Fleiri fréttir Ofbeldi í Mexíkó Ritstjóri mexíkóska fréttamiðilsins Primera Hora, María Elizabeth Macías, fannst hálshöggvin í almenningsgarði. Höfuð hennar fannst nokkrum metrum frá, sitjandi á steinstalli. Atvikið fylgir í kjölfarið á öðrum svipuðum morðum sem eiturlyfjagengi hafa framið til að þagga niður í fréttamiðlum í Mexíkó. Hjá höfði Macías fannst handskrifaður miði sem útskýrði ástæður morðsins ásamt því að vara aðra blaðamenn við. Einnig eru notendur samskiptamiðla varaðir við en Macías var afkastamikill bloggari. Macías er fjórða blaðakonan sem hefur verið myrtur á þessu ári. 29.9.2011 10:11 Silvio hefur yfir litlu að gleðjast á afmælisdaginn Silvio Berlusconi er 75 ára gamall í dag en hefur þó yfir litlu að gleðjast. Ítalía stríðir við mikinn efnahagsvanda og nær daglega koma fram kröfur um afsögn forsætisráðherrans litríka. Hann á fjögur dómsmál yfir höfði sér og fleiri munu vera á leiðinni auk þess sem smáatriðum úr einkalífi hans er vandlega lýst í fjölmiðlum dag eftir dag. 29.9.2011 09:53 Fæddist með tvö andlit Læknar á sjúkrahúsinu í bænum Rawalpindi í Pakistan vinna nú að því að bjarga lífi ungabarns sem fæddist með tvö andlit á dögunum. 29.9.2011 09:23 Afturkallar dóm yfir konu sem átti að hýða fyrir að aka bíl Abdullah konungur Sádí Arabíu hefur beitt neitunarvaldi sínu og ógilt dóm sem féll í landinu á dögunum en þá var kona dæmd til þess að verða húðstrýkt sex sinnum vegna þess að hún gerðist brotleg við lög með því að keyra bíl. 29.9.2011 07:11 Fær ekki vinnu eftir háskólanám Aldrei hefur gengið eins illa fyrir nýútskrifaða háskólanema í Danmörku að fá vinnu. Þetta kom fram í frétt MetroXpressen í gær. 29.9.2011 03:00 Egyptar kjósa innan mánaðar Þingkosningar verða haldnar í Egyptalandi 28. nóvember, þær fyrstu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli snemma þessa árs. 29.9.2011 01:30 Boðar kosningar eftir mánuð Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur tilkynnt að kosningar verði haldnar 29. október. 29.9.2011 01:00 Aflífuð vegna giktarvanda Pokarottan Heidi var aflífuð í dýragarðinum í Leipzig í Þýskalandi í gær. Heidi vakti mikla athygli í lok síðasta árs vegna sérstaks útlits, en hún var rangeygð. 29.9.2011 00:00 Verður jarðaður ásamt Doritos snakkflögum Maðurinn sem fann upp Doritos snakkið, Arch West, lést þann 20. september síðastliðinn. Samkvæmt fréttavef Reuters voru líkamsleifar hans brenndar en útförin fer fram næsta laugardag. 28.9.2011 21:57 Lambið Jack heldur að það sé fjárhundur - reynir stundum að gelta Breska lambið Jack er ekki eins of flest sauðfé. Hann heldur nefnilega að hann sé fjárhundur. Jack fæddist fyrir hálfu ári síðan. Þegar hann fæddist var hann lítill og veikburða þannig fjölskyldan á bóndabænum, þau Alison Sinstadt og sambýlismaður hennar, Simon Sherwin, ákváðu að taka lambið inn á heimilið og hlúa að því. 28.9.2011 21:30 Sextán ára piltur myrtur af vampíru-söfnuði Átján ára stúlka sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina WBBH-TV að hún væri vampíra og hefði oft drukkið blóð úr unnusta sínum. Stúlkan, sem heitir Stephanie Pistey, hefur verið ákærð fyrir að lokka sextán ára gamlan dreng inn á heimili í Flórída í júlí síðastliðnum, þar sem hann var laminn til bana af fjórum félögum stúlkunnar. 28.9.2011 20:30 Ófrjósemi og hjartasjúkdómar Vísindamenn telja sig hafa fundið tengsl milli ófrjósemi og hjartasjúkdóma hjá karlmönnum. Þetta er niðurstaða áratuga langrar rannsóknar sem 135.000 karlmenn tóku þátt í. 28.9.2011 16:51 Segir Bandaríkjunum standa ógn af Kína Kína er efnahagsleg ógn við Bandaríkin og er einnig að byggja upp her til þess að ógna veru sjóher Bandaríkjamanna í Suður - Kínahafinu, segir Mitt Romney, sem tekur þátt í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar. 28.9.2011 16:16 Jarðskjálftahrina við Kanaríeyjar Um 150 jarðskjálftar hafa mælst á El-Hierro, minnstu eyju Kanaríeyja. Eyjan er afar vinsæll ferðamannastaður og nú óttast yfirvöld eldgos. Herinn hefur staðið í ströngu í dag við að undirbúa fólksflutninga af eyjunni