Fleiri fréttir

Háskólinn í Árósum rýmdur vegna sprengjuhótunar

Búið er að rýma og loka flestum byggingum háskólans í Árósum vegna sprengjuhótunnar. Ákveðið var að loka skólanum eftir að handskrifað bréf með hótuninni fannst á skrifstofu skólans. Lögreglan er nú að leita að hugsanlegri sprengju í skólanum.

Sportveiðimaður veiddi 700 kílóa þungan Grænlandshákarl

Það beit heldur betur á krókinn hjá norska sportveiðimanninum Thor Eivind Flakstad um helgina en hann setti í rúmlega 700 kílóa þungan og nærri fjögurra metra langan Grænlandshákarl þegar hann var á skaki undan ströndinni norðarlega í Noregi.

Tveggja ára stelpa læknaðist af HIV

Tveggja ára gömul stelpa frá Mississippi er læknuð af HIV. Hún er fyrsta barnið í heiminum sem læknast af sjúkdómnum. Sérfræðingar telja að ástæðan fyrir því að hægt var að lækna hana sé sú að tekist hafi að grípa snemma inn í sjúkdómsferlið, en lyfjagjöf hófst þegar stúlkan var einungis 30 daga gömul.

Bjarnarhúnn safnar peningum

Dýragarður vonast til þess að ísbjarnarhúnninn Luna geti hjálpað þeim að safna fjórum milljónum Bandaríkjadala fyrir bætta aðstöðu fyrir ísbirni.

Lést af slysförum

Yfirvöld staðfesta að dauði hins þriggja ára Max Shatto hafi verið slys.

Belmokthar felldur í Malí

Hersveitir frá Afríkuríkinu Tsjad hafa fellt hinn herskáa íslamista Mokhtar Belmokthar í nágrannaríkinu Malí. Þetta fullyrða fjölmiðlar í Tsjad að minnsta kosti en staðfesting hefur ekki borist.

Ómögulegt að ná upp úr holu

Björgunarsveitir í Flórída eru hættar að reyna að ná upp líki mannsins sem jörðin gleypti þar á dögunum.

Chávez berst fyrir lífi sínu

Forseti Venesúela, Hugo Chávez, er enn í krabbameinsmeðferð eftir aðgerð sem hann gekkst undir á Kúbu í desember.

Gátu ekki komist að neinu samkomulagi

Sjálfvirkur niðurskurður á bandarísku fjárlögunum upp á 85 milljarða dala hófst um mánaðamótin, þar sem þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um annað fyrirkomulag. Bitnar á öldruðum, börnum, sjúklingum og hermönnum.

Undirbúningur páfakjörs hefst

Páfalaust er í Róm eftir að Benedikt XVI hætti klukkan átta á fimmtudagskvöld. Þangað til nýr páfi verður kosinn taka nokkrir háttsettir kirkjunnar menn við daglegri stjórn hennar.

Alvarleg bilun í Curiosity

Bilun kom upp í tölvubúnaði könnunarfarsins Curiosity, sem hefur verið rannsóknarstörf á plánetunni Mars síðustu sjö mánuði. Samkvæmt verkfræðingum hjá bandarísku geimvísindastofnuninni er bilunin sú alvarlegasta sem komið hefur upp frá því að farið lenti á rauðu plánetunni.

Jörðin gleypti mann

Talið er að einn maður hafi farist þegar jörðin opnaðist undir heimili hans í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn lá þar í rúmi sínu en bróðir hans var einnig á staðnum. Hann reyndi að bjarga bróður sínum en þurfti á endanum sjálfur liðsinnis björgunarmanna þegar þeir komu á vettvang.

Getur ekki hætt að borða svitalyktareyði

Hin nítján ára gamla Nicole er háð því að borða svitalyktareyði en hún byrjaði á þessum ávana þegar hún var fjögurra ára gömul. Það er ekkert smáræði sem fer ofan í líkama hennar því í hverjum mánuði borðar hún um fimmtán stykki.

Hvergi meiri lífsgæði en í Zürich

Zürich, fjölmennasta borgin í Sviss, er sú borg í heiminum þar sem lífsgæði eru mest. Þetta kemur fram í samanburði gagnagrunnsrisans Numbeo.

Ánægð með nýja andlitið sitt

Aisha Mohammadzai varð nítján ára gömul að táknmynd kúgaðra kvenna í Afganistan. Þá sagði hún dagblaðinu Time sögu sína en forsíðumyndin vakti óskipta athygli.

Bandaríkin aðstoða uppreisnarmennina

Sýrlenskir uppreisnarmenn fá mat, lyf og fleiri nauðsynjar frá Bandaríkjunum en hernaðaraðstoð er ekki í boði frekar en fyrri daginn. Þetta er engu að síður stefnubreyting af hálfu Bandaríkjanna, sem til þessa hafa haldið sig til hlés að mestu.

Lífshamingjan mest á Hawaii

Vellíðan fólks á Hawaii er mest á meðan íbúar í Virginíu-fylki hafa það verst. Þetta kemur fram í árlegri könnun Gallup um lífshamingju fólks vestanhafs í ríkjunum fimmtíu.

Hugo Chavez berst fyrir lífi sínu

Hugo Chavez forseti Venesúela berst fyrir lífi sínu, að sögn varaforseta landsins, en hann er þungt haldinn eftir nokkrar krabbameinsaðgerðir á síðustu tæpum tveimur árum.

Sjá næstu 50 fréttir