Erlent

Biden kominn til Kína

Biden við komuna til Beijing, með honum í för er sonur hans Hunter, og barnabarnið Finnegan.
Biden við komuna til Beijing, með honum í för er sonur hans Hunter, og barnabarnið Finnegan. Mynd/EPA
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, kom í nótt til Kína í opinbera heimsókn, en síðustu daga hefur andað köldu á milli Kínverja og Bandaríkjamanna vegna deilu þeirra um lofthelgissvæði Kínverja sem þeir útvíkkuðu á dögunum þannig að það nær til eyja á Kínahafi sem lúta yfirráðum Japana.

Biden kom til Kína frá Tókýó, þar sem hann ítrekaði fullan stuðning Bandaríkjamanna við málstað Japana í deilunni. Kínverskir ríkismiðlar hafa hinsvegar farið geyst fyrir komu varaforsetans.

Þeir hafa aðvarað Biden og sagt að hann ætti ekki að endurtaka vanhugsuð ummæli sín um deiluna, á meðan hann sé á kínverskri grundu. Biden hefur hinsvegar þvert á móti tekið skýrt fram að hann ætli einmitt að ræða málið í þaula við leiðtoga Kínverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×