ef allt fer á versta veg. Í nótt voru 53 einstaklingar beðnir um að yfirgefa hús sín af ótta við aurskriður. Þegar dagaði var ákveðið að öllum skólum á eyjunni yrði lokað í dag. 28.9.2011 16:02 Styttist í kosningar á Írlandi Það stefnir allt í spennandi forsetakosningar á Írlandi þann 27. október næstkomandi. Aldrei hafa jafn margir frambjóðendur verið á kjörseðlinum en nú - sjö talsins. Þau síðustu til að hljóta samþykki voru þau David Norris og popp stjarnan Dana Rosemary Scallon. Þau sem áður höfðu hlotið samþykki eru þau Sean Gallagher og Mary Davis sem bæði eru í sjálfstæðu framboði. Í framboði fyrir verkamannaflokkinn er Michael D Higgins. Einnig eru Gabriel Mitchell í framboði undir fána Fine Gael ásamt Martin McGuinness fyrir Sinn Féin. 28.9.2011 15:26 Aðdáendur gráta fráfall Heidi Fésbókarvinir rangeygðu pokarottunnar Heidi og Twitterfylgjendur eru í öngum sínum eftir að það uppgötvaðist að hún væri dáin. Talsmenn dýragarðsins í Leipzig, þar sem hin krúttlega Heidi dvaldi, segja að hún hafi verið lystarlaus og átt erfitt með hreyfingu í allmargar vikur. Því var tekin ákvörðun um að svæfa Heidi svefninum hinsta eftir að tilraunir til að lækna hana fóru út um þúfur, segir AP fréttastofan. 28.9.2011 15:21 Crepusculum opnar í Frankfurt Í dag opnar sýningin „Crepusculum" í Schirn Kunsthalle Frankfurt. Sýningin er í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Á sýningunni mun listakonan Gabríela Friðriksdóttir vinna með átta íslensk fornhandrit og skapa í kringum þau einstæða umgjörð. Gabríela vinnur með kvikmynda- og hljóðverk, ásamt skúlptúrunum til skapa eina heild með fornritunum. Það má því segja að ný og gömul list mætist í gjörningi Gabríelu. Til gamans má geta er titill verksins fenginn latínu og þýðir ljósaskipti. 28.9.2011 14:31 Rússar hættir að kaupa Kalashnikov Rússneski herinn ætlar að hætta að kaupa Kalashnikov riffilinn, eitt frægasta vopn sögunnar. Riffillinn var hannaður af hershöfðingjanum Mikhail Kalashnikov árið 1947 sem í kjölfarið varð að þjóðhetju í Sovétríkjunum. Litlar breytingar hafa hinsvegar verið gerðar á vopninu og nú vill herinn ekki kaupa fleiri riffla nema framleiðandinn endurhanni gripinn í takt við nýjustu tækni. 28.9.2011 14:29 Dauðahafshandritin til sýnis á netinu Hin 2.000 ára gömlu Dauðahafshandrit eru nú til sýnis á netinu. Það eru Google og þjóðminjasafn Ísraels sem standa að verkefninu. Hægt er að skoða handritin í háskerpu, stækka til og lesa þýðingar fræðimanna á textunum. Upprunalegi textinn er ritaður á papýrus og pergament. Talið er að handritin hafi verið rituð og safnað saman af flökkuhópi gyðinga sem síðar meir settist að við bakka Dauðahafsins. 28.9.2011 13:45 Pútín skipar fjármálaráðherra Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur útnefnt nýjan fjármálaráðherra eftir að Alexei Kudrin var bolað úr sæti nú á mánudaginn. Pútín ákvað að aðstoðar forsætisráherra hans, Igor Shuvalov, ætti að hafa umsjón með fjármálum hins opinbera. Hins vegar mun Anton Siluanov taka við sem fjármálaráðherra. Putin lagði tillögurnar fyrir Medvedev forseta sem samþykkti þær um hæl. Líklegt þykir að Medvedev og Pútín skipti sjálfir á stólum á næsta ári. 28.9.2011 13:17 Gadaffi undir verndarvæng hirðingja Enn á ný berast fregnir af hugsanlegum felustað Muammar Gadaffi, fyrrum leiðtoga Líbíu. Nú telja yfirvöld í Líbíu að Gadaffi haldi til við landamæri Alsír og sé þar undir vernd innfæddra Tuareg hermanna. Gadaffi flúði eftir að uppreisnarmenn náðu valdi yfir landinu í síðasta mánuði, þó er talið að Gadaffi sé enn að skipuleggja aðgerðir til hefta sókn uppreisnarmanna og að hann vinni nú að því að endurheimta traust fyrrum hermanna sinna. Talsmaður hersins í Líbíu segir leitina enn standa yfir en svæðið sem Gadaffi er talinn vera á er afar víðfemt og erfitt yfirferðar. Hann greindi einnig frá því að líklegt þyki að Gadaffi greiði Tuareg mönnun fyrir verndum. 