Erlent

Hugsanlega kætir kaffi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maður kætist í það minnsta við að sjá svona kaffibolla.
Maður kætist í það minnsta við að sjá svona kaffibolla. Mynd/ Getty.
Konur sem drekka tvo eða fleiri kaffibolla á dag eru ólíklegri til að verða þunglyndar en aðrar konur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Ekki er víst hvers vegna kaffi hefur þessi áhrif, en rannsakendurnir telja að koffeinið í kaffi geti haft áhrif á efnaskipti í heilanum, eftir því sem fram kemur í frétt á vef BBC. Koffínlaust kaffi hafði ekki sömu áhrif. Í rannsókninni sem birt var í tímaritinu Archives of Internal Medicine voru 50 þúsund kvenkyns hjúkrunarfræðingar rannsakaðir.

Sérfræðingarnir, að baki rannsókninni, taka fram að of snemmt sé að mæla með því að konur byrji að drekka kaffi gagngert til að hressa skapið við og mæla með því að tengslin milli kaffineyslu og þunglyndis verði rannsökuð betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×