn á lofti þess efnis að stjórnarandstæðingar undirbúi nú valdarán í landinu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni Kænugarði síðustu daga eftir að forsetinn, Viktor Yanukovych, ákvað að hætta við að undirrita samning um nánari samskipti Úktaínu og Evrópusambandsins.

Myrkur í Venesúela

Víðtækt rafmagnsleysi er nú í Venesúela og virðist vandamálið ná yfir stóran hluta landsins, þar á meðal höfuðborgina Caracas. Neðanjarðarlestir í höfuðborginni stöðvuðust og þurfti að aðstoða fólk við að komast út úr háhýsum í borginni eftir að lyftur hættu að virka.

Lögreglan í Tælandi tekur niður víggirðingar

Lögreglan í Bangkok í Tælandi hefur fjarlægt girðingar og gaddavír sem hún hafði sett upp umhverfis helstu stjórnarbyggingar í borginni en mótmælendur hafa síðustu daga krafist afsagnar ríkisstjórnar Yingluck Shinawatra.

Átök harðna í Taílandi

Leiðtogi mótmælanna í Taílandi segist staðráðinn í að linna ekki látum fyrr en ríkisstjórnin hefur hrakist frá völdum.

Assad sakaður um stríðsglæpi

Mannréttindafulltrúi S.Þ. segir æðstu yfirvöld í Sýrlandi hafi gefið fyrirskipanir um árásir sem falli undir stríðsglæpi.

Mótmælendur loka götum í Úkraínu

Mótmælendur hafa lokað götum að opinberum stofnunum við Sjálfstæðistorg í Kænugarði í Úkraínu. Þeir hafa einnig komið sér fyrir í ráðhúsi borgarinnar.

Stærsta þrælahaldsmál síðari ára

Lögreglan í London segir að mál kvennanna þriggja sem frelsaðar voru úr prísund sinni á dögunum eftir um þrjá áratugi sé stærsta nútíma þrælahaldsmálið í Bretlandi.

37 féllu í loftárás í Sýrlandi

Þyrlur sýrlenskra stjórnvalda slepptu tveimur öflugum sprengjum í tveimur árásum á þorpið al-Bab sem er í norðurhluta Sýrlands, skammt frá borginni Aleppo um helgina

Minningarathöfn um fórnarlömbin

Minningarathöfn um fórnarlömb þyrluslyssins sem varð í Glasgow á föstudagskvöld verður haldin í dómkirkju borgarinnar í dag.

85 ára í haldi í Norður-Kóreu

Bandarísk yfirvöld hafa farið þess á leit við Norður Kóreu að bandarískur ríkisborgari sem hefur verið þar í haldi í um mánuð verði látinn laus.

Sjá næstu 50 fréttir