28.9.2011 12:47 Ástarsvindl á Netinu mun algengara en talið var Um 200 þúsund Bretar, aðallega karlmenn, hafa verið plataðir á Netinu og þeim talin trú um að þeir standi í eldheitu ástarsambandi. Samkvæmt nýrri rannsókn eru svik af þessu tagi mun algengari í raun og veru en opinberar tölur frá lögreglu gefa tilefni til að ætla, því oftast nær skammast menn sín fyrir að hafa gengið í gildruna og segja því ekki nokkrum manni frá. 28.9.2011 11:00 Evrópuríkin draga í land gagnvart Sýrlendingum Evrópuríki hafa dregið úr þeim auknu þvingunum sem þau vilja beita stjórnvöld í Sýrlandi en á þessu ári hafa þúsundir mótmælenda látist í átökum við stjórnarhermenn þar í landi. Evrópuríkin höfðu sett fram harða tillögu í málinu sem leggja átti fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en nú hefur orðalag hennar verið mildað með það að markmiði að fá Kínverja og Rússa til að samþykkja aðgerðirnar. Þau lönd hafa hingað til hótað því að beita neitunarvaldi sínu gegn öllum slíkum tillögum. Í nýju tillögunni er þess krafist að stríðandi fylkingar láti af ofbeldinu, og takist það ekki verði farið út í viðskiptaþvinganir. 28.9.2011 10:17 Sextán látnir eftir að hafa borðað eitraðar kantalópur í Kólórado Allt að sextán eru látnir og 72 alvarlega veikir eftir að Listeríubaktería barst í menn úr kantalópum sem framleiddar eru í Kólórado í Bandaríkjunum. Yfirvöld hafa rakið smitið til kantalópuræktanda á svæðinu og er nú verið að rannsaka hvernig bakterían náði að breiðast út. Matvælaeftirlit Bandaríkjanna varar við að tala smitaðra eigi eftir að hækka enda geti tekið allt að fjórar vikur fyrir smitið að gera vart við sig. 28.9.2011 10:15 Andy Rooney lýkur keppni í 60 Mínútum Andy Rooney, pistlahöfundurinn aldni sem átt hefur lokorðið í fréttaþættinum 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS mun á sunnudaginn kemur lesa áhorfendum pistilinn í síðasta sinn. 28.9.2011 09:29 Polanski tók loks við verðlaunum í Sviss Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski tók í gær við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss. Polanski mætti reyndar tveimur árum of seint til þess að taka við verðlaununum en hann var handtekinn á leið sinni á hátíðina árið 2009 vegna þess að hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að sænga með barnungri stúlki árið 1977. 28.9.2011 08:31 Stórbruni í Kaupmannahöfn Allt tiltækt slökkvilið Kaupmannahafnarborgar hefur í morgun barist við eld í K.B sýningarhöllinni á Frederiksberg. Þeir hafa ekki fengið við neitt ráðið og nú er ljóst að höllinni, sem byggð var árið 1938 og var nýlega friðuð, verður ekki við bjargað. 28.9.2011 08:09 Morðingi fundinn eftir 41 ár á flótta Bandarísk yfirvöld segjast hafa handsamað dæmdan morðingja sem hefur verið á flótta í 41 ár. 28.9.2011 08:00 Til stuðnings Breivik Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir hatursglæpi og morðtilraunir í Svíþjóð. Þeir eru taldir hafa reynt að myrða tvo innflytjendur í Västerås í Svíþjóð til stuðnings við aðgerðir hryðjuverkamansins Anders Behring Breivik í Noregi. 28.9.2011 02:00 Vilja úttekt á bótum rokkara Félagar í vélhjólaklúbbunum Vítisenglum og Bandidos, svokallaðir „rokkarar“, þáðu um 30 milljónir danskra króna, að jafngildi um 650 milljóna íslenskra, í opinbera framfærsluaðstoð á fyrri helmingi ársins. 28.9.2011 01:15 Fleiri steinar í götu viðræðna Ísraelsk stjórnvöld gáfu í gær út heimild til þess að reisa 1.100 nýjar íbúðir í austurhluta Jerúsalem, borgarhluta sem Ísraelar hertóku árið 1967. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og hyggjast hafa þar höfuðborg sína. 28.9.2011 01:00 Mótmælendur höfðu betur Evo Morales, forseti Bólivíu, ákvað á mánudag að fresta framkvæmdum við þjóðveg sem leggja átti þvert yfir þjóðgarð og sjálfstjórnarsvæði frumbyggja. 28.9.2011 00:30 Berlusconi bað hann að ljúga Ítalski kaupsýslumaðurinn Giampaolo Tarantini hefur verið látinn laus úr fangelsi, þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki reynt að kúga fé út úr Silvio Berlusconi forsætisráðherra. 