Erlent

Heilar kvenna og karla eru mismunandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvenmannsheili vinstra megin og karlaheili hægra megin.
Kvenmannsheili vinstra megin og karlaheili hægra megin.
Kortlagning boðkerfis heilans hefur sýnt að heilar kvenmanna eru betur hannaðir fyrir samskipti og minni, en heilar karla eru sérhæfðir í skynjun og samhæfingu. Frá þessu er sagt á vef Guardian.

„Vísindamenn skönnuðu nærri 1.000 heila til að staðfesta það sem marga hafði örugglega grunað um árabil. Að greinanlegur munur væri á tengingum heila kvenmanna og karla.“

Að meðaltali voru heilar kvenmanna mikið tengdir á milli vinstra og hægra heilahvela, en tengingar karla gengu meira fram og aftur.

Guardian hefur eftir Regini Verma, einum rannsakenda við Háskólann í Pennsylvania, að henni hefði mest komið á óvart hve mikið rannsóknirnar studdu við gamlar steríótýpur. Að vinstri heilinn væri hannaður fyrir rökhugsun og hægri heilinn fyrir innsæi. „Ef viðfangsefni krefst beggja hæfileika eru konur hentugri í verkið,“ segir Regini.

Þessar niðurstöður fengust úr einni stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á heilum karla og kvenna og kortlagningin gefur vísindamönnum betri mynd af hvað telst eðlilegt fyrir hvort kyn á mismunandi aldursstigum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×