28.9.2011 00:00 Lést í sjálfsprottnum bruna Það muna kannski margir eftir trommaranum í grínheimildarmyndinni um rokkhljómsveitina Spinal Tap. Þar lýsti söngvari hljómsveitarinnar vandræðum með að halda í trommara sem virtust deyja með ólíklegasta hætti. Meðal annars lést einn þeirra í sjálfsprottnum bruna. 27.9.2011 22:30 Táblætisálfurinn handtekinn Fimmtugur karlmaður var handtekinn í Arkansa í Bandaríkjunum í gær eftir að tvær konur báru kennsl á hann. Maðurinn spurði þær í verslun hvort hann mætti sjúga á þeim tærnar. 27.9.2011 21:45 Reyndist vera með lífsmarki í líkfrystinum Brasilísk kona á sextugsaldri var úrskurðuð látin og flutt í líkhús þar sem hún dvaldi í tvo tíma áður en í ljós kom að hún var enn á lífi. 27.9.2011 20:26 Ljósmynd af líki Michael Jackson sýnd í réttarhöldum Réttarhöldin yfir Conrad Murray, lækni poppgoðsins, Michael Jackson, fara nú fram í Bandaríkjunum en meðal þess sem fram hefur komið er að popparinn hafi látist eftir að hann tók sterk svefnlyf þegar læknirinn var ekki viðstaddur. Þá tók hann fleiri lyf sem ollu dauða hans. Sjálfur kallaði hann svefnlyfin sem hann tók mjólkina sína. 27.9.2011 20:05 Um 200 slösuðust í lestarslysi Um tvöhundruð manns slösuðust þegar neðanjarðarlest í Shanghai rakst aftan á aðra neðanjarðarlest í morgun. BBC fréttastofan segir að meiðsl flestra hafi verið minniháttar. Ástæður slyssins voru þær að kerfisbilun varð á einni lestarstöðinni, eftir því sem fram kemur í fréttum Xinhua fréttastöðvarinnar. Neðanjarðarlestarkerfið í Shanghai hefur verið að stækka verulega að undanförnu og það hefur haft töluverða örðugleika í för með sér. 27.9.2011 15:40 Washington minnismerkinu lokað Washington minnismerkinu, einu af helsta kennileiti höfuðborgar Bandaríkjanna, hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Ástæðan er sú að talið er að meiri skemmdir hafi orðið á minnisvarðanum en áður var talið eftir að jarðskjálfti upp á 5,8 á Richter skók Bandaríkin þann 23. ágúst síðastliðinn. 27.9.2011 13:27 Reynt að ráða ráðherra í Jemen af dögum Varnarmálaráðherra Jemens slapp lifandi í morgun frá tilræði sem gert var við hann í borginni Aden. Yfirvöld í landinu segja að bílsprengja hafi sprungið þegar bílalest Nasser Ali ók framhjá og slösuðust nokkrir úr lífverði ráðherrans. Að auki munu tilræðismennirnir hafa hent handsprengjum í átt að bifreið hans. 27.9.2011 10:44 Réttað yfir lækni Jackson Réttarhöld hefjast í dag yfir lækninum sem sakaður er um að hafa verið valdur að dauða poppgoðsins Michael Jackson. Conrad Murray er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og á yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Að auki myndi hann missa lækningaleyfi sitt. 27.9.2011 09:37 Miliband fær slæma útreið í könnun Ed Miliband formaður breska verkamannaflokksins fékk slæma útreið í nýrri skoðannakönnun sem birt var í gær. Landsfundur Verkamannaflokksins stendur nú yfir og af því tilefni ákvað breska blaðið Independent að kanna hug landsmanna til flokksins og leiðtogans. 27.9.2011 09:29 Hugsanlega kætir kaffi Konur sem drekka tvo eða fleiri kaffibolla á dag eru ólíklegri til að verða þunglyndar en aðrar konur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 27.9.2011 09:21 Sprengdu gasleiðslu sem liggur til Ísraels Hluti leiðslunnar sem flytur gas frá Egyptalandi til Ísrael og Jórdan var sprengd upp í nótt. Sjónarvottar segja við fréttastofu BBC að þrír menn hafi komið að dælustöð og hafið skothríð. Kviknað hafi í stöðinni og hún síðan sprungið í loft upp. 27.9.2011 09:14 Setja kvóta á fjölda sms-skilaboða Stjórnvöld í Indlandi hafa sett kvóta á fjölda SMS sendinga almennings. Samkvæmt nýju reglunum getur hver og einn farsímanotandi ekki sent fleiri en 100 SMS skilaboð úr símanum sínum á hverjum degi. Reglurnar eru kærkomnar fyrir þær milljónir Indverja sem á síðustu misserum hafa þurft að sætta sig við auglýsingaflóð í formi SMS skilaboða á hverjum degi frá fyrirtækjum sem reyna að selja allt frá megrunarlyfjum og yfir í fasteignir. Indverski farsímamarkaðurinn er í mesta vexti allra símamarkaða í heiminum í dag og telja farsímaeigendur í Indlandi 700 milljónir. 27.9.2011 08:32 Sjá næstu 50 fréttir
Ofbeldi í Mexíkó Ritstjóri mexíkóska fréttamiðilsins Primera Hora, María Elizabeth Macías, fannst hálshöggvin í almenningsgarði. Höfuð hennar fannst nokkrum metrum frá, sitjandi á steinstalli. Atvikið fylgir í kjölfarið á öðrum svipuðum morðum sem eiturlyfjagengi hafa framið til að þagga niður í fréttamiðlum í Mexíkó. Hjá höfði Macías fannst handskrifaður miði sem útskýrði ástæður morðsins ásamt því að vara aðra blaðamenn við. Einnig eru notendur samskiptamiðla varaðir við en Macías var afkastamikill bloggari. Macías er fjórða blaðakonan sem hefur verið myrtur á þessu ári. 29.9.2011 10:11
Silvio hefur yfir litlu að gleðjast á afmælisdaginn Silvio Berlusconi er 75 ára gamall í dag en hefur þó yfir litlu að gleðjast. Ítalía stríðir við mikinn efnahagsvanda og nær daglega koma fram kröfur um afsögn forsætisráðherrans litríka. Hann á fjögur dómsmál yfir höfði sér og fleiri munu vera á leiðinni auk þess sem smáatriðum úr einkalífi hans er vandlega lýst í fjölmiðlum dag eftir dag. 29.9.2011 09:53
Fæddist með tvö andlit Læknar á sjúkrahúsinu í bænum Rawalpindi í Pakistan vinna nú að því að bjarga lífi ungabarns sem fæddist með tvö andlit á dögunum. 29.9.2011 09:23
Afturkallar dóm yfir konu sem átti að hýða fyrir að aka bíl Abdullah konungur Sádí Arabíu hefur beitt neitunarvaldi sínu og ógilt dóm sem féll í landinu á dögunum en þá var kona dæmd til þess að verða húðstrýkt sex sinnum vegna þess að hún gerðist brotleg við lög með því að keyra bíl. 29.9.2011 07:11
Fær ekki vinnu eftir háskólanám Aldrei hefur gengið eins illa fyrir nýútskrifaða háskólanema í Danmörku að fá vinnu. Þetta kom fram í frétt MetroXpressen í gær. 29.9.2011 03:00
Egyptar kjósa innan mánaðar Þingkosningar verða haldnar í Egyptalandi 28. nóvember, þær fyrstu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli snemma þessa árs. 29.9.2011 01:30
Boðar kosningar eftir mánuð Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur tilkynnt að kosningar verði haldnar 29. október. 29.9.2011 01:00
Aflífuð vegna giktarvanda Pokarottan Heidi var aflífuð í dýragarðinum í Leipzig í Þýskalandi í gær. Heidi vakti mikla athygli í lok síðasta árs vegna sérstaks útlits, en hún var rangeygð. 29.9.2011 00:00
Verður jarðaður ásamt Doritos snakkflögum Maðurinn sem fann upp Doritos snakkið, Arch West, lést þann 20. september síðastliðinn. Samkvæmt fréttavef Reuters voru líkamsleifar hans brenndar en útförin fer fram næsta laugardag. 28.9.2011 21:57
Lambið Jack heldur að það sé fjárhundur - reynir stundum að gelta Breska lambið Jack er ekki eins of flest sauðfé. Hann heldur nefnilega að hann sé fjárhundur. Jack fæddist fyrir hálfu ári síðan. Þegar hann fæddist var hann lítill og veikburða þannig fjölskyldan á bóndabænum, þau Alison Sinstadt og sambýlismaður hennar, Simon Sherwin, ákváðu að taka lambið inn á heimilið og hlúa að því. 28.9.2011 21:30
Sextán ára piltur myrtur af vampíru-söfnuði Átján ára stúlka sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina WBBH-TV að hún væri vampíra og hefði oft drukkið blóð úr unnusta sínum. Stúlkan, sem heitir Stephanie Pistey, hefur verið ákærð fyrir að lokka sextán ára gamlan dreng inn á heimili í Flórída í júlí síðastliðnum, þar sem hann var laminn til bana af fjórum félögum stúlkunnar. 28.9.2011 20:30
Ófrjósemi og hjartasjúkdómar Vísindamenn telja sig hafa fundið tengsl milli ófrjósemi og hjartasjúkdóma hjá karlmönnum. Þetta er niðurstaða áratuga langrar rannsóknar sem 135.000 karlmenn tóku þátt í. 28.9.2011 16:51
Segir Bandaríkjunum standa ógn af Kína Kína er efnahagsleg ógn við Bandaríkin og er einnig að byggja upp her til þess að ógna veru sjóher Bandaríkjamanna í Suður - Kínahafinu, segir Mitt Romney, sem tekur þátt í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar. 28.9.2011 16:16
Jarðskjálftahrina við Kanaríeyjar Um 150 jarðskjálftar hafa mælst á El-Hierro, minnstu eyju Kanaríeyja. Eyjan er afar vinsæll ferðamannastaður og nú óttast yfirvöld eldgos. Herinn hefur staðið í ströngu í dag við að undirbúa fólksflutninga af eyjunni ef allt fer á versta veg. Í nótt voru 53 einstaklingar beðnir um að yfirgefa hús sín af ótta við aurskriður. Þegar dagaði var ákveðið að öllum skólum á eyjunni yrði lokað í dag. 28.9.2011 16:02
Styttist í kosningar á Írlandi Það stefnir allt í spennandi forsetakosningar á Írlandi þann 27. október næstkomandi. Aldrei hafa jafn margir frambjóðendur verið á kjörseðlinum en nú - sjö talsins. Þau síðustu til að hljóta samþykki voru þau David Norris og popp stjarnan Dana Rosemary Scallon. Þau sem áður höfðu hlotið samþykki eru þau Sean Gallagher og Mary Davis sem bæði eru í sjálfstæðu framboði. Í framboði fyrir verkamannaflokkinn er Michael D Higgins. Einnig eru Gabriel Mitchell í framboði undir fána Fine Gael ásamt Martin McGuinness fyrir Sinn Féin. 28.9.2011 15:26
Aðdáendur gráta fráfall Heidi Fésbókarvinir rangeygðu pokarottunnar Heidi og Twitterfylgjendur eru í öngum sínum eftir að það uppgötvaðist að hún væri dáin. Talsmenn dýragarðsins í Leipzig, þar sem hin krúttlega Heidi dvaldi, segja að hún hafi verið lystarlaus og átt erfitt með hreyfingu í allmargar vikur. Því var tekin ákvörðun um að svæfa Heidi svefninum hinsta eftir að tilraunir til að lækna hana fóru út um þúfur, segir AP fréttastofan. 28.9.2011 15:21
Crepusculum opnar í Frankfurt Í dag opnar sýningin „Crepusculum" í Schirn Kunsthalle Frankfurt. Sýningin er í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Á sýningunni mun listakonan Gabríela Friðriksdóttir vinna með átta íslensk fornhandrit og skapa í kringum þau einstæða umgjörð. Gabríela vinnur með kvikmynda- og hljóðverk, ásamt skúlptúrunum til skapa eina heild með fornritunum. Það má því segja að ný og gömul list mætist í gjörningi Gabríelu. Til gamans má geta er titill verksins fenginn latínu og þýðir ljósaskipti. 28.9.2011 14:31
Rússar hættir að kaupa Kalashnikov Rússneski herinn ætlar að hætta að kaupa Kalashnikov riffilinn, eitt frægasta vopn sögunnar. Riffillinn var hannaður af hershöfðingjanum Mikhail Kalashnikov árið 1947 sem í kjölfarið varð að þjóðhetju í Sovétríkjunum. Litlar breytingar hafa hinsvegar verið gerðar á vopninu og nú vill herinn ekki kaupa fleiri riffla nema framleiðandinn endurhanni gripinn í takt við nýjustu tækni. 28.9.2011 14:29
Dauðahafshandritin til sýnis á netinu Hin 2.000 ára gömlu Dauðahafshandrit eru nú til sýnis á netinu. Það eru Google og þjóðminjasafn Ísraels sem standa að verkefninu. Hægt er að skoða handritin í háskerpu, stækka til og lesa þýðingar fræðimanna á textunum. Upprunalegi textinn er ritaður á papýrus og pergament. Talið er að handritin hafi verið rituð og safnað saman af flökkuhópi gyðinga sem síðar meir settist að við bakka Dauðahafsins. 28.9.2011 13:45
Pútín skipar fjármálaráðherra Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur útnefnt nýjan fjármálaráðherra eftir að Alexei Kudrin var bolað úr sæti nú á mánudaginn. Pútín ákvað að aðstoðar forsætisráherra hans, Igor Shuvalov, ætti að hafa umsjón með fjármálum hins opinbera. Hins vegar mun Anton Siluanov taka við sem fjármálaráðherra. Putin lagði tillögurnar fyrir Medvedev forseta sem samþykkti þær um hæl. Líklegt þykir að Medvedev og Pútín skipti sjálfir á stólum á næsta ári. 28.9.2011 13:17
Gadaffi undir verndarvæng hirðingja Enn á ný berast fregnir af hugsanlegum felustað Muammar Gadaffi, fyrrum leiðtoga Líbíu. Nú telja yfirvöld í Líbíu að Gadaffi haldi til við landamæri Alsír og sé þar undir vernd innfæddra Tuareg hermanna. Gadaffi flúði eftir að uppreisnarmenn náðu valdi yfir landinu í síðasta mánuði, þó er talið að Gadaffi sé enn að skipuleggja aðgerðir til hefta sókn uppreisnarmanna og að hann vinni nú að því að endurheimta traust fyrrum hermanna sinna. Talsmaður hersins í Líbíu segir leitina enn standa yfir en svæðið sem Gadaffi er talinn vera á er afar víðfemt og erfitt yfirferðar. Hann greindi einnig frá því að líklegt þyki að Gadaffi greiði Tuareg mönnun fyrir verndum. 28.9.2011 12:47
Ástarsvindl á Netinu mun algengara en talið var Um 200 þúsund Bretar, aðallega karlmenn, hafa verið plataðir á Netinu og þeim talin trú um að þeir standi í eldheitu ástarsambandi. Samkvæmt nýrri rannsókn eru svik af þessu tagi mun algengari í raun og veru en opinberar tölur frá lögreglu gefa tilefni til að ætla, því oftast nær skammast menn sín fyrir að hafa gengið í gildruna og segja því ekki nokkrum manni frá. 28.9.2011 11:00
Evrópuríkin draga í land gagnvart Sýrlendingum Evrópuríki hafa dregið úr þeim auknu þvingunum sem þau vilja beita stjórnvöld í Sýrlandi en á þessu ári hafa þúsundir mótmælenda látist í átökum við stjórnarhermenn þar í landi. Evrópuríkin höfðu sett fram harða tillögu í málinu sem leggja átti fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en nú hefur orðalag hennar verið mildað með það að markmiði að fá Kínverja og Rússa til að samþykkja aðgerðirnar. Þau lönd hafa hingað til hótað því að beita neitunarvaldi sínu gegn öllum slíkum tillögum. Í nýju tillögunni er þess krafist að stríðandi fylkingar láti af ofbeldinu, og takist það ekki verði farið út í viðskiptaþvinganir. 28.9.2011 10:17
Sextán látnir eftir að hafa borðað eitraðar kantalópur í Kólórado Allt að sextán eru látnir og 72 alvarlega veikir eftir að Listeríubaktería barst í menn úr kantalópum sem framleiddar eru í Kólórado í Bandaríkjunum. Yfirvöld hafa rakið smitið til kantalópuræktanda á svæðinu og er nú verið að rannsaka hvernig bakterían náði að breiðast út. Matvælaeftirlit Bandaríkjanna varar við að tala smitaðra eigi eftir að hækka enda geti tekið allt að fjórar vikur fyrir smitið að gera vart við sig. 28.9.2011 10:15
Andy Rooney lýkur keppni í 60 Mínútum Andy Rooney, pistlahöfundurinn aldni sem átt hefur lokorðið í fréttaþættinum 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS mun á sunnudaginn kemur lesa áhorfendum pistilinn í síðasta sinn. 28.9.2011 09:29
Polanski tók loks við verðlaunum í Sviss Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski tók í gær við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss. Polanski mætti reyndar tveimur árum of seint til þess að taka við verðlaununum en hann var handtekinn á leið sinni á hátíðina árið 2009 vegna þess að hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að sænga með barnungri stúlki árið 1977. 28.9.2011 08:31
Stórbruni í Kaupmannahöfn Allt tiltækt slökkvilið Kaupmannahafnarborgar hefur í morgun barist við eld í K.B sýningarhöllinni á Frederiksberg. Þeir hafa ekki fengið við neitt ráðið og nú er ljóst að höllinni, sem byggð var árið 1938 og var nýlega friðuð, verður ekki við bjargað. 28.9.2011 08:09
Morðingi fundinn eftir 41 ár á flótta Bandarísk yfirvöld segjast hafa handsamað dæmdan morðingja sem hefur verið á flótta í 41 ár. 28.9.2011 08:00
Til stuðnings Breivik Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir hatursglæpi og morðtilraunir í Svíþjóð. Þeir eru taldir hafa reynt að myrða tvo innflytjendur í Västerås í Svíþjóð til stuðnings við aðgerðir hryðjuverkamansins Anders Behring Breivik í Noregi. 28.9.2011 02:00
Vilja úttekt á bótum rokkara Félagar í vélhjólaklúbbunum Vítisenglum og Bandidos, svokallaðir „rokkarar“, þáðu um 30 milljónir danskra króna, að jafngildi um 650 milljóna íslenskra, í opinbera framfærsluaðstoð á fyrri helmingi ársins. 28.9.2011 01:15
Fleiri steinar í götu viðræðna Ísraelsk stjórnvöld gáfu í gær út heimild til þess að reisa 1.100 nýjar íbúðir í austurhluta Jerúsalem, borgarhluta sem Ísraelar hertóku árið 1967. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og hyggjast hafa þar höfuðborg sína. 28.9.2011 01:00
Mótmælendur höfðu betur Evo Morales, forseti Bólivíu, ákvað á mánudag að fresta framkvæmdum við þjóðveg sem leggja átti þvert yfir þjóðgarð og sjálfstjórnarsvæði frumbyggja. 28.9.2011 00:30
Berlusconi bað hann að ljúga Ítalski kaupsýslumaðurinn Giampaolo Tarantini hefur verið látinn laus úr fangelsi, þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki reynt að kúga fé út úr Silvio Berlusconi forsætisráðherra. 28.9.2011 00:00
Lést í sjálfsprottnum bruna Það muna kannski margir eftir trommaranum í grínheimildarmyndinni um rokkhljómsveitina Spinal Tap. Þar lýsti söngvari hljómsveitarinnar vandræðum með að halda í trommara sem virtust deyja með ólíklegasta hætti. Meðal annars lést einn þeirra í sjálfsprottnum bruna. 27.9.2011 22:30
Táblætisálfurinn handtekinn Fimmtugur karlmaður var handtekinn í Arkansa í Bandaríkjunum í gær eftir að tvær konur báru kennsl á hann. Maðurinn spurði þær í verslun hvort hann mætti sjúga á þeim tærnar. 27.9.2011 21:45
Reyndist vera með lífsmarki í líkfrystinum Brasilísk kona á sextugsaldri var úrskurðuð látin og flutt í líkhús þar sem hún dvaldi í tvo tíma áður en í ljós kom að hún var enn á lífi. 27.9.2011 20:26
Ljósmynd af líki Michael Jackson sýnd í réttarhöldum Réttarhöldin yfir Conrad Murray, lækni poppgoðsins, Michael Jackson, fara nú fram í Bandaríkjunum en meðal þess sem fram hefur komið er að popparinn hafi látist eftir að hann tók sterk svefnlyf þegar læknirinn var ekki viðstaddur. Þá tók hann fleiri lyf sem ollu dauða hans. Sjálfur kallaði hann svefnlyfin sem hann tók mjólkina sína. 27.9.2011 20:05
Um 200 slösuðust í lestarslysi Um tvöhundruð manns slösuðust þegar neðanjarðarlest í Shanghai rakst aftan á aðra neðanjarðarlest í morgun. BBC fréttastofan segir að meiðsl flestra hafi verið minniháttar. Ástæður slyssins voru þær að kerfisbilun varð á einni lestarstöðinni, eftir því sem fram kemur í fréttum Xinhua fréttastöðvarinnar. Neðanjarðarlestarkerfið í Shanghai hefur verið að stækka verulega að undanförnu og það hefur haft töluverða örðugleika í för með sér. 27.9.2011 15:40
Washington minnismerkinu lokað Washington minnismerkinu, einu af helsta kennileiti höfuðborgar Bandaríkjanna, hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Ástæðan er sú að talið er að meiri skemmdir hafi orðið á minnisvarðanum en áður var talið eftir að jarðskjálfti upp á 5,8 á Richter skók Bandaríkin þann 23. ágúst síðastliðinn. 27.9.2011 13:27
Reynt að ráða ráðherra í Jemen af dögum Varnarmálaráðherra Jemens slapp lifandi í morgun frá tilræði sem gert var við hann í borginni Aden. Yfirvöld í landinu segja að bílsprengja hafi sprungið þegar bílalest Nasser Ali ók framhjá og slösuðust nokkrir úr lífverði ráðherrans. Að auki munu tilræðismennirnir hafa hent handsprengjum í átt að bifreið hans. 27.9.2011 10:44
Réttað yfir lækni Jackson Réttarhöld hefjast í dag yfir lækninum sem sakaður er um að hafa verið valdur að dauða poppgoðsins Michael Jackson. Conrad Murray er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og á yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Að auki myndi hann missa lækningaleyfi sitt. 27.9.2011 09:37
Miliband fær slæma útreið í könnun Ed Miliband formaður breska verkamannaflokksins fékk slæma útreið í nýrri skoðannakönnun sem birt var í gær. Landsfundur Verkamannaflokksins stendur nú yfir og af því tilefni ákvað breska blaðið Independent að kanna hug landsmanna til flokksins og leiðtogans. 27.9.2011 09:29
Hugsanlega kætir kaffi Konur sem drekka tvo eða fleiri kaffibolla á dag eru ólíklegri til að verða þunglyndar en aðrar konur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 27.9.2011 09:21
Sprengdu gasleiðslu sem liggur til Ísraels Hluti leiðslunnar sem flytur gas frá Egyptalandi til Ísrael og Jórdan var sprengd upp í nótt. Sjónarvottar segja við fréttastofu BBC að þrír menn hafi komið að dælustöð og hafið skothríð. Kviknað hafi í stöðinni og hún síðan sprungið í loft upp. 27.9.2011 09:14
Setja kvóta á fjölda sms-skilaboða Stjórnvöld í Indlandi hafa sett kvóta á fjölda SMS sendinga almennings. Samkvæmt nýju reglunum getur hver og einn farsímanotandi ekki sent fleiri en 100 SMS skilaboð úr símanum sínum á hverjum degi. Reglurnar eru kærkomnar fyrir þær milljónir Indverja sem á síðustu misserum hafa þurft að sætta sig við auglýsingaflóð í formi SMS skilaboða á hverjum degi frá fyrirtækjum sem reyna að selja allt frá megrunarlyfjum og yfir í fasteignir. Indverski farsímamarkaðurinn er í mesta vexti allra símamarkaða í heiminum í dag og telja farsímaeigendur í Indlandi 700 milljónir. 27.9.2011 08:32
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent